app, starfsmannaapp

Leita

Fjölbreyttar skólalausnir InfoMentor

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið á leik, grunn- og framhaldsskólastigi. Við bjóðum upp fjölbreyttar skólalausnir eins og Völu kerfin fyrir leikskóla, frístund og fleira, Karellen fyrir leikskóla, Mentor kerfið fyrir grunnskóla og Innu kerfið fyrir framhaldsskóla. Skólakerfi InfoMentor eru í stöðugri þróun og unnið er að umbótum í samvinnu við notendur kerfanna. InfoMentor kerfið er notað í Svíþjóð á öllum skólastigum og er það eitt af fremstu skólakerfunum í þar í landi.

Skólalausnir InfoMentor eiga að styðja við faglegt starf í skólunum og auðvelda upplýsingaflæði milli heimila og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Kristianstad í Svíþjóð og skólalausnir InfoMentor eru notaðar af miklum fjölda kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Í þessari viku er skólastarf að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Við upphaf skólaársins er að mörgu að hyggja og margir notendur að byrja að nota kerfið í fyrsta skipti. Við viljum því vekja sérstaka athygli á að á heimasíðunni okkar undir liðnum Aðstoð er að finna spurningar og svör fyrir ólíka notendahópa og inni í kerfinu getur starfsfólk skólans fundið frekari aðstoð undir spurningarmerkinu efst á síðunni. Þá hvetjum við aðstandendur og nemendur að nota appið sem má finna bæði á Appstore og Google Playstore. Gangi ykkur sem allra best og gleðilegt nýtt skólaár!!

Við minnum á námskeið fyrir nýja kennara sem verður haldið á morgun. 😊 Þar er farið yfir það helsta sem kennarar nota í kerfinu. Skráning er hér:

Kæru InfoMentor notendur! Nú er skólastarf að hefjast eftir sumarfrí og því fylgir að mikið er að gera hjá okkur í þjónustunni og við námskeiðahald. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er og leysa þau mál sem upp koma. En vegna anna geta notendur þurft að bíða aðeins lengur eftir svari en venjulega. 🙂 En það fá allir svar að lokum, ekki örvænta. 😎 Annars hlökkum við til skólaársins framundan og samvinnu við ykkur. 👉 Við minnum svo á námskeiðin sem eru framundan en allar upplýsingar má finna á heimasíðunni okkar.

Við minnum á námskeiðin sem eru framundan. Á morgun hefst t.d. sérfræðinganámskeið sem er tilvalið fyrir þau sem eiga að vera leiðandi í kerfinu innan skólanna. Hér er hægt að finna nánari upplýsingar:

Nú fer skólafólk að tínast aftur til vinnu og bjóðum við því upp á nokkur námskeið tengd kerfinu okkar. 👉Sérfræðinganámskeið fyrir þau sem eru leiðandi í notkun kerfisins. 👉 Kerfisstjóranámskeið. 👉 Námskeið fyrir nýja kennarar. 👉 Námslotur, verkefni og námskrár. 👉 Námskrárgerð/einstaklingsnámskrár. Nánari upplýsingar má finna hér varandi tímasetningar og skráningu má finna hér: https://www.infomentor.is/fraedsla/

Í sumar verður símaþjónustan lokuð frá og með mánudeginum 7. júlí og til og með föstudeginum 25. júlí. Á meðan að símaþjónustan lokar er alltaf hægt að senda fyrirspurnir í gegnum tölvupóst og verður erindum svarað. Netföngin okkar eru radgjafar@infomentor.is, inna@infomentor.is, vala@infomentor.is og karellen@infomentor.is. Njótið sumarsins ☀️🌺

fleiri facebook færslur

Fréttir og upplýsingar frá InfoMentor

Þá er formlegu skólaári í grunn- og framhaldsskólum landsins lokið og sumarið framundan. Í vor var fyrsta árið sem við […]

Sumarkveðja

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk InfoMentor óskar viðskiptavinum og notendum Innu, Karellen, Mentor og Völu gleðilegs sumars!

páskakveðja

Gleðilega páska!

Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum og notendum Innu, Mentor, Karellen og Völu gleðilegra páska!

jólakveðja

Gleðileg jól!

  Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla! Njótið tímans sem allra best. Í ár rennur jólastyrkurinn okkar til Píeta […]

sameining

InfoMentor og skólalausnir Advania sameinast

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum […]

Skólabyrjun

Nýtt skólaár

Nú er nýtt skólaár að hefjast í skólum landsins og að mörgu er að huga þegar kemur að skólastarfinu. Á […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down