app, starfsmannaapp

Leita

Fréttir í lok skólaárs

Calendar icon

7. júní, 2024

sumar

Þá er komið að lokum skólaársins í grunnskólum, nemendur hafa verið útskrifaðir og sumarleyfin framundan. Við hjá InfoMentor þökkum viðskiptavinum okkar í grunn- og leikskólum fyrir samstarfið á skólaárinu og óskum þess að allir njóti sumarsins.

Símaþjónustan verður lokuð 8. til 26. júlí en fylgst verður með erindum sem berast með tölvupósti til þjónustuvers.

Námskeið í haust

Í haust munum við bjóða upp á fjölbreytt námskeið fyrir skólafólk venju samkvæmt. Skráning er hafin á námskeið fyrir InfoMentor kerfið en námskeið fyrir Karellen kerfið verða haldin í september og verða auglýst síðar. Allar námskeiðslýsingar og skráning er á heimsíðunni undir liðnum Fræðsla.

Nýr forstjóri

Í júní urðu stjórnenda breytingar hjá InfoMentor, en nýr forstjóri Johan Krantz tekur við af Klas Lilja sem gegnt hefur því starfi í nokkur ár. Við hjá InfoMentor kveðjum Klas Lilja, sem starfað hefur hjá InfoMentor í alls 14 ár. Við þökkum honum  samstarfið í gegnum árin og óskum honum alls hins besta í nýju starfi.

Þá viljum við bjóða Johan Krantz velkominn í InfoMentor teymið en hann á að baki farsælan feril við stjórnun tæknifyrirtækja í Svíþjóð. Hann hefur mikinn áhuga og þekkingu á stafrænni umbreytingu og reynslu af því að leiða árangursrík teymi.

Fjarkynningar

Í haust eigum við von á að geta kynnt einhverjar nýjungar bæði í InfoMentor sem og Karellen. Þá munum við bjóða upp á fríar kynningar á nýjungum. Síðustu ár hafa kynningar á nýjungum verið vel sóttar og við vonum að svo verði áfram.

Á þessu skólaári var tekin upp sú nýjung að bjóða upp á ókeypis örkynningar fyrir InfoMentor kerfið. Þetta eru stuttar 15-20 mínútna kynningar um afmarkað efni. Örkynningunum hefur verið vel tekið þannig að stefnan er að halda áfram að bjóða upp á þær reglulega fyrir bæði kerfin.

InfoMentor heldur úti tveimur Facebook síðum, annarri fyrir InfoMentor kerfið og hinni fyrir Karellen kerfið. Settir eru inn vikulegir fræðslumolar inn á Facebook síðurnar um ýmislegt t.d. nýjungar, ábendingar um ákveðna virkni og fleira. Við mælum með að fylgja okkur á Facebook.

 

lockmagnifiercrosschevron-down