InfoMentor Logo

Skólabyrjun

25 ágúst, 2023

Nú er skólaárið hafið og að mörgu er að hyggja shjá skólastjórendum, kennurum, nemendum og aðstandendum. Við hjá InfoMentor kynntum nú í haust nýjungar eins og samþykktir innan kerfisins en þeir skóla sem kjósa að nota þær geta þá sent ýmis form til aðstandenda til samþykktar. Aðrar nýjungar eru rafrænar leyfisbeiðnir sem auðvelda skólum að halda utan um óskir um lengri leyfi frá skóla.

Aðstandendum viljum við banda sérstaklega á að undir Aðstoð hér á heimasíðunni eru handbók og algengar spurningar og svör. Handbókin er einnig á ensku.

Stjórnendur og kennarar geta einnig fengið svör við algengum spurningum undir Aðstoðinni en þessir notendahópar geta einnig opnað ítarlegri handbók innan kerfis. Hún er opnuð með því að smella á spurningamerkið í hægra horninu þegar að notandi er innskráður í kerfið.

Við hjá InfoMentor vonum að skólaárið verði gott og ánægjulegt fyrir alla.

Facebook

Moli vikunnar! Við viljum benda skólunum á að fréttir innan kerfisins er mjög góð leið til að deila upplýsingum með aðstandendum. Fréttir henta vel fyrir vikupósta, almennar upplýsingar frá skólanum t.d. varðandi skipulagsdaga eða uppbrotsdaga og fleira. Aðstandendur og nemendur hafa góða yfirsýn yfir virkar fréttir og eiga auðvelt með að sía og leita eftir fréttum. Fréttir birtast undir flísinni sem kallast upplýsingaveita og notendur fá tilkynningu um að ný frétt sé komin inn. Ef þið hafið ekki prófað að nota fréttir áður þá mælum við eindregið með því 👍

2
Fylgdu okkur
  • Nýleg innlegg

  • Merkingar

  • Hafa samband

    InfoMentor
    Höfðabakki 9
    110 Reykjavík

    Sími: 520 5310
    Netfang: info@infomentor.is

    Infomentor

    Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

    InfoMentor Logo White
    © InfoMentor
    2023
    locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right