InfoMentor Logo
Mentor kerfið auðveldar
kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið. InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

Nýjustu fréttir frá InfoMentor
Facebook
Fréttir
YouTube
InfoMentor Ísland️ 9 klukkustundir ago

Stjórnendur geta tekið námskrár úr birtingu og sýnum við virknina hér í mola dagsins. Námskrár sem teknar eru úr birtingu koma ekki upp þegar t.d kennari er að velja viðmið í námslotu og þegar hann er að meta í hópamatinu. Námskrárnar eru hins vegar alltaf til í kerfinu og allt námsmat sem skráð hefur verið er auðvelt að kalla fram t.d. í hæfnikortaskýrslunum. Námsmatið er ávallt sýnilegt á svæði nemenda og aðstandenda.

Moli vikunnar fjallar um hvernig senda má yfirlit yfir ástundun nemenda til aðstandenda með tölvupósti. Það er gert í nokkrum skrefum eins og sjá má í þessu myndbandi.

Moli vikunnar fjallar um tilkynningar. Margir aðstandendur hafa lent í því að fá ekki tölvupóst frá öðrum aðstandendum í bekknum og/eða að fá ekki tilkynningar um t.d námsmat eða atburð sem skráður hefur verið í "Fréttir" af skólanum. Hver og einn aðstandandi þarf að stilla hjá sér hvaða tilkynningar þeir vilja fá og hvaða upplýsingar eru sjáanlegar öðrum og opna í leiðinni fyrir að fá tölvupóst frá öðrum aðstandendum í bekk barnsins þeirra. Nánari útskýringar er varða þetta er að finna á heimasíðunni okkar https://www.infomentor.is/adstod/ undir liðnum Aðstoð. Þar eru handbækur fyrir nemendur og aðstandendur á íslensku, ensku og arabísku. 😀

Moli vikunnar fjallar um kennaraappið sem er einstaklega þægileg leið fyrir kennara að merkja við mætingu nemenda. Með því er einnig auðvelt að setja myndir og myndbönd inn í Námsmöppur nemenda eða sem sýnihorn með námsmati. Appið er aðgengilegt fyrir bæði Android og iOS stýrikerfi og heitir InfoMentor staff.

Miðvikudagsmolinn að þessu sinni snýr að verkefnum í MINN MENTOR - svæði nemenda. Verkefnaflísin er blá, á bak við hana eru verkefni sem lögð hafa verið fyrir nemendur. Nemandi smellir á Lokið/Skila inn þegar hann hefur lokið við verkefnið.

lesa meira
Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

InfoMentor Logo White
© InfoMentor
2023
locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right