Skoðaðu möguleikana
InfoMentor kerfið er í mikilli þróun og við erum sífellt að koma með viðbætur og nýjar einingar sem miða að því að styðja skólana við innleiðingu á hæfninámi. Hér er listi af námskeiðum sem skólar geta nýtt sér til að hámarka möguleika InfoMentor kerfisins með það að markmiði að styðja við faglegt starf, minnka vinnuálag kennara og auka árangur í skólastarfi.
Hvar viltu byrja?
Við bjóðum upp á margskonar námskeið fyrir stjórnendur, kennara og annað starfsfólk skóla. Þau eru ýmist haldin í skólunum eða hjá InfoMentor og geta verið frá klukkustundar kynningu upp í nokkra daga námskeið. Við mælum með ákveðnum leiðum fyrir skólana en viljum um leið að námskeiðið sé lagað að þörfum hvers skóla. Því er mikilvægt að við fáum upplýsingar frá skólanum um hverjar séu þeirra hugmyndir svo hægt sé að tengja efni námskeiðsins við þá vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólanum. Þannig nýtist námskeiðið þátttakendum betur og færni þeirra og öryggi til að halda áfram eykst.
Lýsing:
Á þessu námskeiði verður farið í hvernig á að búa til námslotur og/eða afrita frá fyrra ári. Farið verður í helstu þætti sem gagnast kennaranum eins og skipulag námslotu, tengsl við viðmið út námskrám, tengsl við verkefni og námsmat. Ef þú vilt auka þekkingu þína og færni í að nota námslotur fyrir næstu önn er þetta heppilegt námskeið til að byrja undirbúning.
Tími:
Námskeiðið er u.þ.b. 2 klst fjarnámskeið sem verður fimmtudaginn 21.janúar kl. 14-16.
Hlekkur verður sendur í tölvupósti fyrir fjarfundinn.
Verð:
15.900 krónur
Skráning:
Áframhald um málþroska með Dr. Valdísi Jónsdóttur
Mikilvægt er að þátttakendur skrái sig á fjarkynninguna.
Í fyrirlestrinum fer Valdís yfir muninn á málröskun og málþroskaröskun. Hún fjallar einnig um hvað það er í framsögn okkar sem getur valdið hlustandanum erfiðleikum og því torveldað skilning. Hvernig hægt er að varast misskilning. Hún bendir einnig á leiðir til að þjálfa einstaka þætti sem valda einstaklingum með málröskun erfiðleikum.
Tími:
25. janúar kl. 14-16
Endurtekið 28. janúar kl. 13.30-16
Námskeiðið er fjarnámskeið
Þátttakendur:
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að þekkja málþroskaröskun og eru að nota Mentor eða Karellen kerfin.
Kennari: Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Hér getur þú skráð þig!
Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.