Við hjá InfoMentor höfum kynnt til sögunnar nokkrar nýjungar nú í skólabyrjun. Meðal nýjunga má nefna samþykktir í kerfinu en með þeirri einingu geta skólar sent ýmsar samþykktir er varða skólagönguna til aðstandenda. Þá höfum við kynnt til sögunnar að skólastjórnendur geta sett upp starfshópa sem hægt er að birta á tengiliðalista á Minn Mentor svæði aðstandenda sem getur auðveldað samskipti við kennarateymi. Þá má nefna að þeir sem vinna við að skipaleggja námskrár geta nú fest leitarorðin í síu sem ekki var hægt áður. Við höfum haldið kynningar á nýjungum fyrir skólafólk og munum halda næstu kynningu snemma í október.
InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík
Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is
Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.