app, starfsmannaapp

Leita

Febrúar fréttir frá InfoMentor

Calendar icon

22. febrúar, 2024

Þá er febrúar senn á enda og flestir skólar hafa verið í vetrarfríum eða eru um það bil að ljúka þeim. Í febrúar hafa einnig verið skemmtilegir dagar eins og bolludagur, sprengidagur og öskudagur þar sem mikið er um gleði og skemmtun í skólunum. Hjá okkur hjá InfoMentor hefur mánuðurinn verið annasamur en í senn ánægjulegur.

Í byrjun mánaðarins tókum við þátt í UTmessunni í Hörpu þar sem fjölmörg tæknifyrirtæki kynntu starfsemi sína og á laugardeginum var opið fyrir gesti og gangandi. Það var sérstaklega ánægjulegt þegar að börn stoppuðu við básinn okkar því þau þekktu til kerfanna okkar InfoMentor og Karellen og fengu sér góðgæti í leiðinni.

Snemma í febrúar var fyrsta útgáfa ársins en þá var kynnt til sögunnar að nota fréttir innan kerfisins fyrir starfsmannahópa og stutt er í að næsta útgáfa mæti á svæðið en hún er áætluð um mánaðamótin. Í næstu útgáfu verða nokkrar nýjungar eins og það að skólar geta stillt að t.d. umsjónarkennarar fái tilkynningar ef nemendur þeirra fara yfir ákveðið miklar fjarvistir.

Einnig verða smávægilegar breytingar á námslotum og leyfisbeiðnum í kerfinu. Í næsta fréttabréfi sem sent verður út í byrjun mars til skólastjórnenda verða helstu nýjungar kynntar ásamt því að haldin verður fjarkynning snemma í mars á helstu nýjungum og skráningarform verður sett hér á heimsíðuna.

lockmagnifiercrosschevron-down