InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið. InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.
Moli vikunnar! Við viljum benda skólunum á að fréttir innan kerfisins er mjög góð leið til að deila upplýsingum með aðstandendum. Fréttir henta vel fyrir vikupósta, almennar upplýsingar frá skólanum t.d. varðandi skipulagsdaga eða uppbrotsdaga og fleira. Aðstandendur og nemendur hafa góða yfirsýn yfir virkar fréttir og eiga auðvelt með að sía og leita eftir fréttum. Fréttir birtast undir flísinni sem kallast upplýsingaveita og notendur fá tilkynningu um að ný frétt sé komin inn. Ef þið hafið ekki prófað að nota fréttir áður þá mælum við eindregið með því 👍
Það kom upp villa í appinu hjá þeim sem eru með iOS stýrikerfi (Iphone) og safari vafra þegar að nýtt námsmat er opnað með því að smella á tilkynningu. Fyrst kemur hvítur skjár og notandi þarf að fara til baka á forsíðu og aftur inn í námsmat og velja greinina til að námsmat opnist. Villan tengist ekki öðrum stýrikerfum í snjallsímum né öðrum vöfrum. Það er verið að vinna í að laga þessa villu sem allra fyrst og við biðjumst afsökunar á þessu. Á meðan á viðgerð stendur þá bendurm við notendum á að skrá sig inn í öðrum vafra eða bakka á forsíðu og opna námsmatið aftur.
Moli vikunnar fjallar um foreldraviðtöl í kerfinu. Á næstu vikum bjóða mjög margir skólar upp á viðtalsdaga og við bendum þeim sem setja upp foreldraviðtöl í Mentor kerfinu að kynna sér leiðbeiningar sem eru í handbókinni (spurningarmerkið í hægra horninu). Það er gott að muna að gefa aðstandendum nokkra daga til að bóka tíma ásamt því að það er gott að loka fyrir skráningar a.m.k. einum degi áður en að viðtöl fara fram. Einnig er gott að hafa í huga að stilla hvaða dag bókunarkerfið opnast hjá aðstandendum. Gangi ykkur sem allra best 😃
Nú geta skólastjórnendur stofnað svokallaða starfshópa í Mentor kerfinu og láta þá birtast á tengiliðalista í Minn Mentor svæði aðstandenda. Ef skóli setur upp starfshóp sem er með sameiginlegt netfang geta aðstandendur sent póst á hópinn á einfaldan hátt. Þessi möguleiki getur verið heppilegur fyrir skóla þar sem er virk teymiskennsla.
Moli vikunnar: Námsmappan í Mentor er góð leið fyrir kennara til að deilda með nemendum og aðstandendum myndum af verkum eða vinnu nemenda sem unnin eru á skólatíma. Allt sem sett er í námsmöppu vistast innan kerfisins og er aðeins opið þeim einstaklingum eða hópum sem færslan beinist að. Kennarar geta ýmist hlaðið inn í námsmöppu í gegnum hvern og einn nemanda í vafra eða notað kennaraappið og hlaðið myndum þaðan á einstaklinga eða hópa.
Miðvikudagsmolinn: Námslotur eru góð leið til að hafa yfirsýn yfir skipulagið í námsgreininni. Með því að setja upp námslotu, tengja viðmið úr námskrám og síðan búa til verkefni inni í lotu sem tengd eru viðmiðum úr lotunni hefur kennarinn góða yfirsýn þegar að námsmatinu kemur. Oftast ná lotur yfir lengri tímabil eins og t.d. önn eða skólaár og verkefni safnast inn í lotur jafnt og þétt yfir tímabilið. Nánari leiðbeiningar um gerð námslotna er að finna í handbókinni inni í kerfinu (spurningamerkið í hægra horni). Kveðja, ráðgjafar Mentors
Nú í haust var sett inn námskrá í fjármálafræðslu fyrir unglingastig grunnskóla inn í Mentor kerfið sem öllum er frjálst […]
Við hjá InfoMentor höfum kynnt til sögunnar nokkrar nýjungar nú í skólabyrjun. Meðal nýjunga má nefna samþykktir í kerfinu en […]
Nú er skólaárið hafið og að mörgu er að hyggja shjá skólastjórendum, kennurum, nemendum og aðstandendum. Við hjá InfoMentor kynntum […]
Nú eru flestir grunnskólar almennt komnir í sumarfrí en þó eru stjórnendur hluti af starfsfólki enn við störf enda þarf […]
Næstu 3 daga verður símaþjónustan okkar lokuð vegna starfsdaga hjá InfoMentor. Við hverfum þó ekki af tölvupóstsvaktinni og fylgjumst með […]
Það er ánægjulegt að tilkynna að InfoMentor í Svíþjóð vann nýlega útboð um notkun InfoMentor kerfisins í Stokkhólmi og hefur […]
InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík
Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is
Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.