Lýsing:
Mikilvægt er að þátttakendur skrái sig á fjarkynninguna.
Í fyrirlestrinum fer Valdís yfir muninn á málröskun og málþroskaröskun. Hún fjallar einnig um hvað það er í framsögn okkar sem getur valdið hlustandanum erfiðleikum og því torveldað skilning. Hvernig hægt er að varast misskilning. Hún bendir einnig á leiðir til að þjálfa einstaka þætti sem valda einstaklingum með málröskun erfiðleikum.
Tími:
25. janúar kl. 14-16 - FULLT
Endurtekið 28. janúar kl. 13.30-15.30
Námskeiðið er fjarnámskeið
Þátttakendur:
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að þekkja málþroskaröskun og eru að nota Mentor eða Karellen kerfin.
Kennari: Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík
Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is
Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.