app, starfsmannaapp

Leita

Fjölbreyttar skólalausnir InfoMentor

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið á leik, grunn- og framhaldsskólastigi. Við bjóðum upp fjölbreyttar skólalausnir eins og Völu kerfin fyrir leikskóla, frístund og fleira, Karellen fyrir leikskóla, Mentor kerfið fyrir grunnskóla og Innu kerfið fyrir framhaldsskóla. Skólakerfi InfoMentor eru í stöðugri þróun og unnið er að umbótum í samvinnu við notendur kerfanna. InfoMentor kerfið er notað í Svíþjóð á öllum skólastigum og er það eitt af fremstu skólakerfunum í þar í landi.

Skólalausnir InfoMentor eiga að styðja við faglegt starf í skólunum og auðvelda upplýsingaflæði milli heimila og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Kristianstad í Svíþjóð og skólalausnir InfoMentor eru notaðar af miklum fjölda kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Margir skólar eru farnir að nýta sér möguleikan á rafrænum leyfisbeiðnum. Þessi viðbót auðveldar aðstandendum að óska eftir leyfi, til lengri tíma, fyrir barnið sitt rafrænt. Þegar skólinn hefur samþykkt beiðnina sjá aðstandendur það á Minn Mentor. Allar beiðnir og samþykktar umsóknir eru svo geymdar rafrænt bæði á svæði aðstandenda og innan skólans. Skólar sem áhuga hafa á að bæta þessari einingu við kerfið geta haft samband við raðgjafa okkar með því að senda póst á radgjafar@infomentor.is.

Moli vikunnar er ætlaður aðstandendum. Kennitala aðstandanda er ávallt notendanafn inn í kerfið, ekki kennitala barns. Ef aðstandandi er að fara inn á kennitölu barns þá er ekki hægt að bóka foreldraviðtöl né skrá veikindi/leyfi. Viðtalsflísin birtist á Minn Mentor þegar skóli hefur opnað fyrir skráningu í viðtöl, annars sést hún ekki. Ef lykilorð er gleymt þá er hægt að óska eftir nýju lykilorði á innskráningarsíðu InfoMentor. 💜

Boðið er upp á fjarkynningu á nýjungum í InfoMentor kerfinu fimmtudaginn 30. janúar kl. 14:30-15:00 öllum að kostnaðarlausu. Meðal þess sem verður kynnt: 🟣 Viðtalseining þar sem aðstandendur og nemendur geta verið virkir í undirbúningi. Þessi eining getur nýst vel fyrir foreldraviðtöl eða önnur viðtöl eða fundi sem tengjast nemendum. 🟣 Útlitsbreytingar á appi. 🟣 Einhverjar litlar breytingar hér og þar til dæmis í fréttum. Áhugasamir þurfa að skrá sig hér https://www.infomentor.is/fraedsla/fjarkynningar/ og fá sendan Teams fundarhlekk þegar nær dregur. 🤓

Á næstu vikum bjóða margir skólar upp á viðtalsdaga og við bendum þeim sem setja upp viðtöl í Mentor kerfinu að kynna sér leiðbeiningar sem eru í handbókinni (spurningarmerkið í hægra horninu). Gott er að hafa í huga að gefa aðstandendum nokkra daga til að bóka tíma ásamt því að loka fyrir skráningar a.m.k. einum degi áður en að viðtöl fara fram. Einnig er mikilvægt að stilla hvaða dag bókunarkerfið opnast hjá aðstandendum en þann dag birtist viðtalsflísin hjá þeim á Minn Mentor. Gangi ykkur sem allra best! 😃

Vegna viðhaldsvinnu á tækniumhverfinu okkar verður InfoMentor, vefkerfi og app, óaðgengileg frá kl. 20:00, fimmtudaginn 9. janúar. Áætlað er að vinnan taki um það bil 2 klukkustundir. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. ⚙📱🖥🤓

Um þessar mundir eru margir skólar að leggja fyrir námsmat til að meta færni nemenda. Moli vikunnar er því upprifjun á hvernig hægt er að vinna námsmat í gegnum hæfnikort, námslotur, hópamat og einstaklingsmat. Aðstandendur og nemendur sjá matið á sínu svæði í Minn Mentor undir flísinni Námsmat.

fleiri facebook færslur
jólakveðja

Gleðileg jól!

  Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla! Njótið tímans sem allra best. Í ár rennur jólastyrkurinn okkar til Píeta […]

sameining

InfoMentor og skólalausnir Advania sameinast

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum […]

Skólabyrjun

Nýtt skólaár

Nú er nýtt skólaár að hefjast í skólum landsins og að mörgu er að huga þegar kemur að skólastarfinu. Á […]

sumar

Fréttir í lok skólaárs

Þá er komið að lokum skólaársins í grunnskólum, nemendur hafa verið útskrifaðir og sumarleyfin framundan. Við hjá InfoMentor þökkum viðskiptavinum […]

uppfærsla

Kerfisuppfærsla 9. maí

Fimmtudaginn 9. maí, sem er almennur frídagur, verður unnið að kerfisuppfærslu í Mentorkerfinu. Þann dag verður kerfið með öllu óaðgengilegt […]

gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar!

Þá er að koma sumar og sólin að láta á sér kræla! Við hjá InfoMentor óskum viðskiptavinum og öllum notendum […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down