Kynning
Country
Choose country:

Sérfræðinganámskeið 10. og 11. ágúst – fjarnámskeið

Við bjóðum þeim sem vilja vera leiðandi í notkun á Mentorkerfinu upp á sérfræðinganámskeið. Þar er farið yfir alla möguleika kerfisins með sérstakri áherslu á  stjórnendahlutann, námskrár, námslotur, verkefni, námsmat og samskipti við nemendur og aðstandendur.  Mentor sérfræðingar geta leikið lykilhlutverk í árangursríkri innleiðingu á kerfinu og verið öðrum kennurum til stuðnings og leiðsagnar.

Námskeiðið er fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara í skólum. Mentor sérfræðingar fá staðfestingarskjal að loknu námskeiði og geta í framhaldi orðið tengiliðir skólans við InfoMentor. Þeir munu fá námsefni og upplýsingar til að miðla áfram til síns skóla auk þess að fá reglulega fréttir af þróun og hvernig hægt er að nýta nýja kerfið til að auka árangur í skólastarfi.

Tími:

Námskeiðið er samtals 7 klst og fer fram tvo hálfa daga:  miðvikudaginn 10. ágúst og fimmtudaginn 11. ágúst frá klukkan 08:30 – 12:00 báða dagana.

Lágmarksfjöldi þátttakenda 8.

Námskeiðið er fjarnámskeið

Verð
Verð á einstakling er kr. 78.000.-

    Veldu námskeið*
    Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

    Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

    © InfoMentor 2022 / Vefsíða frá Bravissimo