InfoMentor Logo

Fjarnámskeið fyrir skólastjórnendur og Mentor sérfræðinga

9 ágúst, 2019

Fjarnámskeið fyrir skólastjórnendur og Mentor sérfræðinga

Mentor býður upp á fjarnámskeið ætlað skólastjórnendum og Mentor sérfræðingum í skólum. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjú stök skipti, það fyrsta verður 3 klst og síðan verða tvö 1 og ½ klukkustunda námskeið sem dreifist á tvær vikur. Með því móti geta þátttakendur prófað sig áfram í kerfinu milli námskeiða og velt upp spurningum sem kunna að vakna.

Áherslan á námskeiðinu verður meðal annars á:

  • Skólastjórnendahlutinn/kerfisstjórn – (aðgangsstýring, fyrirsagnir, hópaumsjón, ástundun o.fl.)
  • Forsíða – möguleikar við uppsetningu hennar
  • Starfsmenn – starfsupplýsingar, vinnuskýrslur, gildistími, hagstofuskýrsla o.fl.
  • Hópatré – skráning nemenda, tilfærsla milli bekkja/hópa, að búa til bekki/hópa
  • Hæfnikort - mismunandi leiðir, val á matskvörðum, umsagnir, árgangar/stig o.fl.
  • Námskrá - skólanámkrár, einstaklingsnámskrár o.fl.
  • Stundatöflur
  • Hæfnikortaskýrslur
  • Vitnisburður - stiklað á stóru

Þátttakendur á fjarnámskeiði fá sendan hlekk þar sem þeir tengjast inn á fjarfundarbúnað. Mikilvægt er að þátttakendur hafi góð heyrnatól og hljóðnema.

Tími:

19.ágúst 9:00-12:30 (með einu kaffihléi), 2. september kl. 14:30 og 26. september kl. 14:30-16:00

Verð:

Verð á einstakling er 39.000 krónur

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

    Hafa samband

    InfoMentor
    Höfðabakki 9
    110 Reykjavík

    Sími: 520 5310
    Netfang: info@infomentor.is

    Infomentor

    Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

    InfoMentor Logo White
    © InfoMentor
    2023
    locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right