app, starfsmannaapp

Leita

Skólabyrjun

Calendar icon

25. ágúst, 2023

Nú er skólaárið hafið og að mörgu er að hyggja shjá skólastjórendum, kennurum, nemendum og aðstandendum. Við hjá InfoMentor kynntum nú í haust nýjungar eins og samþykktir innan kerfisins en þeir skóla sem kjósa að nota þær geta þá sent ýmis form til aðstandenda til samþykktar. Aðrar nýjungar eru rafrænar leyfisbeiðnir sem auðvelda skólum að halda utan um óskir um lengri leyfi frá skóla.

Aðstandendum viljum við banda sérstaklega á að undir Aðstoð hér á heimasíðunni eru handbók og algengar spurningar og svör. Handbókin er einnig á ensku.

Stjórnendur og kennarar geta einnig fengið svör við algengum spurningum undir Aðstoðinni en þessir notendahópar geta einnig opnað ítarlegri handbók innan kerfis. Hún er opnuð með því að smella á spurningamerkið í hægra horninu þegar að notandi er innskráður í kerfið.

Við hjá InfoMentor vonum að skólaárið verði gott og ánægjulegt fyrir alla.

lockmagnifiercrosschevron-down