Ef þú finnur ekki svar þitt hér fyrir neðan getur þú annaðhvort leitað ráða á skrifstofu skólans, hjá skólastjórnendum eða með því að hafa samband við okkur hjá InfoMentor.
Ég hef gleymt lykilorðinu, hvað geri ég?
Þú getur nú óskað eftir Gleymt/Nýtt lykilorð á innskráningarsíðunni og valið hvort þú vilt fá sent lykilorð fyrir aðgang þinn sem starfsmaður eða aðstandandi og þá færðu lykilorðið sent í netfangið sem tilheyrir reikningnum.
Skólastjórnandi getur einnig að stofnað nýtt lykilorð fyrir þig líkt og áður. Athugaðu að ef þú ert aðstandandi í Mentor leik- eða grunnskóla þá notar þú annað lykilorð en það sem þú færð sem starfmaður skóla.
Ég er byrjandi, hvar finn ég upplýsingar um kerfið?
Handbók er aðgengileg inni í kerfinu. Smella þarf á spurningamerkið efst til hægri á skjánum og þá opnast handbók. Hún gefur þér upplýsingar í samræmi við staðsetningu þína í kerfinu.
Inn á milli í handbókinni eru stutt myndbönd sem lýsa efninu frekar. Eins má finna gagnlegar leiðbeiningar undir skilaboðum sem hafa verið send öllum kennurum.
Hvernig stofna ég mína eigin hópa?
Kennarar hafa yfirleitt aðgang að þeim bekkjum og hópum sem þeir eru að kenna skv. stundaskrá og oft vilja þeir geta skipt bekk upp í nokkra minni hópa. Það er gert með því að hægri smella á -Mínir hópar- sem er sýnilegt neðst í hópatrénu.
Síðan er hópur skráður og nemendur eru síðan dregnir úr bekknum inn í þennan hóp. Nemendur hverfa ekki úr bekknum og sami nemandinn getur verið í mörgum hópum.
Þessa hópa sér aðeins kennarinn sem stofnaði þá en ef fleiri kennarar vilja hafa aðgang að þessum hópum er best að fá stjórnanda til að stofna þá í hópatré og gera þá sýnilega fyrir þeim.
Hvernig sendi ég ástundunaryfirlit til foreldra/forráðamanna?
Um er að ræða einfalda aðgerð. Þú ferð í „Hópa“ hakar við bekkinn eða tiltekna nemendur og smellir síðan á „Senda ástundun í pósti“. Þá ertu beðin/nn um að velja tímabil og í framhaldinu smellir þú á „senda“.
Foreldrar/forráðamenn fá þá ástundunaryfirlitið fyrir barnið sitt sent í tölvupósti. Kennara gefst kostur á að skrá umsögn með fyrir hvern og einn nemanda og það sjá eingöngu aðstandendur hans.
Hvernig er hægt að skrá heimavinnuáætlun á einstakling?
Skráning heimanáms fer nú fram í gegnum dagatal en ekki sérstakt heimavinnusvæði líkt og áður. Ástæðan fyrir þessum breytingum er sú að heimavinnusvæðið eins og það var er hluti af eldra kerfinu í Mentor. Stefnan hjá okkur er að færa allt sem á uppruna sinn í eldra kerfinu yfir í nýja. Það einfaldar allt viðhald og þróun.
Einn af kostunum við að skrá heimanám í gegnum dagatal er að aðstandendur og nemendur geta samhæft dagatalið við dagatöl í snjalltækjum. Notendur fá tilkynningar um nýjar skráningar.
Hvað er hæfnikort?
Þegar nemandaspjaldið er opnað er m.a. hægt að opna hæfnikort nemandans. Þar þarf að velja tiltekna námsgrein og í framhaldinu er hægt að skoða stöðu nemandans eða meta hann í þeim viðmiðum sem þar eru sett fram.
Hvað eru hæfnikort skýrslur?
Það eru skýrslur sem sýna hæfnikort nemenda í hverri grein fyrir sig. Auðvelt er að sækja skýrslurnar undir skýrslur – vitnisburður og rétt er að benda á að þær eru jafnframt aðgengilegar foreldrum og nemendum inni á Minn Mentor.
Hvað eru námslotur?
Námslotur halda utan um allt sem tengist kennslu kennarans í tilteknu fagi yfir ákveðið tímabil. T.d. viðmiðin sem unnið er að, námsefni, verkefni og námsmat.
Hægt er að afrita námslotur og endurnýta fyrir aðra nemendur, þegar lotur sem hafa verið notaðar eru afritaðar er mælt með að afrita verkefnin sem fylgja sé ætlunin að nota þau áfram og afskrá þau verkefni sem voru fyrir. Ekki eyða þeim.
Mikilvægt er að nefna loturnar með skýrum hætti t.d. með heiti námsgreinar, árgangi og ártali. Hægt er að bæta viðmiðum við námslotur eftir á einnig er hægt að afskrá viðmið sem ekki á að nota í viðkomandi lotu.
Hvernig nýtast verkefni?
Verkefni gagnast vel sem hluti af námslotu. Þá eru tengd viðmið við verkefnið sem þegar hafa verið valin í lotuna og hópurinn sem lotan er tileinkuð velst á verkefni sem kennarinn býr til innan lotunnar eða tengir við lotuna.
Mikilvægt er að heiti verkefna sé skýrt því það auðveldar kennaranum leitina. Mælt er með að þegar verkefni eru inni í námslotum að tengja viðmið úr námslotunni við þau en ekki úr námskrá.
Stundum finn ég ekki verkefni, lotur eða námskrár.
Opnaðu síuna og athugaðu hvort það er eitthvað fast í henni t.d. síðasta námsgrein sem þú leitaðir að. Hreinsaðu síuna og þá ætti allt sem þú hefur aðgang að að birtast.
Hvernig get ég eytt námslotu?
Til að eyða námslotu þarf fyrst að fjarlægja viðmið og verkefni sem eru skráð í hana. Við mælum alls ekki með að lotum sé eytt heldur ætti frekar að afskrá þær.
Af hverju get ég ekki metið verkefni sem ég skráði á nemendur?
Þú hefur væntanlega gleymt að velja matskvarða fyrir verkefnið. Þú skalt uppfæra verkefnið þitt og skrá þann kvarða sem hentar best.
Hvar sé ég stundatöfluna mína?
Á forsíðunni sérðu stundatöfluna þína í dag en til að sjá vikuna í heild sinni þarftu að smella á „Opna“. Þú getur einnig séð stundatöfluna þína sem heild ef þú ferð yfir í gamla Mentor, þá er einnig hægt að prenta hana út.