app, starfsmannaapp

Leita

Mentor kerfið auðveldar kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið.

InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Í mola vikunnar viljum við láta viðskiptavini okkar vita að unnið er að því að laga tilkynningar í appinu. Bilunin felst í því að tilkynningar eru ekki að berast með appinu til notenda sem eru með Android stýrikerfið. Stefnt er að því að þetta verði komið í lag í lok mánaðarins og biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur skapað. 📱⚙️🛎🧐

Moli vikunnar! Nú er sá árstími genginn í garð að skólastjórnendur þurfa að skila hagstofuskýrslu. Ítarlegar leiðbeiningar hafa verið sendar til stjórnenda en þær eru einnig að finna inni í kerfinu okkar undir hjálpinni - handbækur/leiðbeiningar.

Miðvikudagsmoli vikunnar sýnir skráningu á heimavinnu, hvernig hún birtist kennurum en einnig aðstandendum og nemendum í Minn Mentor. Nánari leiðbeiningar er að finna í hjálpinni inn í kerfinu undir kaflanum; Handbækur og leiðbeiningar.😃

Moli vikunnar! Við viljum benda skólum á að fréttir innan kerfisins er mjög góð leið til að deila upplýsingum með aðstandendum. Fréttir henta vel fyrir vikupósta, almennar upplýsingar frá skólanum t.d. varðandi skipulagsdaga eða uppbrotsdaga og fleira. Aðstandendur og nemendur hafa góða yfirsýn yfir virkar fréttir og eiga auðvelt með að sía og leita eftir fréttum. Fréttir birtast undir flísinni sem kallast upplýsingaveita og notendur fá tilkynningu um að ný frétt sé komin inn. Ef þið hafið ekki prófað að nota fréttir áður þá mælum við eindregið með því. 🤩

Á næstu vikum bjóða margir skólar upp á viðtalsdaga og við bendum þeim sem setja upp viðtöl í Mentor kerfinu að kynna sér leiðbeiningar sem eru í handbókinni (spurningarmerkið í hægra horninu). Gott er að hafa í huga að gefa aðstandendum nokkra daga til að bóka tíma ásamt því að loka fyrir skráningar a.m.k. einum degi áður en að viðtöl fara fram. Einnig er mikilvægt að stilla hvaða dag bókunarkerfið opnast hjá aðstandendum en þann dag birtist viðtalsflísin hjá þeim á Minn Mentor. Gangi ykkur sem allra best! 😃

Þar sem við þurftum því miður að fresta fjarkynningunni okkar varðandi nýjungar í Mentor grunnskólakerfinu þá er enn tækifæri fyrir ykkur hin að taka þátt. 😃 Þeir sem voru þegar skráðir hafa fengið tölvupóst og þurfa ekki að að skrá sig aftur. Fjarkynningin verður fimmtudaginn 19. september kl. 14.00 - 14.30. Meðal nýjunga sem verða kynntar er: - Viðtalseining þar sem aðstandendur og nemendur geta verið virkir í undirbúningi. Þessi eining getur nýst vel fyrir foreldraviðtöl eða önnur viðtöl eða fundir sem tengjast nemendum. - Sniðmát/form sem ætlað er fyrir nemendur sem eru með að einhverju leyti með aðlagað námsefni hvort sem það er í skemmri tíma eða lengri. - Farið yfir litlar breytingar sem hafa verið gerðar hér og þar í kerfinu.

fleiri facebook færslur
sameining

InfoMentor og skólalausnir Advania sameinast

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum […]

Skólabyrjun

Nýtt skólaár

Nú er nýtt skólaár að hefjast í skólum landsins og að mörgu er að huga þegar kemur að skólastarfinu. Á […]

sumar

Fréttir í lok skólaárs

Þá er komið að lokum skólaársins í grunnskólum, nemendur hafa verið útskrifaðir og sumarleyfin framundan. Við hjá InfoMentor þökkum viðskiptavinum […]

uppfærsla

Kerfisuppfærsla 9. maí

Fimmtudaginn 9. maí, sem er almennur frídagur, verður unnið að kerfisuppfærslu í Mentorkerfinu. Þann dag verður kerfið með öllu óaðgengilegt […]

gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar!

Þá er að koma sumar og sólin að láta á sér kræla! Við hjá InfoMentor óskum viðskiptavinum og öllum notendum […]

Vorverkin í Mentor kerfinu og kynningar framundan

Við hjá InfoMentor höfum sent þeim skólum sem nota InfoMentor kerfið leiðbeiningar varðandi hvað þarf að gera í kerfinu til […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down