app, starfsmannaapp

Leita

Fjölbreyttar skólalausnir InfoMentor

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið á leik, grunn- og framhaldsskólastigi. Við bjóðum upp fjölbreyttar skólalausnir eins og Völu kerfin fyrir leikskóla, frístund og fleira, Karellen fyrir leikskóla, Mentor kerfið fyrir grunnskóla og Innu kerfið fyrir framhaldsskóla. Skólakerfi InfoMentor eru í stöðugri þróun og unnið er að umbótum í samvinnu við notendur kerfanna. InfoMentor kerfið er notað í Svíþjóð á öllum skólastigum og er það eitt af fremstu skólakerfunum í þar í landi.

Skólalausnir InfoMentor eiga að styðja við faglegt starf í skólunum og auðvelda upplýsingaflæði milli heimila og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Kristianstad í Svíþjóð og skólalausnir InfoMentor eru notaðar af miklum fjölda kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Skólar eru margir komnir með stórt safn námskráa inni í kerfinu og því er mikilvægt að taka úr birtingu þær námskrár sem ekki er verið að nota og sýnum við hvernig það er gert hér í mola dagsins. Námskrár sem teknar eru úr birtingu koma ekki upp þegar t.d kennari er að velja viðmið í námslotu og þegar verið er að meta í hópamatinu. Námskrárnar eru hins vegar alltaf til í kerfinu og allt námsmat sem skráð hefur verið er auðvelt að kalla fram t.d. í hæfnikortaskýrslunum. Námsmatið er ávallt sýnilegt á svæði nemenda og aðstandenda. Eins og er mælum við með því að breyta nöfnum á námskrám sem ekki eiga að vera í birtu t.d. með því að setja x fyrir framan upprunalega nafnið, þannig raðast þær neðst í listanum yfir námskrár skólans. ☃️

Moli vikunnar! Framundan er viðburðaríkur tími hjá skólum og viljum við því benda á að fréttir innan kerfisins er mjög góð leið til að deila upplýsingum með nemendum og aðstandendum. Fréttir henta vel fyrir vikupósta, almennar upplýsingar frá skólanum t.d. varðandi skipulagsdaga eða uppbrotsdaga og fleira. Aðstandendur og nemendur fá tilkynningar um nýjar fréttir í appinu og hafa góða yfirsýn yfir virkar fréttir undir flísinni upplýsingaveita. Ef þið hafið ekki prófað að nota fréttir þá mælum við eindregið með því. 🤩

Með miðvikudagsmola vikunnar viljum við láta notendur, sem eru með Android stýrikerfið i símum sínum, vita að búið er að laga tilkynningar í appinu. 📱🛎⚙😁

Minn Mentor er svæði nemenda og aðstandenda bæði í appi og á vef. Þar má finna ýmsar upplýsingar varðandi skólagönguna sem ræðst af því hvað skólinn setur inn. Flísar sem almennt eru opnar eru t.d. Ástundun, Námsmat, Verkefni, Stundaskrá, Tengiliðalistar, Dagatal, Upplýsingaveita og Mín Mappa. Ef notandi skráir sig í gegnum vefinn er hægt að opna flís sem heitir Fjölskylduvefur sem er eldra svæðið en það svæði er ekki aðgengilegt í appinu. Notendur stilla persónuverndarstillingar með því að smella á nafnið sitt, þar er líka stillt hvort og þá hvað birtist undir Tengiliðaflísinni. Notendur fá sendar tilkynningar um ýmsar skráningar t.d. heimavinnu, nýtt námsmat o.fl. en hver og einn notandi getur stillt hvort hann vilji fá tilkynningar eða ekki. Frekari upplýsingar um Minn Mentor og möguleika hans er að finna á heimasíðunni undir Aðstoð https://www.infomentor.is/adstod/#vanliga-fragor en þar er bæði að finna spurningar og svör og PDF skjöl með handbókum.

Um þessar mundir er verið að leggja fyrir Lesfimi í flestum skólum og fjallar moli vikunnar um hvar hægt er að skrá lesin orð á mínútu fyrir lesfimi en einnig hvar hægt er að skrá niðurstöður í Orðarún. Best er að fara í hópatréið, smella á heiti bekkjarins og velja svo námsmat í listanum til vinstri. Þá þarf að velja námsgreinina íslenska og síðan námskrárnar; Lesfimiviðmið 1.-10.bekkur eða Orðarún - Mat á lesskilningi í 3.- 8.bekk. Foreldrar og nemendur sjá þetta í Minn Mentor undir flísinni Námsmat og námsgreininni íslenska. 🙂 Inn í kerfinu er líka hægt að finna Lesskimun fyrir 1. bekk. Eigið góðan dag! 🙂

Miðvikudagsmoli vikunnar fjallar um hvernig senda má yfirlit yfir ástundun nemenda til aðstandenda með tölvupósti. Það er gert í nokkrum skrefum eins og sjá má í þessu myndbandi.

fleiri facebook færslur
sameining

InfoMentor og skólalausnir Advania sameinast

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum […]

Skólabyrjun

Nýtt skólaár

Nú er nýtt skólaár að hefjast í skólum landsins og að mörgu er að huga þegar kemur að skólastarfinu. Á […]

sumar

Fréttir í lok skólaárs

Þá er komið að lokum skólaársins í grunnskólum, nemendur hafa verið útskrifaðir og sumarleyfin framundan. Við hjá InfoMentor þökkum viðskiptavinum […]

uppfærsla

Kerfisuppfærsla 9. maí

Fimmtudaginn 9. maí, sem er almennur frídagur, verður unnið að kerfisuppfærslu í Mentorkerfinu. Þann dag verður kerfið með öllu óaðgengilegt […]

gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar!

Þá er að koma sumar og sólin að láta á sér kræla! Við hjá InfoMentor óskum viðskiptavinum og öllum notendum […]

Vorverkin í Mentor kerfinu og kynningar framundan

Við hjá InfoMentor höfum sent þeim skólum sem nota InfoMentor kerfið leiðbeiningar varðandi hvað þarf að gera í kerfinu til […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down