InfoMentor Logo

Nýjungar og fréttir frá InfoMentor

29 janúar, 2024

Í janúar kynntum við hjá InfoMentor þá nýjung að nota fréttir í kerfinu fyrir starfsmannahópa en leiðbeiningar varðandi það hafa verið sendar til allra skóla. Áður var fréttum beint að aðstandendum og nemendum en nú hafa starfsmannahópar bæst við. Fréttir í kerfinu hafa verið notaðar um nokkurt skeið og eru ein af samskiptaleiðunum sem skólar geta nýtt sér til að eiga samskipti við aðstandendur og nemendur og eru einstaklega heppileg leið til að senda t.d. vikupósta. Þegar að ný frétt er birt þá fær notandinn tilkynningu um nýja frétt og auðvelt er að hafa yfirsýn yfir allar virkar fréttir en tölvupóstar eiga það til að týnast í pósthólfum. Þannig að við mælum eindregið með að nota fréttir til samskipta.

Miðvikudaginn 31. janúar er boðið upp á kynningu á nýjungum og þá verður m.a. sýnt hvernig hægt er að nota fréttir fyrir starfsmannahópa. Um fjarkynningu er að ræða en nánari upplýsingar og skráning má finna hér https://www.infomentor.is/nyjungar2/

Stöðugt er verið að þróa kerfið og betrum bæta en t.d. er von á uppfærslu á foreldraviðtalseiningunni í kerfinu og ýmislegt fleira.

Þá viljum við benda á að við hjá InfoMentor tökum þátt í UT messunni sem haldin verður í Hörpunni 2. og 3. febrúar en laugardagurinn 3. febrúar er opinn öllum sem áhuga hafa. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

InfoMentor Logo White
© InfoMentor
2024
locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right