app, starfsmannaapp

Leita

Fréttir frá InfoMentor

Calendar icon

29. nóvember, 2023

Í nóvember hefur ýmislegt verið í gangi hjá okkur hjá InfoMentor á Íslandi. Eins og undanfarin ár þá sendum við út notendakönnun í nóvember til viðskiptavina sem nota Mentor kerfið í grunnskóla og Karellen kerfið í leikskóla. Niðurstöður þeirrar könnunnar eru okkur mikilvægur leiðarvísir í samskiptum okkar við viðskiptavini og við þróun kerfanna.

Vikulega eru settar inn stuttar upplýsingar eða leiðbeiningar inn á Facebook síðurnar okkar fyrir InfoMentor og Karellen og við hvetjum þá sem vilja fylgjast með miðvikudagsmolunum okkar að fylgja okkur á Facebook. Nóvember hefur einnig einkennst af námskeiðshaldi, kynningum og fundum með viðskiptavinum en það er alltaf ánægjulegt að hitta fólk og spjalla.

Í haust kynntum við nýjung í Mentor kerfinu sem við köllum starfshópa og á næstunni munum við kynna aðra nýjung sem snýr að möguleikanum að beina fréttum að starfsfólki. Þá eru alltaf einhverjar endurbætur og nýjungar í gangi í báðum kerfum. Margir Karellen leikskólar hafa verið að bæta við sig gjaldakerfinu en sú viðbót sparar mikla vinnu í meðalstórum og stórum leikskólum við að reikna út og útfæra leikskólagjöld mánaðarlega. Þá erum við einnig að bjóða nýja skóla velkomna.

Eins og aðrir í þjóðfélaginu þá höfum við fylgst með dugnaði og krafti fólksins okkar í Grindavík og höfum átt í góðu samsamtarfi við skólana okkar þar. Það er aðdáunarvert að fylgjast með skólafólki þar koma skólastarfinu af stað í þeim kringumstæðum sem nú ríkja og því æðruleysi sem skín í gegn í allri framkomu og vinnu. Við hjá InfoMentor segjum því bara: Áfram Grindavík!

lockmagnifiercrosschevron-down