Kynning
Country

„Það er skemmtilegra þegar maður veit að eitthvað er vel gert“

Skoðaðu möguleikana

InfoMentor kerfið er í mikilli þróun og við erum sífellt að koma með viðbætur og nýjar einingar sem miða að því að styðja skólana við innleiðingu á hæfninámi. Hér er listi af námskeiðum sem skólar geta nýtt sér til að hámarka möguleika InfoMentor kerfisins með það að markmiði að styðja við faglegt starf, minnka vinnuálag kennara og auka árangur í skólastarfi. 

Hvar viltu byrja?

Við bjóðum upp á margskonar námskeið fyrir stjórnendur, kennara og annað starfsfólk skóla. Þau eru ýmist haldin í skólunum eða hjá InfoMentor og geta verið frá klukkustundar kynningu upp í nokkra daga námskeið. Við mælum með ákveðnum leiðum fyrir skólana en viljum um leið að námskeiðið sé lagað að þörfum hvers skóla. Því er mikilvægt að við fáum upplýsingar frá skólanum um hverjar séu þeirra hugmyndir svo hægt sé að tengja efni námskeiðsins við þá vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólanum. Þannig nýtist námskeiðið þátttakendum betur og færni þeirra og öryggi til að halda áfram eykst.

Fjarnámskeið fyrir skólastjórnendur

Fjarnámskeið fyrir skólastjórnendur

Á þessu námskeiði er farið yfir þá þætti sem skólastjórnendur þurfa að hafa í huga fyrir skólabyrjun. Farið verður í:

 • Skólastjórnendahluta kerfisins, með áherslu á:
  • Hópaumsjón (bekkir,árganganúmer, skrá umsjónarkennara, varðveisla gagna, Hættir nemendur og útskrifaður nemendur).
  • Aðgangsstjórnun nýtt lykilorð, aðgangur – aðgangur að hópum (virkja aðangstýringu)
  • Stillingar fyrir vinnuskýrslur –
  • Hagstofuskýrslur
  • Fyrirsagnir fyrir kennsluáætlun
  • Birting námsmats, muna eftir að tala um augað í lotunni
  • Dagsetningar í dagbók og ástundun
 • Starfsupplýsingar og Vinnuskýrslur
 • Námskrár
 • Matsviðmið
 • Hæfnikort
 • Hæfnikortaskýrslur
 • Nýir matskvarða
 • Forsíðan – uppsetning
 • Nýjungar

Tími

6. ágúst kl. 13.30-15.30. Þátttakendur fá sent fjarfundarboð.

Verð

15.900-

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

Sérfræðinganámskeið 11. og 12. ágúst

11. og 12. ágúst – Mentor sérfræðingur (fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara)

Við bjóðum þeim sem vilja vera leiðandi í notkun InfoMentors upp á sérstakt sérfræðinámskeið. Þar er farið yfir alla möguleika kerfisins með sérstakri áherslu á námslotur, verkefni, námsmat og samskipti við nemendur og aðstandendur. Mentor sérfræðingar geta leikið lykilhlutverk í árangursríkri innleiðingu á kerfinu og verið öðrum kennurum til stuðnings og leiðsagnar.

Tími
11. ágúst frá 9-16 og 12. ágúst frá 9-12.

Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið eru 9.                                                                                                      Námskeiðið er haldið hjá Infomentor á Höfðabakka 9, bogahús á 5. hæð.

Þátttakendur
Námskeiðið er fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara í skólum. Mentor sérfræðingar fá staðfestingarskjal að loknu námskeiði og verða í framhaldi tengiliðir skólans við InfoMentor. Þeir munu fá námsefni og upplýsingar til að miðla áfram til síns skóla auk þess að fá reglulega fréttir af þróun og hvernig hægt er að nýta nýja kerfið til að auka árangur í skólastarfi.

Verð
Verð á einstakling er kr. 75.000.-

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

 

Kerfisstjórnarnámskeið fyrir skrifstofustjóra og ritara

Kerfisstjórnarnámskeið fyrir skrifstofustjóra og ritara -Grunnnámskeið 13. ágúst 

Námskeiðið er ætlað skrifstofustjórum, riturum og þeim sem sjá um uppsetningu á Mentor innan hvers skóla. Hámarksfjöldi þátttakenda er níu en námskeiðið verður aðeins haldið ef næg þátttaka næst.

