InfoMentor Logo

Alþjóðleg ráðstefna um vendinám

27 janúar, 2015

Alþjóðleg ráðstefna um vendinám (flipped Classroom) verður haldin 14. apríl 2015

Keilir, ásamt samstarfsaðilum í Evrópuverkefninu „FLIP - Flipped Learning in Praxis“, standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám þann 14. apríl næstkomandi.
Sérstakir gestir ráðstefnunnar verða Jonathan Bergmann og Aaron Sams, forsprakkar vendinámsins í Bandaríkjunum og höfundar bókarinnar „Flip Your Classroom“. Markmið ráðstefnunnar er að gefa þátttakendum innsýn í hvernig hægt er að innleiða vendinám á mismunandi skólastigum, hvort heldur sem er í stökum áföngum eða í öllu skólastarfinu. Reynt verður að miðla efninu á hagnýtan og verklegan máta og geta þátttakendur valið á milli fjölda vinnuhópa.

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

© InfoMentor 2022
locklaptopearthmagnifiercrossmenuchevron-downarrow-right