InfoMentor Logo

FLIP - Erasmus+ Evrópuverkefni um þróun vendináms

2 október, 2015

Haustið 2014 hlaut InfoMentor, ásamt samstarfsaðilum á Íslandi og í Evrópu styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til þróunar á handbókum um innleiðingu vendináms (flipped classroom). Verkefnið er til tveggja ára og nefnist FLIP - Flipped Learning in Praxis.

Markmið verkefnisins er að þróa verklagsviðmið um innleiðingu vendináms í skólum þar sem upplýsingatækni er notuð til að auðga námsumhverfi nemenda. Áhersla verður lögð á vendinám í litlum og sérhæfðum skólum, sem og starfs- og iðngreinar. Einkum verður leitast við að afmarka og gera grein fyrir þeim þáttum í innleiðingarferli sem stuðla að árangursríkri notkun upplýsingatækni, einstaklingsmiðuðu námsumhverfi, og verkefnamiðuðu námi.

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

© InfoMentor 2022
locklaptopearthmagnifiercrossmenuchevron-downarrow-right