Á þessu námskeiði er farið yfir alla almennar skráningar og uppsetningu á Mentor. Farið verður m.a. yfir uppsetningu á nýju skólaári, nýju hópatré, skráningu á stundatöflum og gerð vitnisburðarskírteina.

Tími:

Næsta námskeið verður fimmtudagin 13. ágúst kl 09-11:30.

Námskeiðið er  fjarnámskeið og mikilvægt að þátttakendur séu með góð heyrnartól og míkrafón. Þátttakendur fá sendan hlekk á fjarfund áður en að námskeiðið hefst.

 

 

Þátttakendur:

Námskeiðið er fyrir skrifstofustjóra, ritara og þá sem sjá um uppsetningu á Mentor innan hvers skóla. Hámarksfjöldi þátttakenda er tólf en mögulega fellur námskeiðið niður ef ekki næst næg þátttaka.

Verð:

Verð á einstakling 16.900-

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

Námskrárgerð -fjarnámskeið

Námskrárgerð í Mentorkerfinu:

Námskeiðið er ætlað kennurum, sérkennurum og stjórnendum sem vinna við námskrágerð í sínum skóla. Hámarksfjöldi þátttakenda er tíu en námskeiðið verður aðeins haldið ef næg þátttaka næst.

Á þessu námskeiði er farið yfir ýmsar tegundir námskráa og uppsetningu á þeim. Hvernig tengingar eru við námskrár annars staðar í kerfinu g hvernig þær nýtast í daglegu starfi kennarans.

Tími:

Fimmtudaginn, 13. ágúst  kl. 09:00-10:30. Þátttakendur fá sendan námskeiðslink.

Verð:

Verð á einstakling 15.900.-

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

Mentorkerfið fyrir nýja kennara

Mentor fyrir nýja kennara

Við bjóðum nýjum kennurum í starfi upp á námskeið í Mentor kerfinu.  Farið verður í helstu grunnþætti sem gagnast kennaranum sem best t.d. forsíðuskipulag, ástundun, heimavinnuskráningar og samskipti við heimilin og fleira. Þá verða námslotur og verkefni kynnt stuttlega.

Tími

Þriðjudagur 18.ágúst kl. 13:00-15:00 -linkur með fjarfundarboði verður sendur.

Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað þeim kennurum sem hafa ekki notað Mentorkerfið í skólastarfi eða þá sem vilja rifja upp grunnatriðin.

Verð

15.900-

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

Fjarkynning á samþættingu Mentor og Google – ókeypis

Hér er um stutta fjarkynningu á því hvernig samþætting milli Mentorkerfisins og Google og Google Classroom virkar. Tengingin hentar vel þeim skólum sem nota Google Classroom og býður upp á ýmis þægindi fyrir kennarann. Kynningin er frí en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig og þá fá þeir sendan hlekk á námskeiðið áður en það hefst.

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

 

Kynning fyrir stjórnendur á nýjungum í Mentor

Skólastjórnendum er boðið upp á stutta fjarkynningu á nýjungum í Mentor sem koma í útgáfu um mánaðamótin ágúst/september en einnig verða rifjaðar upp breytingar sem gerðar hafa verið á árinu. Kynningin er skólum að kostnaðarlausu og verður tekin upp. Kynningin verður fimmtudaginn 17. september kl. 11-12.

Fjarkynningin fer fram með þeim hætti að stjórnendum sem þess óska verður sendur hlekkur á kynninguna með tölvupósti. Þeir sem áhuga hafa geta skráð sig hér:

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

 

Námslotur – fjarnámskeið

Lýsing:

Á þessu námskeiði verður farið í hvernig á að búa til námslotur og/eða afrita frá fyrra ári. Farið verður í helstu þætti sem gagnast kennaranum eins og skipulag námslotu, tengsl við viðmið út námskrám, tengsl við verkefni og námsmat.

Tími:

Námskeiðið 2 klst fjarnámskeið sem fimmtudaginn 20.ágúst kl. 9-11. Mikilvægt er að þátttakendur séu með góðan fjarfundabúnað.

Verð:

15.900 krónur

Skráning:

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

© InfoMentor 2020 / Vefsíða frá Bravissimo