InfoMentor hefur tekið ákvörðun um að leggja Karellen leikskólakerfið niður á næstu tveimur árum. Ákvörðunin er hluti af framtíðarsýn okkar og stefnu við að einfalda og styrkja þjónustu okkar með því að einblína á eitt öflugt, sveigjanlegt og nútímalegt kerfi – Völu.
Eftir víðtækan samnburð og greiningu metum við það sem svo að Karellen kerfið sem byggt er á eldri tækni sem er erfiðara að viðhalda og þróa áfram. Þannig að þessi ákvörðun er tekin af vel athuguðu máli innan teymisins fyrirtækisins.
Vala er nú þegar í örum vexti og þróun, en með þessari ákvörðun er fyrirtækið að setja alla sína krafta í að gera Völu kerfið að enn betri lausn fyrir leikskóla og aðrar Völu lausnir.
Við munum tryggja að yfirfærslan verði sem þægilegust fyrir okkar dýrmætu viðskiptavini og bjóðum þeim því að vera með í ráðum í breytingaferlinu og skipta yfir í Völu þegar það þeim hentar.
Karellen kerfið hefur marga góða kosti sem teymið telur mikilvægt að halda í og aðlaga að Völu kerfinu til framtíðar.
Við bjóðum upp á nokkrar fjarkynningar sem viðskiptavinir geta skráð sig á en á kynningunni verður farið í helstu áherslur og spurningum svarað. Skráning er á heimasíðunni undir Fræðsla- Fjarkynningar