InfoMentor Logo
 • Einkenni

  Hæfnináms

  Skýr viðmið og leiðsagnarmat
  Hæfninám
 • Mentor kerfið fyrir

  Kennslu

  Skipulag, tímasparnaður og stuðningur við hæfninám
  Nánar um grunnskóla
 • Stuðlum að

  Árangri

  Aðgengi að gögnum, kennsla og einföld samskipti
  Námskeið
 • Auðveldar

  Samskipti

  Aukin samskipti tryggja ánægju og árangur
  Nánar um Leikskóla
Mentor kerfið auðveldar
kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið. InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

 

Nýjustu fréttir frá InfoMentor
Fréttir
Facebook
YouTube

Minnum á Fréttir í kerfinu - flottur samskiptamöguleiki :) Miðvikudagsmolinn í dag sýnir virknina á Fréttum og hvernig þær birtast aðstandendum og nemendum í Minn Mentor 😀

Miðvikudagsmolinn þessa vikuna fjallar um foreldraviðtölin í Mentor. Margir skólar eru einmitt í því ferli núna eða verða fljótlega. Nánari leiðbeiningar fyrir starfsmenn er að finna í handbókinni inn í kerfinu, spurningamerkið uppi í hægra horninu. Leiðbeiningar fyrir aðstandendur og nemendur er að finna á heimasíðunni okkar www.mentor.is undir flipanum Aðstoð.

Miðvikudagsmoli dagsins sýnir skráningu á heimavinnu, hvernig hún birtist skólanum og í Minn Mentor. Nánari leiðbeininar er að finna í handbókinni inn í kerfinu undir kaflanum; Handbækur og leiðbeiningar 😀

Miðvikudagsmolinn í dag sýnir hvernig NÝ DAGBÓK virkar. Auðvelt er að aðgangsstýra þ.e hverjir hafa aðgang að dagbókinni. Aðstandendur og nemendur geta séð færsluna á vefnum eða í appinu undir flísinni Mín Mappa ásamt því að fá tilkynningu. Nánari leiðbeiningar með nýju dagbókinn er að finna í handbókinni inn í kerfinu undir liðnum, handbækur og leiðbeiningar 😀

InfoMentor IS️ 1 mánuður ago

Miðvikudagsmoli dagsins sýnir hvernig aðstandendur geta skráð ástundun í gegnum Minn Mentor bæði í appi og í gegnum vefinn. Hver og einn skóli velur hvort það er opið fyrir að skrá veikindi fyrir daginn í dag og morgundaginn og einnig hvort hægt sé að skrá leyfi í einstaka kennslustundum. • Veldu flísina sem heitir Ástundun • Þá opnast möguleikinn að skrá ástundun. • Ef hakað er við daginn þ.e. efsta hakið þá er skráð veikindi fyrir heilan dag. • Ef hakað er við einstaka kennslustund t.d. 1-2 kennslustundir þá skráist það sem leyfi. Athugið að ef sækja á um leyfi fyrir heilan dag ber ávallt að hafa samband við skólann. Til að aðstandandi get skráð veikindi og leyfi þarf hann að vera inni á sínu svæði í Minn Mentor þ.e. innskráður á sinni kennitölu en ekki barnsins.

InfoMentor IS️ 1 mánuður ago

Miðvikudagsmolinn í dag er sérstaklega ætlaður aðstandendum í Mentor kerfinu og öðrum áhugasömum. Margir aðstandendur hafa lent í því að fá ekki tölvupóst frá öðrum aðstandendum í bekknum og/eða að fá ekki tilkynningar um t.d námsmat eða atburð sem skráður hefur verið í "Fréttir" af skólanum. Hver og einn þarf að leyfa að AÐRIR AÐSTANDENDUR í bekknum sjái upplýsingar um þá og opna í leiðinni fyrir að fá tölvupóst frá öðrum aðstandendum í bekk barnsins þeirra. Nánari útskýringar er varða þetta er að finna á heimasíðunni okkar https://www.infomentor.is/adstod/ undir liðnum Aðstoð. Þar eru handbækur fyrir nemendur og aðstandendur á íslensku og ensku. 😀

lesa meira
Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

© InfoMentor 2022
locklaptopearthmagnifiercrossmenuchevron-downarrow-right