InfoMentor Logo

Nýr framkvæmdarstjóri 

7 júní, 2019

Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Vilborgu Einarsdóttur, stofnanda Mentor, sem lætur af störfum eftir farsæla uppbyggingu félagsins í næstum 20 ár.

Elfa hefur verið forstöðumaður fræðslumiðstöðvar Vestfjarða frá árinu 2017 en starfaði þar áður um árabil sem þjónustustjóri hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð blindra og sjónskertra. Elfa er með mastersgráðu í verkefnastjórnun, framhaldsgráðu í stjórnun menntastofnana og sérkennslufræðum. Í grunninn er hún grunnskólakennari.

Vilborg Einarsdóttir, meðstofnandi Mentor, lætur af störfum hjá félaginu við þessi tímamót. Vilborg hefur leitt uppbyggingu Mentor frá stofnun félagsins árið 2000, nú síðast sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Á starfstíma Vilborgar hefur Mentor vaxið ár frá ári og er náms- og upplýsingakerfi Mentor nú notað af skólum og sveitarfélögum af milljónum notenda í fimm löndum.

Stjórn Mentor þakkar Vilborgu vel unnin störf og óskar henni góðs gengis í nýjum verkefnum.

Facebook
InfoMentor IS️ 2 klukkustundir ago

Moli vikunnar: Nú er skólar í óða önn að útskrifa nemendur í 10. bekk og færa inn lokamat. Við minnum á að leiðbeiningar fyrir skólana er að finna í hjálpinni innan kerfisins. Lokaskil á einkunnum fyrir flutning yfir í umsóknarkerfi framhaldsskólans er kl 12:00 þann 7.júní en hægt er að hafa samband ef það er nauðsynlegt að gera lagfæringar eftir það. Annars óskum við hjá InfoMentor öllum nemendum sem eru að ljúka grunnskólagöngunni innilega til hamingju með þann áfanga og óskum þeim alls hins besta í því sem öll taka sér fyrir hendur í framhaldinu!

Fylgdu okkur
  • Nýleg innlegg

  • Merkingar

  • Hafa samband

    InfoMentor
    Höfðabakki 9
    110 Reykjavík

    Sími: 520 5310
    Netfang: info@infomentor.is

    Infomentor

    Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

    InfoMentor Logo White
    © InfoMentor
    2023
    locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right