app, starfsmannaapp

Leita

Fjölbreyttar skólalausnir InfoMentor

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið á leik, grunn- og framhaldsskólastigi. Við bjóðum upp fjölbreyttar skólalausnir eins og Völu kerfin fyrir leikskóla, frístund og fleira, Karellen fyrir leikskóla, Mentor kerfið fyrir grunnskóla og Innu kerfið fyrir framhaldsskóla. Skólakerfi InfoMentor eru í stöðugri þróun og unnið er að umbótum í samvinnu við notendur kerfanna. InfoMentor kerfið er notað í Svíþjóð á öllum skólastigum og er það eitt af fremstu skólakerfunum í þar í landi.

Skólalausnir InfoMentor eiga að styðja við faglegt starf í skólunum og auðvelda upplýsingaflæði milli heimila og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Kristianstad í Svíþjóð og skólalausnir InfoMentor eru notaðar af miklum fjölda kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Við minnum á kerfisstjóranámskeið sem verður haldið á morgun en það er fjarnámskeið fyrir stjórnendur, skrifstofustjóra, ritara og þá sem sjá um Mentorkerfið innan hvers skóla. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu InfoMentor undir flipanum fræðsla. Þar má einnig finna upplýsingar um námskeið í stundatöflugerð sem verður haldið þann 29. apríl næstkomandi.

Í mola vikunnar minnum við á svokallað kerfisstjóranámskeið sem haldið verður í næstu viku, þann 10. apríl. Á þessu námskeiði er farið yfir allar almennar skráningar, uppsetningu á nýju skólaári, nýju hópatré, skráningu á stundatöflum og gerð vitnisburðarskírteina. Námskeiðið er tilvalið fyrir stjórnendur, skrifstofustjóra, ritara og þá sem sjá um Mentorkerfið innan hvers skóla. Námskeiðið er fjarnámskeið. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu InfoMentor undir flipanum fræðsla.

Framundan eru tvö námskeið varðandi kerfið. Það fyrra er kerfisstjóranámskeið sem haldið verður þann 10. apríl, hentugt fyrir þá aðila sem vinna einna mest í kerfinu, sem og ritara og skrifstofustjóra, og hið seinna er stundatöflunámskeið haldið þann 29. apríl. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og skrá sig á heimasíðu InfoMentor eða í meðfylgjandi hlekk: https://www.infomentor.is/fraedsla/

Í mola vikunnar minnum við á að í kerfinu getur starfsfólk skólanna nálgast fjölbreyttar skýrslur t.d. varðandi ástundun nemenda, hæfnikortaskýrslur til að skoða námsstöðu og skýrslu fyrir stöðu námsmats í námslotum. Þá er einnig hægt að sækja ýmis grunngögn til útflutnings í Excel.

fleiri facebook færslur
Sumarkveðja

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk InfoMentor óskar viðskiptavinum og notendum Innu, Karellen, Mentor og Völu gleðilegs sumars!

páskakveðja

Gleðilega páska!

Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum og notendum Innu, Mentor, Karellen og Völu gleðilegra páska!

jólakveðja

Gleðileg jól!

  Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla! Njótið tímans sem allra best. Í ár rennur jólastyrkurinn okkar til Píeta […]

sameining

InfoMentor og skólalausnir Advania sameinast

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum […]

Skólabyrjun

Nýtt skólaár

Nú er nýtt skólaár að hefjast í skólum landsins og að mörgu er að huga þegar kemur að skólastarfinu. Á […]

sumar

Fréttir í lok skólaárs

Þá er komið að lokum skólaársins í grunnskólum, nemendur hafa verið útskrifaðir og sumarleyfin framundan. Við hjá InfoMentor þökkum viðskiptavinum […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down