Námskeiðið er fyrir þá starfsmenn sem sjá um stundatöflugerð í skólanum
Stundatöflugerð
Þetta námskeið er ætlað þeim innan skólanna sem sjá um að setja upp stundaskrár í kerfinu fyrir næsta skólaár og hafa ekki gert það áður eða vilja rifja upp. Námskeiðið er fjarnámskeið en farið verður í þætti eins og uppsetningu á tímasetti, kennslustofum og námsgreinum sem þarf að vera til staðar áður en hafist er handa. Þá verður farið í að gera stundatöflur fyrir hópa/bekki eða kennara og kennarahópa og skoðað hvernig fylgjast má með árekstrum í stundatöflu og fleira.
Tími: Námskeiðið er fjarnámskeið og verður föstudaginn 5. maí frá klukkan 10:00 til klukkan 12:00 ef næg þátttaka fæst.
Verð: 18.500.- krónur
Stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjöld námskeiða frá InfoMentor
InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík
Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is
Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.