Við bjóðum þeim sem vilja vera leiðandi í notkun InfoMentors upp á sérstakt sérfræðinámskeið. Þar er farið yfir alla möguleika kerfisins með sérstakri áherslu á námslotur, verkefni, námsmat og samskipti við nemendur og aðstandendur. Mentor sérfræðingar geta leikið lykilhlutverk í árangursríkri innleiðingu á kerfinu og verið öðrum kennurum til stuðnings og leiðsagnar.
Tími
11. ágúst frá 9-16 og 12. ágúst frá 9-12.
Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið eru 9.
Námskeiðið er haldið hjá Infomentor á Höfðabakka 9, bogahús á 5. hæð.
Þátttakendur
Námskeiðið er fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara í skólum. Mentor sérfræðingar fá staðfestingarskjal að loknu námskeiði og verða í framhaldi tengiliðir skólans við InfoMentor. Þeir munu fá námsefni og upplýsingar til að miðla áfram til síns skóla auk þess að fá reglulega fréttir af þróun og hvernig hægt er að nýta nýja kerfið til að auka árangur í skólastarfi.
Verð
Verð á einstakling er kr. 75.000.-
Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.
InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík
Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is
Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.