app, starfsmannaapp

Leita

Fjarnámskeið spara bæði tíma og kostnað

Við hjá InfoMentor bjóðum upp á fjölbreytt fjarnámskeið og kynningar. Námskeið eru ýmist stöðluð námskeið þar sem lögð er áhersla á ákveðna þætti innan kerfisins eða námskeið sem eru sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins.

Námskeiðin eru ávallt auglýst hér á heimasíðunni en einnig er hægt að fylla út formið hér að neðan óski skólastjórnendur eftir námskeiði fyrir sína stofnun.

Við vekjum athygli á því að skráning á bæði námskeið fyrir InfoMentor og Karellen kerfin eru hér á sama stað.

 

námskeið hópur

Styttri fjarnámskeið

InfoMentor býður upp á nokkur klukkustundar fjarnámskeið sem  henta notendum sem vilja læra betur á ákveðna þætti innan kerfisins með það að markmiði að nýta kerfið til fullnustu.

Á öllum fjarnámskeiðum þá fá þátttakendur að taka virkan þátt og spyrja spurninga. Það er alltaf nauðsynlegt að skrá þátttöku með því að skrá sig á námskeiðið en þátttakendur fá sendan Teams hlekk áður en að námskeiðið hefst. Námskeið er ekki haldið nema við náum ákveðnum fjölda þátttakenda en við reynum að miða við að ná 5 eða fleiri þátttakendum á hvert námskeið.

Dæmi um námskeið:

  1. Námskeið í vefumsjón, hentar best þeim sem starfa mikið í vefkerfi Karellen eins og t.d. skólastjórnendur og deildarstjórar.
  2. Heimasíðunámskeið, hentar best þeim innan skólanna sem bera ábyrgð á heimasíðunni og setja inn uppfærslur og annað slíkt.
  3. App námskeið, hentar öllum þeim sem nota Karellen appið dags daglega í starfi.
  4. Sérsniðið námskeið fyri leikskólann þinn. Vinsamlegast hafðu samband og við sníðum námskeið að ykkar þörfum. Sendu póst á info@karellen.is

Dæmi um fjarnámskeið:

  1. Nýir kennarar, stutt upprifjun fyrir nýja kennara og þá sem vilja rifja upp grundvallarþætti í kerfinu ( 1 klst, verð 15.500 krónur)
  2. Vitnisburður, námskeið fyrir þá sem sjá um að setja upp vitnisburðarskírteini innan skólans. Hentar bæði þeim sem hafa ekki gert þetta áður eða þurfa að rifja upp. (1 klst., verð 15.500 krónur)
  3. Stundatöflugerð, námskeið sem er sniðið að þeim sem sjá um stundatöflugerð í skólanum og hafa ekki gert það áður eða vilja rifja upp. (1 klst, verð 15.500 krónur)
  4. Námslotur og verkefni, námskeið þar sem farið sérstaklega í gerð námslotna og verkefna og tengingu við hæfniviðmið í námskrám. (1,5-2 klst, verð 20.500 krónur)
  5. Sérfræðinganámskeið, námskeiðið er ætlað þeim sem t.d. sjá um Mentor mál innan skólans og verða tengiliðir skólans við InfoMentor. Sérfærðinganámskeiðin eru yfirgripsmikil námskeið sem skipt er í 2- 3 hluta og eru ýmis 8 eða 12 klst. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um sérfræðinganámskeiðin er best að hafa samband við ráðgjafa með því að senda póst á radgjafar@infomentor.is
  6. Námskrárnámskeið er ætlað þeim sem sjá um að gera námskrár í skólunum, bæði almennar skólanámskrár sem og einstaklingsnámskrár. (ca 1-2 klst. 15.500-20.500)
  7. Kerifsstjóranámskeið, er námskeið sen hentar riturm og skrifstofustjórum sem og nýjum skólastjórnendum mjög vel. Farið er í allan stjórnendahlutann í kerfinu ásamt þeim þáttum kerfisins sem henta þessum notendahópum sérstaklega.(3 klst, verð 26.000 krónur)
  8. Sérsniðin námskeið. Hafðu samband og við setjum saman námskeið sem hentar þínum þörfum, radgjafar@infomentor.is.

Hefur þú áhuga á einhverju af fjarnámskeiðunum?

Fylltu inn formið hér að neðan og þú færð senda fjarfundahlekk áður en að námskeiðið er haldið.

    lockmagnifiercrosschevron-downplus-circle