InfoMentor Logo

Kennarar, tölvunarfræðingar,
hönnuðir, foreldrar og hugsjónafólk!

Stór hluti starfsmanna okkar hefur menntun í kennslu, nær allir eru foreldrar og öllum er umhugað um faglegt skólastarf. Okkar hlutverk er að styðja kennara í þeirra starfi og um leið veita nemendum tækifæri til að hámarka sína hæfni. Þið getið lesið meira um okkar starfsmenn með því að smella á plúsinn við hverja mynd. Við látum gamlar skólamyndir einnig fylgja með en það er til að minna okkur á hve stutt er síðan við sátum sjálf á skólabekk og hvað margt hefur breyst síðan þá.

Sérfræðiráðgjöf, sala og þjónusta

Andrea Gunnarsdóttir

Sérfræðiráðgjöf og þjónusta

Andrea lauk B.Ed prófi frá KHÍ og bætti síðan við sig diploma gráðu í mannauðsstjórnun. Hún á að baki margra ára reynslu sem kennari bæði á Akureyri og í Mosfellsbæ. Hún æfir blak með starfsmönnum Landspítalans þrátt fyrir að vera búin að fara í aðgerð á báðum öxlum. Það er fátt sem stoppar hana þegar hún er komin af stað.

Sími: 520 5310
Netfang: andrea@infomentor.is

Brynja Baldursdóttir

Managing director - framkvæmdastjóri

Brynja er menntaður kennari frá KHÍ og er auk þess með MA gráðu í Alþjóðasamskiptum. Hún starfaði í um 20 ár við kennslu og stjórnun í grunnskóla áður en hún gekk til liðs við InfoMentor 2018.

Brynja hefur fjölbreytt áhugamál, nýtur þess að ferðast sem mest og kynnast menningu annarra þjóða. Hún slakar á við að elda góðan mat og prjóna. Hún er gift og á tvö uppkomin börn.

Sími: 520 5310
Netfang: brynja@infomentor.is

Hanna Lára Gylfadóttir

Fjármál og bókhald

Hanna er með BS og MACC gráðu frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og hefur starfað við bókhald og fjármál í mörg ár. Hún er einnig með BS í hjúkrunarfræði og diplómu í kennslufræðum. Hanna hefur brennandi áhuga á útivist og smíðum.

Sími: 520 5310
Netfang: hanna@infomentor.is

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Vörustjóri og sérfræðiráðgjöf
Hrafnhildur er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði og diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Hún hefur áratuga reynslu af störfum í upplýsingatækni. Hún hefur óbilandi áhuga á ferðalögum, er fædd og uppalin í Reykjavík, en hefur búið í fjórum löndum og á Húsavík. Henni finnst sérstaklega gaman að koma á nýja staði og kynnast ólíkri menningu. Umhverfisvernd og heilsuvernd eru meðal hugðarefna hennar. Hrafnhildur stundar hlaup, hjólreiðar, jóga og göngur. Hún hefur gaman að listum, eldamennsku, að prjóna og ráða ýmiss konar gátur. Frítímann notar hún með fjölskyldu og vinum og þá sérstaklega finnst henni gaman að leika við barnabörnin tvö.

Sími: 520 5310
Netfang: hrafnhildur@infomentor.is

Klas Lilja

Forstjóri (CEO)

Klas er menntaður kennari og vann við kennslu í 7 ár ásamt því að vera ráðgjafi í skólum varðandi kennsluforrit og fleira. Að auki er hann menntaður í stjórnun og stefnumótun. Á síðustu árum hafa augu Klas opnast fyrir golfi og því nýtir hann hvert tækifæri sem gefst til að sinna því.

Þorkell Cyrusson

Sérfræðiráðgjöf og þjónusta
Þorkell (Keli) hefur lokið B.Ed prófi frá KHÍ og Diploma gráðu í stjórnun skólastofnanna. Hann á að baki margra ára reynslu sem grunnskólakennari og aðstoðarskólastjóri bæði í Snæfellsbæ og Dalabyggð. Áhugamál Þorkels er margvísleg en tónlistinn á hug hans allan og spilar hann á gítar og syngur bæði heima við og opinberlega. Þorkell hefur verið starfandi í hljómsveitum til margra ára og gerir enn. Einnig er hann félagi í Lionshreyfingunni og hefur gegnt mörgum embættisstörfum fyrir hana. Keli er fjölskyldumaður á tvö uppkomin börn, einn afastrák sem hann eyðir miklum tíma með og annar er á leiðinni.

