Gjaldakerfið er viðbótareining við grunnkerfið sem sér um sjálfvirkan útreikning dvalargjalda. Einingin er aðgengileg bæði skólastjórnendum og starfsmönnum sveitarfélaga/rekstraraðila. Uppsetning kerfisins byggir á gjaldskrá hvers sveitarfélags/rekstraraðila og er því aðlagað eftir þörfum. Þegar gjaldskrá hefur verið sett upp og leikskólastjóri hefur valið viðeigandi dvalargjöld hjá nemendum er kerfið tilbúið til notkunar. Við sjálfvirkan útreikning gjalda les kerfið saman dvalargjöld og upplýsingar um dvalartíma, máltíðir og önnur tilfallandi gjöld, leiðréttingar og afslætti. Kerfið skilar sundurliðuðum upplýsingum yfir öll gjöld, ásamt skýrslum, sem veita þægilegt yfirlit yfir innheimtu hvers mánaðar og skilagreinum fyrir bókhaldskerfi. Skilagreinarnar eru fluttar mánaðarlega inn í kerfi eins og Navision, DK og SAP, sem er til mikils hægðarauka fyrir rekstraraðila.
Fyrirhugað er að hafa ókeypis kynningu í fjarfundi fyrir þá sem vilja kynna sér kerfið betur.
Nauðsynlegt er að skrá sig.
Kynningin verður miðvikudaginn 17. apríl, klukkan 11:00-11:30.