InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið. InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.
Í gær 28. febrúar var síðasti starfsdagur hennar Andreu okkar hér hjá InfoMentor en hún heldur nú á annan starfsvettvang. […]
Erum við að leita að þér? Okkur hjá InfoMentor vantar ráðgjafa í teymið okkar. Ekki hika við að kynna þér […]
Við hjá InfoMentor leggjum áherslu á að vera í góðum samskiptum við viðskiptavini okkar og notendur. Þjónustuverið okkar tekur daglega […]
Í desember styrkir InfoMentor Barnaheill á Íslandi en í stað þess að senda jóla- og áramótakveðju í pósti þá hafa […]
Við hjá InfoMentor og Karellen óskum öllum notendum kerfanna gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þjónustuver okkar er opið […]
Hjá InfoMentor á Íslandi hefur verið ákveðið að hækka ekki áskriftargjöld skóla sem nota Mentor og Karellen kerfin í grunn- […]
SMS- sendingar í Mentorkerfinu. Margir skólar nota SMS sendingar í kerfinu. Skólastjórnendur stilla hvaða notendahópar geta sent SMS og á hvaða notendahópa á að senda boð. Þá geta skólastjórnendur einnig séð send SMS í stillingum. SMS sendingar eru þægilegur samskiptamáti fyrir stutt skilaboð til hópa. Það er skólum að kostnaðarlausu að setja upp SMS sendingar en greiða þarf fyrir SMS inneign.
Miðvikudagsmolinn þessa vikuna sýnir hvernig notendur geta óskað eftir nýju lykilorði. Ef upplýsingar berast ekki til ykkar í tölvupósti vinsamlega athugið hvort hann hafi lent í ruslinu í póstinum ykkar ef ekki hafið samband við skólann og athugið hvort að netfangið ykkar sé rétt skráð. Eigið góðan dag 😃
Molinn þessa vikuna sýnir ykkur hvar í kerfinu þið getið skráð t.d. lesin orð á mínútu fyrir lesfimina og í Orðarún. Best er að fara í námsmat hjá bekknum, velja námsgreinina Íslenska og velja síðan námskrárnar; Lesfimiviðmið 1.-10.bekkur og Orðarún - Mat á lesskilningi í 3.- 8.bekk. Foreldrar og nemendur sjá þetta í Minn Mentor undir flísinni Námsmat og námsgreininni íslenska. 🙂 Inn í kerfinu er líka hægt að finna Lesskimun fyrir 1. bekk. Eigið góðan dag :)
Moli vikunnar er sérstaklega ætlaður aðstandendum í Mentor kerfinu og öðrum áhugasömum. Margir aðstandendur hafa lent í því að fá ekki tölvupóst frá öðrum aðstandendum í bekknum og/eða að fá ekki tilkynningar um t.d námsmat eða atburð sem skráður hefur verið í "Fréttir" af skólanum. Hver og einn þarf að leyfa að aðrir aðstandendur í bekknum sjái upplýsingar um þá og opna í leiðinni fyrir að fá tölvupóst frá öðrum aðstandendum í bekk barnsins þeirra. Nánari útskýringar er varða þetta er að finna á heimasíðunni okkar https://www.infomentor.is/adstod/ undir liðnum Aðstoð. Þar eru handbækur fyrir nemendur og aðstandendur á íslensku, ensku og arabísku 😀
InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík
Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is
Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.