InfoMentor Logo

Náum þreytu úr radd- og talfærum - Bætum raddheilsuna - fjarnámskeið

23 febrúar, 2021

Náum þreytu úr radd- og talfærum - Bætum raddheilsuna

Raddheilsa margra kennara stenst ekki það raddálag sem fylgir starfinu, enda sýna rannsóknir að upp undir helmingur kennara þjáist af álagseinkennum í raddfærum.

Ástæðurnar má rekja til ýmissa þátta m.a. óvistvænna umhverfisáhrifa eins og að þurfa að tala í hávaða, í lélegri hljóðvist, eða í slæmum kringumstæðum eins og utandyra. Langalgengustu raddveilurnar eru raktar til rangrar raddbeitingar sem veldur vöðvaspennu í öllum þeim vöðvum sem stýra raddfærum eins og barka.

Dr. Valdís Jónsdóttir heldur fjarnámskeið um bætta raddheilsu en námskeiðið verður haldið í tvö skipti fyrir sama hóp í klukkutíma í senn. Fyrri hluti verður mánudaginn 8.mars milli 14-15 og seinni hluti 15.mars kl. 14-15.

Á námskeiðinu verður farið í hvaða vöðvar í radd – og talkerfi gefa sig og hvernig hægt er að snúa þróuninni til betri vegar. Farið verður í æfingar sem eiga að ná þreytu úr tal- og raddfæravöðvum. Takist það verður léttara að tala, röddin endist betur og líkamleg þreyta verður minni.

Verið með spegil hjá ykkur við tölvuskjáinn.

Skráning á námskeiðið er á heimsíðu Mentor og er um frítt námskeið að ræða. Þátttakendur eru þó beðnir um að skrá sig tímanlega.

 

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

InfoMentor Logo White
© InfoMentor
2023
locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right