InfoMentor Logo

Viðurkenningar

Það er ánægjulegt þegar tekið er eftir því sem vel er gert og jafnvel veitt viðurkenning fyrir. Að baki liggur mikil vinna og viðurkenning segir okkur að það hafi tekist vel til. Um leið er þetta mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut.


EdTech Europe ráðstefna var haldin í London 2013. InfoMentor vann viðurkenningu sem eitt af þremur framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu sem samþættir tækni og menntun. Hér fyrir miðju má sjá Mats Rosenkvist og Vilborgu Einarsdóttur meðstofnendur InfoMentors.

2017 – InfoMentor er tilnefnt til BETT verðlauna í þriðja sinn

InfoMentor var tilnefnt til BETT verðlauna í þriðja sinn árið 2017 en úrslitin eru alltaf kynnt á sýningunni sjálfri. BETT er ein stærsta sýning í heimi á sviði upplýsingatækni í skólastarfi og er haldin í London ár hvert.

InfoMentor eitt af þremur framsæknustu tæknifyrirtækjum í Evrópu á sviði menntunar

Á ráðstefnunni EdTech Europe sem fram fór í London í júní 2013, hlaut InfoMentor viðurkenningu sem eitt af þremur framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu sem samþætta tækni og menntun. EdTech Europe 2013 er eins dags ráðstefna, þar sem farið er yfir það sem efst er á baugi varðandi þróun og fjárfestingar í upplýsingatækni og menntun. Fyrir ráðstefnunni standa IBIS Capital og Edxus, en það félag var stofnað til að fjárfesta í og þróa fyrirtæki sem vinna að samþættingu tækni og menntunar (e. e-learning). Tuttugu fyrirtæki voru tilnefnd sem þykja skara framúr á sviði tækni og menntunar í Evrópu.

Thinkers 20: The Brightest Business Minds in Northern Europe 2016

Vil­borg Ein­ars­dótt­ir, meðstofnandi Mentors, var listuð á topp­lista Nordic Bus­iness For­um yfir það fólk í Norður-Evr­ópu sem þykir snjall­ast þegar kem­ur að viðskipta­viti (e. Brightest Bus­iness Minds). Hún vermdi 18 sæti list­ans, en þar má finna hina ýmsu fram­kvæmda­stjóra og stofn­end­ur fyr­ir­tækja. Vil­borg er ein af fjór­um kon­um á list­an­um.

Í um­sögn seg­ir að Mentor kerfið sé í fararbroddi er kemur að upp­lýs­inga- og náms­kerfi fyr­ir alla sem starfa með börn­um í skól­um og tóm­stund­a­starfi.

Vilborg Einarsdóttir sæmd fálkaorðunni 2012

Forseti Íslands sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 2012. Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors var sæmd riddarakrossi fyrir framlag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar fyrir skóla.

Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2011

InfoMentor hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2011 sem eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og nú einnig Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þessi verðlaun eru veitt til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og vísindastarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara.
FKA viðurkenning 2010

Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri InfoMentor hlaut FKA viðurkenninguna 2010 sem veitt var við hátíðlega athöfn 21. janúar sl. Þetta er í 11. sinn sem Félag kvenna í atvinnurekstri veitir þessa viðurkenningu.

Vaxtarsprotinn 2008 og 2009

Mentor hlaut vaxtarsprotann bæði árið 2008 og árið 2009. Vaxtarsprotinn er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis sem veitt er á vegum Samtaka iðnaðarins, Rannsóknamiðstöðvar Íslands og Háskólans í Reykjavík. Tilgangurinn með veitingu hans er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

InfoMentor Logo White
© InfoMentor
2023
locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right