InfoMentor Logo
Mentor kerfið auðveldar
kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið. InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

Nýjustu fréttir frá InfoMentor
Facebook
Fréttir
YouTube

Moli vikunnar er ætlaður aðstandendum og nemendum í kerfinu. Margir eru núna að fara inn á Minn Mentor svæði nemenda og aðstandenda og þar er flís sem heitir Námsmat sem birtir námsmat frá skólanum. Á vorin er algengt að skólar LOKI tímabundið fyrir birtingu námsmats en OPNA það aftur eftir að kennara hafa lokið við að skrá lokamat í námsgreinum. Þannig að ef þú sem nemandi eða aðstandandi getur EKKI opnað námsmatsflísina þá er þetta skýringin :-) En ekki örvænta skólarnir munu opna á námsmatið þegar allir eru tilbúnir. Njótið dagins!👍

Miðvikudagsmolinn er mættur! Nú eru flestir að vinna við að skrá námsmat fyrir vorið. Við viljum minna á að í handbókinni innan kerfisins er að finna leiðbeiningar bæði hvað varðar vitnisburð og útskrift 10. bekkinga ásamt vitnisburðarblöðum fyrir aðra árganga sem skólinn getur sett upp. Starfsfólk skóla sem er innskráð í Mentor kerfið nálgast handbækur og leiðbeiningar með því að smella á spurningamerkið efst í hægra horninu. Gangi ykkur sem allra best!

Næstu 3 daga verður símaþjónustan hjá InfoMentor lokuð en við munum svara tölvupóstum sem berast eins fljótt og auðið er. Jafnframt minnum við á handbókina í Mentorkerfinu, aðstoðina sem er á heimasíðunni og Karellen hjálpina á hjalp.karellen.is

Það er ánægjulegt að tilkynna að InfoMentor í Svíþjóð vann nýlega útboð um notkun InfoMentor kerfisins fyrir grunnskóla í Stokkhólmi. Grunnskólar í Stokkhólmi munu hefja notkun kerfisins haustið 2024 að loknum undirbúningi og innleiðingu. Við bjóðum Stokkhólm velkominn í InfoMentor hópinn í Svíþjóð og Íslandi. Á Íslandi þá fögnum við einnig þeim sem vilja bætast í okkar góða hóp en nú er í undirbúningi að taka við tveimur skólum í haust til viðbótar við þá sem fyrir eru.

Moli vikunnar fjallar um birtingu námsmats enda margir skólar farnir að huga að því. Við viljum minna á að skólar geta stýrt birtingu námsmats. Skólastjórnendur geta farið í stillingar og valið að taka úr birtingu allar námskrár og verkefni eða setja í birtingu. Þeir geta einnig valið einstaka námskrár þar sem námsmat á ekki að vera í birtingu án þess að námsmat í öllum námskrám skólans sé tekið úr birtingu. Kennarar hafa stjórn á birtingu námsmats í námslotum (opið auga/lokað auga) og ef skólastjórnendur hafa valið möguleikann að leyfa kennurum að stýra birtingu námskráa sjálfir þá geta þeir einnig notað augað í námsmatinu þar.

InfoMentor IS️ 1 mánuður ago

lesa meira
Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

InfoMentor Logo White
© InfoMentor
2023
locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right