Kynning
Country

Styrkir frá Tækniþróunarsjóði

InfoMentor hefur hlotið ýmsa styrki úr Tækniþróunarsjóði sem hefur gert fyrirtækinu kleift að efla kerfið fyrir íslenska skóla og um leið bjóða lausnir sínar á erlendum mörkuðum. Styrkirnir hafa skipt fyrirtækið mjög miklu máli enda liggur mikil fjárfesting í nýrri kynslóð InfoMentor kerfisins.

2016

InfoMentor – Innsýn

InfoMentor hlaut styrk við þróun nýrrar og yfirgripsmikilar einingar sem auðveldar skólum og sveitarfélögum að greina gögn til að meta stöðu og framvindu í hæfnimiðuðu námi. Þessi nýja eining gefur notendum einstaka innsýn inn í allt kennslustarfið þar sem ávinningurinn er aukin hvatning til nemenda, aukin skilvirkni kennara og betri útkoma skóla í hæfnimiðuðu námi.


2013

InfoMentor – Ný aðalnámskrá – ný tækni

InfoMentor hlaut styrk til að smíða einingar sem halda utan um og styðja við námskrárnar svo vel takist til við að innleiða þær í daglegt skólastarf. Með nýjum einingum er námsskráin kjarni kerfisins, hver skóli brýtur hæfniviðmið niður í markmið eða viðfangsefni sem nemendum eru auðskiljanleg.


2011

Námsstílar

InfoMentor hlaut styrk til að þróa einingu sem greinir námsstíl hvers og eins nemanda. Búið var til „app“ sem er til sölu í App store þar sem einstaklingar geta greint sinn eigin námsstíl og þannig geta kennarar lagað kennslu sína að þörfum hvers einstaklings. InfoMentor vann Námsstíla í samvinnu við dr. Lenu Boström í Svíþjóð og Svend Erik Schmidt í Danmörku sem bæði eru sérfræðingar í námsstílum og þekktir fyrirlesarar og fræðimenn á Norðurlöndum.

Myndrænt frammistöðumat

InfoMentor hlaut styrk til að vinna tölfræði lausn í samstarfi við Datamarket, Menntamálaráðuneytið, Akureyri og Garðabæ. Þessi eining gerir notendum kleift að nálgast lykilupplýsingar um frammistöðu þegar þeim hentar úr öllum einingum kerfisins. Sérstök áhersla er á að lausnin sýni frammistöðu nemenda á skýran, hnitmiðan og einfaldan hátt.


2010

Námsvegir

InfoMentor hlaut styrk til að hanna einingu sem gerir einstaklingsmiðaða kennslu einfaldari. Um leið er verið að efla sjálfstæði og áhuga nemenda og gera þeim kleift að stýra eigin námi og meta árangur sinn. Þessi hönnun var þróuð í samstarfi við sænska og svissneska sérfræðinga.


2009

Markaðssetning InfoMentor í Bretlandi

InfoMentor hlaut styrk til að markaðsetja kerfið í Bretlandi með gerð markaðsefnis, þátttöku í fagráðstefnum, ráðningu á starfsmanni og fleiru.

Greining árangursvísa í skólastarfi

Tilgangur verkefnisins var að hanna og innleiða einingu þar sem notendur geta skilgreint árangursvísa og fengið tölulegar upplýsingar um árangursþætti sem þegar eru skráðir í InfoMentor. Einingin á að nýtast skólastjórnendum þannig að þeir fái yfirsýn yfir frammistöðu síns skóla og geti unnið að umbótum. Kennarar geta unnið markvisst að auknum árangri sinna nemenda og foreldrar og nemendur geta kallað fram ítarlegar upplýsingar um námsframmistöðu.


2006

Gagnvirk nemendagátt í InfoMentor

Verkefnið felur í sér að hanna og innleiða aðgang nemenda að InfoMentor sem virkjar nemendur og foreldra enn frekar við gerð einstaklingsmiðaðra námsáætlana í grunnskólum. Nemendur geta á einfaldan hátt metið eigin námsárangur og sett sér markmið sem auðveldar kennurum að framfylgja stefnu um einstaklingsmiðað nám.


2005

Einstaklingsmiðaðar námsáætlanir

InfoMentor hlaut styrk til að vinna að námsáætlun fyrir hvern nemenda út frá stöðumati, skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Hverjum nemanda fylgir námsmappa sem heldur utan um námsáætlanir og verkefni nemenda í gegnum leik- og grunnskóla.

© InfoMentor 2021 / Vefsíða frá Bravissimo