app, starfsmannaapp

Leita

Fréttir í mars

Calendar icon

12. mars, 2024

Helstu fréttir frá okkur hér hjá InfoMentor nú í mars er að við höfum uppfært heimasíðuna fyrir Karellen en hún hefur farið í gegnum smávægilega útlitsbreytingar sem voru tímabærar.

Í InfoMentor kerfinu kynntum við breytingar á birtingamöguleikum námslotna en nú geta kennarar stjórnað hvort að námslotur birtast eða ekki, sem er hentugt t.d. þegar verið er að vinna í að skipuleggja loturnar.

InfoMentor system running on multiple devices

Einnig voru gerðar smávægilegar breytingar á leyfisbeiðnum og réttindin til að samþykkja leyfi þrengd við þá sem eru með stjórnendaréttindi í kerfinu þ.m.t. ritarar og þá sem eru skráðir umsjónarkennarar.

Opnað hefur verið á að grunnskólar geti hafið undirbúning komandi skólaárs og leiðbeiningar varðandi þann undirbúning hefur verið sent á alla skólastjórnendur.

lockmagnifiercrosschevron-down