InfoMentor Logo
Mentor kerfið auðveldar
kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið. InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

Nýjustu fréttir frá InfoMentor
Fréttir
Facebook
YouTube

Í mola vikunnar minnum við á að í kerfinu getur starfsfólk skólanna nálgast fjölbreyttar skýrslur t.d. varðandi ástundun nemenda, hæfnikortaskýrslur til að skoða námsstöðu og skýrslu fyrir stöðu námsmats í námslotum. Þá er einnig hægt að sækja ýmis grunngögn til útflutnings í Excel.

3

Moli vikunnar fjallar um kennaraappið sem er einstaklega þægileg leið fyrir kennara að merkja við mætingu nemenda. Appið er aðgengilegt fyrir bæði Android og iOS stýrikerfi og heitir InfoMentor starfsmenn eða staff.

SMS- sendingar í Mentorkerfinu. Margir skólar nota SMS sendingar í kerfinu. Skólastjórnendur stilla hvaða notendahópar geta sent SMS og á hvaða notendahópa á að senda boð. Þá geta skólastjórnendur einnig séð send SMS í stillingum. SMS sendingar eru þægilegur samskiptamáti fyrir stutt skilaboð til hópa. Það er skólum að kostnaðarlausu að setja upp SMS sendingar en greiða þarf fyrir SMS inneign.

1

Miðvikudagsmolinn þessa vikuna sýnir okkur hvernig skólar geta notað fréttir til að koma upplýsingum áleiðis til aðstandenda. Góð yfirsýn er yfir allar virkar fréttir í Upplýsingaveitunni. Fréttir er mjög hentug leið t.d. fyrir vikufréttir eða upplýsingar um viðburði í skólanum.

InfoMentor IS️ 1 mánuður ago

Miðvikudagsmolinn þessa vikuna sýnir hvernig notendur geta óskað eftir nýju lykilorði. Ef upplýsingar berast ekki til ykkar í tölvupósti vinsamlega athugið hvort hann hafi lent í ruslinu í póstinum ykkar ef ekki hafið samband við skólann og athugið hvort að netfangið ykkar sé rétt skráð. Eigið góðan dag 😃

1
InfoMentor IS️ 1 mánuður ago

Molinn þessa vikuna sýnir ykkur hvar í kerfinu þið getið skráð t.d. lesin orð á mínútu fyrir lesfimina og í Orðarún. Best er að fara í námsmat hjá bekknum, velja námsgreinina Íslenska og velja síðan námskrárnar; Lesfimiviðmið 1.-10.bekkur og Orðarún - Mat á lesskilningi í 3.- 8.bekk. Foreldrar og nemendur sjá þetta í Minn Mentor undir flísinni Námsmat og námsgreininni íslenska. 🙂 Inn í kerfinu er líka hægt að finna Lesskimun fyrir 1. bekk. Eigið góðan dag :)

lesa meira
Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

InfoMentor Logo White
© InfoMentor
2023
locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right