InfoMentor Logo

InfoMentor appið eitt vinsælasta gjaldfrjálsa menntaappið

18 janúar, 2019

Alls hafa um 120.000 nemendur og aðstandendur á Íslandi og í Svíþjóð hlaðið niður InfoMentor appinu frá því appið kom í byrjun nóvember á síðasta ári.  Appið auðveldar til muna dagleg samskipti milli heimila og skóla.

Með appinu geta nemendur og aðstandendur meðal annars fylgst með námsframvindu, ástundun, heimavinnuáætlun, fréttum og tilkynningum frá skólanum. Appið einfaldar aðgengni að upplýsingum og sendir notendum mikilvægar tilkynningar t.d. varðandi mætingu og ástundun nemenda.

,,InfoMentor appið er mjög góð viðbót við Mentor kerfið. Appið hefur jákvæð áhrif á aukna notkun foreldra og nemenda þannig að það gerir þeim auðveldara að fylgjast með nýjum skráningum og tilkynningum frá skólanum.” segir Haraldur Axel Einarsson, skólastjóri í Heiðarskóla, Reykjanesbæ.

,,Flestir unglingar í skólanum hafa hlaðið niður appinu og nýta sér möguleika þess til að fylgjast með náminu og ástundun. Þetta er mjög góð þróun og tilfinning mín er að foreldrar séu einnig duglegir að nýta sér appið.” segir Sigurlaug Jensey Skúladóttir, verkefnastjóri í Árbæjaskóla.

,,InfoMentor kerfið hefur verið í mikilli þróun síðustu árin í tengslum við nýtt námsmat. Við erum mjög stolt af InfoMentor appinu og þeim góðu móttökum sem appið hefur fengið bæði á Íslandi og í Svíþjóð.” segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri InfoMentors á Íslandi.

Nemendur og aðstandendur geta sótt appið frítt bæði í Appstore og Google Play Store.

Facebook

Moli vikunnar fjallar um hvernig senda má yfirlit yfir ástundun nemenda til aðstandenda með tölvupósti. Það er gert í nokkrum skrefum eins og sjá má í þessu myndbandi.

1
Fylgdu okkur
 • Nýleg innlegg

 • Merkingar

 • Hafa samband

  InfoMentor
  Höfðabakki 9
  110 Reykjavík

  Sími: 520 5310
  Netfang: info@infomentor.is

  Infomentor

  Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

  InfoMentor Logo White
  © InfoMentor
  2023
  locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right