Sími: 520 5310
Netfang: keli@infomentor.is

Hugbúnaðarþróun

Andrew Kerrison

Backend utvecklare

Andrew's Bio...

Dan Hunt

Operations

Dan's Bio...

Daryl Fensom

UI/UX Hugbúnaðarþróun

Daryl's Bio...

Jon Lee-White

Hugbúnaðarþróun

Jon er viðmótshönnuður hefur gífurlegan áhuga á því að gera hluti sem einfaldasta fyrir notendur InfoMentors. Hann er mikiil hjólreiðamaður og hjólar sem ofast um allar þær fjölmörgu hjólreiðabrautir sem finnast í Exeter. Hann er mikill dýravinur en hundar skora hæst hjá honum auk þess sem hann nýtur þess að stökkva úr mikilli hæð (ávallt í fallhlíf).

Nick Pring

Hugbúnaðarþróun

Nick lærði margmiðlun við Háskólann í Plymouth og hefur yfir 17 ára reynslu í vefhönnun og þróun. Í frístundum tekur hann upp á ýmsu eins og t.d. tréskurði og hönnun á umhverfi og ef tími gefst til eru göngutúrar í Dartmoor kærkomnir.

Peter Callaghan

Þróunarstjóri

Pete er menntaður bæði sem stærðfræðingur og tölvunarfræðingur og hefur hann yfir 30 ára reynslu í hugbúnaðarþróun. Pete er ákafur áhugamaður um klettaklifur og nýtur þess að stunda útivist ásamt fjölskyldu sinni.

Phil Calvert

Hugbúnaðarþróun

Phil er hugbúnaðarverkfræðingur með yfir 25 ára reynslu af hönnun hugbúnaðar á fjölbreyttu sviði en einkum þó helst við hönnun hugbúnaðar fyrir menntakerfi og bifreiðar.

Í frítíma sínum nýtur Phil þess að sigla á paddle bretti, njóta tónlistar, lista og hönnunar ásamt því að láta yndislegu börnin sín þrjú kvelja sig.

Richard Hunn

Prófari

Nach seiner Ausbildung hat Richard sofort in der IT Welt angefangen, zuerst ganz unten als Praktikant und hat sich dann hochgearbeitet. In 35 Jahren in der Branche hat er seinen Platz als Tester gefunden und hat darin auch schon für die unterschiedlichsten Branchen gearbeitet. Wenn er nicht arbeitet, verbringt er die meiste Zeit damit, Taschen für seine Frau zu tragen.

Sheryl Wotton

Gæðastjóri

Sheryl leggur allan sinn metnað í gæða- og þróunarstarf fyrirtæksins í Bretlandi. Í frítíma sínum nýtur hún þess að hjóla og ganga ásamt því að sækja bjórhátíðir.

Tim Groombridge

Prófari

Tim hefur mikla reynslu af gæðastýringu og hefur m.a. verið að prófa landfræðileg upplýsingakerfi og kerfi tengd tryggingastarfsemi. Áhugamál hans eru skapandi skrif og uppgötvun nýrrar tónlistar. Hann er virkur hjólreiðamaður sem réttlætir mikla ástríðu hans á góðum mat og víni.

Tony Booth

Hugbúnaðarþróun

Tony lauk námi í forritun og hefur mikla reynslu af ýmis konar viðskipta- og menntunarhugbúnaði. Að auki hefur hann mikinn skilning á þörfum skólanna þar sem hann starfaði áður sem skólastjóri. Hann er faðir tveggja barna, kennir forritun og elskar Nordic Noir.

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

© InfoMentor 2022
locklaptopearthmagnifiercrossmenuchevron-downarrow-rightplus-circle