Kynning
Country
Choose country:

„Allir nemendur fái tækifæri til að hámarka hæfni sína“

Við erum InfoMentor!

Við viljum leggja okkar af mörkum og hjálpa skólum að byggja upp öflugt skólakerfi þar sem stuðlað er að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og nemanda. Okkar hugmyndafræði er að allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með það í huga bjóðum við ykkur þekkingu, þjónustu og lausnir í takt við nútíma tækni, nútíma kennsluhætti og skólaþróun. 

infomentor-staff-2016

Starfsmenn InfoMentors í október 2016

Um InfoMentor

Mentor var stofnað árið 1990 þá sem Menn og mýs. Árið 2000 var fyrirtækinu skipt upp og nafninu breytt í Mentor. Í dag heitir bæði fyrirtækið og kerfið okkar InfoMentor sem er það vörumerki sem við notum á öllum mörkuðum.  Frá upphafi hefur fyrirtækið unnið með skólum og er því komið með aldarfjórðungs reynslu af rekstri og þróun náms- og upplýsingakerfa. Á þessum árum hefur orðið mikil þróun og kerfið er notað af skólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum af milljónum notenda í þremur löndum.

Fyrstu árin voru það eingöngu grunnskólar sem nýttu Mentor kerfið en árið 2001 kom fyrsta útgáfa fyrir leikskóla og sveitarfélög. Í dag er InfoMentor heildstætt náms- og upplýsingakerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi.

InfoMentor er með starfsstöðvar í þremur löndum en við sölu fyrirtækisins snemma árs 2021 til Nordtech Group AB voru höfuðstöðvarnar færðar til Svíþjóðar.  En InfoMentor starfrækir skrifstofur á Íslandi, þar sem eru 5 starfsmenn sem sinna m.a. þjónustu, sölu og þróun. Höfuðstöðvarnar eru í Kristianstad í Svíþjóð þar sem starfa 14 manns og loks er þróunardeild InfoMentor starfrækt í Exeter í Englandi þar sem starfa 13 manns.

karta-is

© InfoMentor 2021 / Vefsíða frá Bravissimo