app, starfsmannaapp

Leita

Mentor kerfið auðveldar kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið.

InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Á fimmtudaginn, 5. september kl. 15.00 - 15.30, verðum við með fjarkynningu á samþættingu InfoMentor og Google, öllum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram á heimasíðu okkar. 🤓

Miðvikudagsmolinn er sérstaklega ætlaður aðstandendum í Mentor kerfinu. Margir aðstandendur hafa lent í því að fá ekki tölvupóst frá öðrum aðstandendum í bekknum og/eða að fá ekki tilkynningar um t.d námsmat eða atburð sem skráður hefur verið í "Fréttir" af skólanum. Hver og einn þarf að leyfa að AÐRIR AÐSTANDENDUR í bekknum sjái upplýsingar um þá og opna í leiðinni fyrir að fá tölvupóst frá öðrum aðstandendum í bekk barnsins þeirra. Nánari útskýringar er varða þetta er að finna á heimasíðunni okkar undir liðnum Aðstoð. Þar eru handbækur fyrir nemendur og aðstandendur á íslensku og ensku. 🙂

Í þessari viku er skólastarf að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Við upphaf skólaársins er að mörgu að hyggja og margir notendur að byrja að nota kerfið í fyrsta skipti. Við viljum því vekja sérstaka athygli á að á heimasíðunni okkar undir liðnum Aðstoð er að finna spurningar og svör fyrir ólíka notendahópa og inni í kerfinu getur starfsfólk skólans fundið frekari aðstoð undir spurningarmerkinu efst á síðunni. Þá hvetjum við aðstandendur og nemendur að nota appið sem má finna bæði á Appstore og Google Playstore. Gangi ykkur sem allra best og gleðilegt nýtt skólaár!!

Kæru InfoMentor notendur! Nú er allt að fara af stað í skólunum eftir sumarfrí og því fylgir að mikið er að gera hjá okkur í þjónustunni og við námskeiðahald. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er og leysa þau mál sem upp koma. En vegna anna geta notendur þurft að bíða aðeins lengur eftir svari en venjulega. 🙂 En það fá allir svar að lokum, ekki örvænta. 😎 Annars hlökkum við til skólaársins framundan og samvinnu við ykkur. Við minnum svo á námskeiðin sem eru framundan. Bestu kveðjur frá ráðgjöfum InfoMentors

Nú er skólaárið í startholunum og við minnum því á námskeiðin sem við erum með á næstu vikum. 😃

fleiri facebook færslur
sameining

InfoMentor og skólalausnir Advania sameinast

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum […]

Skólabyrjun

Nýtt skólaár

Nú er nýtt skólaár að hefjast í skólum landsins og að mörgu er að huga þegar kemur að skólastarfinu. Á […]

sumar

Fréttir í lok skólaárs

Þá er komið að lokum skólaársins í grunnskólum, nemendur hafa verið útskrifaðir og sumarleyfin framundan. Við hjá InfoMentor þökkum viðskiptavinum […]

uppfærsla

Kerfisuppfærsla 9. maí

Fimmtudaginn 9. maí, sem er almennur frídagur, verður unnið að kerfisuppfærslu í Mentorkerfinu. Þann dag verður kerfið með öllu óaðgengilegt […]

gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar!

Þá er að koma sumar og sólin að láta á sér kræla! Við hjá InfoMentor óskum viðskiptavinum og öllum notendum […]

Vorverkin í Mentor kerfinu og kynningar framundan

Við hjá InfoMentor höfum sent þeim skólum sem nota InfoMentor kerfið leiðbeiningar varðandi hvað þarf að gera í kerfinu til […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down