app, starfsmannaapp

Leita

Viðmiðin eru alltaf skýr

InfoMentor kerfið er hannað til að auðvelda skólum að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla.

Í hæfninámi eru hæfniviðmið veigamikill þáttur, en þau eru lýsing á þeirri hæfni sem nemendur eiga að stefna að í námi. Hæfnikortin í InfoMentor innihalda hæfniviðmiðin fyrir hverja námsgrein og hvern árgang. Hæfnikortaskýrslur eru aðgengilegar á svæði aðstandenda og nemenda.

Kennarar setja fram hvaða hæfniviðmið unnið er með hverju sinni og tengir þau við námslotur og síðan við verkefni innan námslotna.

Primary School boy with backpack and crown

Nemendur hafa aðgang að sínum námslotum kjósi kennari að nota námslotur til að halda utan um skipulag námsins. Í framhaldi metur kennari árangur nemenda og þar með gefst einstakt tækifæri til að upplýsa og virkja nemendur til þátttöku í eigin námi.

Samhliða þessu gefst kennurum tækifæri á að efla samstarf sitt því þeir geta miðlað efni, afritað og endurnýtt og sparað þannig mikla vinnu og tíma.

Einföld og skýr uppsetning hjá kennaranum

Námslotur í InfoMentor halda utan um kennsluna. Kennarar búa sér til lotur í hverju fagi eða þvert á námsgreinar þar sem þeir tengja hæfniviðmið, matsviðmið, námsmarkmið, verkefni og námsefni sem taka á fyrir.

Í framhaldinu geta þeir metið þessa þætti og kallað fram hæfnikort nemenda sem gefur skýra sýn á stöðu nemandans hverju sinni. Vinna kennarans verður einfaldari, námsmatið verður áreiðanlegra og nemendur fá skýrari upplýsingar um eiginn árangur og hvar þeir geta bætt sig.

Um fleiri möguleika er að ræða í kerfinu sem miða að samstarfi og samskiptum.

Compass doodle

Samþætting við Google og O365

Mögulegt er að samþætta gögn frá InfoMentor og Google eða O365. Með einni innskráningu fá kennarar aðgang að tölvupóstinum sínum, dagatalinu og drifinu þar sem þeir geta geymt öll gögn sem þeir eru að nota á InfoMentor. Vinnan verður einfaldari og tekur minni tíma.

Nánar um samþættingu

Af hverju InfoMentor?

  • Vefur og öpp fyrir aðstandendur/nemendur og starfsmenn
  • Helstu grunnupplýsingar á einum stað
  • Fjölbreyttar samskiptaleiðir milli skóla og heimila
  • Námskrár í kerfinu og mismunandi leiðir í námsmati
  • Ástundun, dagatal og heimavinnuskráningar
  • Rafrænar leyfisbeiðnir og rafræn samþykkisform
  • Vitnisburðarskírteini, skýrslur og útflutningur gagna
  • Stundatöflur
  • Rafrænar viðtalsbókanir aðstandenda
  • Samþætting við Google og Google Classroom
  • Samþætting vð O365/Teams, stundatöflugerðarforrit og valgreinakerfi
  • Samætting við sveitarfélagsgáttir
  • Þjónustuver notendum að kostnarlausu
Dancing schoolboy wearing sunglasses and rucksack
lockmagnifiercrosschevron-down