app, starfsmannaapp

Leita

Samþætting við Google eða O365

Samþætting bæði við Google og Office 365 er nú í boði fyrir þá sem nýta sér InfoMentor kerfið.

Þar gefst tækifæri til að samþætta við InfoMentor dagatalið, One Drive, Google Drive, tölvupóst og single-sign-on en það felur í sér að notandi þarf eingöngu að skrá sig inn einu sinni og hefur þá aðgang bæði að InfoMentor og Google eða Office 365.

Einnig er hægt að sækja viðbót sem tengir Google Classroom við InfoMentor kerfið.

aðrar lausnir

Samþætting við Google og Google classroom

Nú geta skólar sem hafa samþætt InfoMentor og Google nýtt sér Google classroom í gegnum Chrome viðbætur. Þessi nýjung nýtist þeim kennurum vel sem vilja nýta sem best þá eiginlega sem gefast í Google classroom og InfoMentor . Kennarar tengja Google classroom við námsloturnar sínar í InfoMentor og skrá síðan viðmið úr lotum við verkefnin í Google classroom. Þannig fá þeir tenginguna og geta með einföldum hætti metið árangur nemenda.

Ef skólinn ákveður að samþætta Google við InfoMentor býðst nemendum og kennurum eftirfarandi möguleikar:

  • Ein innskráning og aðgangur að bæði InfoMentor og Google (single sign-on)
  • Dagatal í Google og Mentor samþættast.
  • Skóla gmail verður aðgengilegt innan Mentor kerfisins.
  • Hýsing í Drive þar sem mögulegt er að deila efni úr námslotum og verkefnum.
  • Kennarar geta tengt námslotur í Mentor við Google classroom og metið nemendur í Mentorkerfinu.

Samþætting við O365

Ef skólinn ákveður að samþætta Office 365 við InfoMentor býðst nemendum og kennurum eftirfarandi möguleikar:

  • Ein innskráning og aðgangur að bæði InfoMentor og O365 (single sign-on)
  • Dagatal þar sem upplýsingar flytjast á milli og skiptir þá engu á hvorum staðnum þær eru skráðar
  • Tölvupóstur
  • Hýsing í OneDrive þar sem mögulegt er að deila efni úr námslotum og verkefnum
Earth doodle
Crown doodle

Viltu kynna þér samþættinguna frekar?

Vinsamlegast hafðu samband við ráðgjafa Mentors með því að hringja í síma 520 5310 eða senda tölvupóst á radgjafar@infomentor.is til að fá frekari upplýsingar.

samþætting
lockmagnifiercrosschevron-down