InfoMentor Logo

InfoMentor valið í EdTech Europe

31 maí, 2013

InfoMentor valið til þátttöku í EdTech Europe 2013

InfoMentor hefur verið valið til að taka þátt í EdTech Europe 2013 sem fram fer í London Business School þann 14. júní ásamt öðrum fyrirtækjum sem þykja skara framúr á sviði upplýsingatækni og menntunar í Evrópu. Þar munu sérfræðingar frá IBIS Capital, fjárfestinga- og ráðgjafarfyrirtæki, fara yfir það sem efst er á baugi varðandi þróun og fjárfestingar í upplýsingatækni og menntun, ásamt Edxus Group, en það félag var stofnað til að fjárfesta í og þróa fyrirtæki sem vinna að rafrænni menntun (e. e-learning).

IBIS Capital og Edxus Group hafa greint vaxtartækifæri á sviði rafrænnar menntunar mjög ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að þessi iðnaður  sé líklegur til að fimmtánfaldast á næstu 10 árum.

Mentor er meðal lykilþátttakenda
IBIS Capital og Edxus Group standa fyrir ráðstefnunni EdTech Europe til að leiða saman helstu fjárfesta í Evrópu og leiðtoga þeirra fyrirtækja sem eru með framúrskarandi lausnir í menntamálum.

Mentor verður í hópi metnaðarfullra þátttakenda í greininni, svo sem Languagelab.com, iVersity og Mendeley. Af stærri aðilum á sviði rafrænnar menntunar sem taka einnig þátt í ráðstefnunni má nefna Pearson International, Microsoft og McGrawHill.

– Við erum stolt af því að hafa verið valin til að kynna okkar lausnir á EdTech, segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors. Þetta er í senn viðurkenning á þeirri þróunarvinnu sem við höfum unnið ötullega að og þeim vexti sem það hefur skilað hingað til, en einnig er þetta frábært tækifæri fyrir okkur til frekari vaxtar og afreka á þessu sviði.

Lesa meira um EdTech Europe

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

© InfoMentor 2022
locklaptopearthmagnifiercrossmenuchevron-downarrow-right