app, starfsmannaapp

Leita

Aðrar Einingar

App fyrir heimilin

InfoMentor býður upp á app fyrir heimilin sem bæði nemendur og aðstandendur geta nýtt sér. Appið er að finna á App store og Google Play store fyrir iOS og Android stýrikerfi. Með appinu er geta aðstandendur skráð fjarveru, bókað foreldraviðtöl og fylgst með námi barnanna. Nemendur geta fylgst með heimanámi, námsmati, ástundun og fleiru.

IM Logo purple face, white background

App fyrir kennara

App fyrir kennara má finna á App store og Google Play store fyrir iOS eða Android stýrikerfi. Kennaraappið býður upp á 2 möguleika eins og er en það eru ástundunarskráningar og að flytja myndefni í námsmöppu nemenda.

Asc Timetables og valgreinar.is – innlestur

Ef skólinn notar Asc Timetables forritið (er með áskrift ekki ókeypis útgáfan) til að búa til stundatöflur þá er hægt að óska eftir að InfoMentor opni á innlestur á stundatöflunni fyrir skólann. Einnig bjóðum við upp á að aðstoða við að lesa inn valgreinar frá forritinu valgreinar.is. Ef þú vilt kynna þér málið þá hefur þú samband með því að senda tölvupóst á radgjafar@infomentor.is

leyfi

Leyfisbeiðnir

InfoMentor býður upp á viðbótareiningu við kerfið fyrir rafrænar leyfisbeiðnir. Með rafrænum leyfisbeiðnum geta aðstandendur sótt um lengri leyfi á rafrænan hátt og skólinn samþykkt sín megin. Allar leyfisbeiðnir vistast í kerfinu og eru aðgengilegar hjá skólanum og á svæði aðstandenda.

Samþætting Google

InfoMentor býður upp á samþættingu við Google sem gefur notendum möguleikann á Single-sign-on, að nálgast tölvupóst frá InfoMentor kerfinu, dagatalsfærslur úr Google flytjast í dagatal í InfoMentor og notendur geta sótt skjöl í Google drif. Einnig er hægt að sækja Google Classroom viðbót sem gefur flýtileiðir inn á námsmat í InofMentor kerfinu. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar þá getur þú sent okkur póst á radgjafar@infomentor.is

O365 samþætting

Samþætting O365

InfoMentor býður upp samþættingu við O365 en samþættingin gefur notendum tækifæri til að nota single-sign-on, nálgast gögn á O365 drifi og fleira. Ef þú vilt nánari upplýsingar þá hefur þú samband við okkur með tölvupósti í radgjafar@infomentor.is

Mobile phone displaying consent screen

Samþykki

Nú geta skólar óskað eftir að taka upp viðbót sem kallast rafræn samþykki en þá geta skólar sett upp ýmis konar samþykkisform og sent á aðstandendur í völdum bekkjum til samþykktar. Samþykkin varðveitast á svæði skólans sem og á svæði aðstandenda og dregur úr ónauðsynlegri pappírsnotkun.

hafðu samand þjónustuver

SMS

InfoMentor kerfið býður upp á að skólar geti sent SMS til ólíkra notendahópa. Þeir skólar sem óska eftir að kynna sér betur SMS möguleikann geta haft samband við ráðgjafa okkar í netfangið radgjafar@infomentor.is

staðlar tölva

Sveitarfélagskerfi og vefþjónustur

InfoMentor býður upp á sveitarfélagskerfi sem veitir aðgang að ýmsum grunnupplýsingum frá skólum sem nota InfoMentor kerfið. Einnig býður InfoMentor upp á vefþjónustur m.a. til að tengja við umsóknarvef sveitarfélaga og fleira. Til að fá frekari upplýsingar má senda fyrirspurn á radgjafar@infomentor.is

lockmagnifiercrosschevron-down