Kynning
Country

„Það er skemmtilegra þegar maður veit að eitthvað er vel gert“

Skoðaðu möguleikana

InfoMentor kerfið er í mikilli þróun og við erum sífellt að koma með viðbætur og nýjar einingar sem miða að því að styðja skólana við innleiðingu á hæfninámi. Hér er listi af námskeiðum sem skólar geta nýtt sér til að hámarka möguleika InfoMentor kerfisins með það að markmiði að styðja við faglegt starf, minnka vinnuálag kennara og auka árangur í skólastarfi. 

Hvar viltu byrja?

Við bjóðum upp á margskonar námskeið fyrir stjórnendur, kennara og annað starfsfólk skóla. Þau eru ýmist haldin í skólunum eða hjá InfoMentor og geta verið frá klukkustundar kynningu upp í nokkra daga námskeið. Við mælum með ákveðnum leiðum fyrir skólana en viljum um leið að námskeiðið sé lagað að þörfum hvers skóla. Því er mikilvægt að við fáum upplýsingar frá skólanum um hverjar séu þeirra hugmyndir svo hægt sé að tengja efni námskeiðsins við þá vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólanum. Þannig nýtist námskeiðið þátttakendum betur og færni þeirra og öryggi til að halda áfram eykst.

Mentor sérfræðingur (fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara)

Mentor sérfræðingur (fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara)

Við bjóðum þeim sem vilja vera leiðandi í notkun nýja InfoMentors upp á sérstakt sérfræðinámskeið. Þar er farið yfir alla möguleika kerfisins með sérstakri áherslu á námslotur, verkefni, námsmat og samskipti við nemendur. Auk þess verður fjallað um tengingu við Google/Microsoft og aðrar spennandi einingar s.s. kannanir, rafræn próf og námsmöppu. Mentor sérfræðingar geta leikið lykilhlutverk í árangursríkri innleiðingu á kerfinu og verið öðrum kennurum til stuðnings og leiðsagnar.

Tími
Námskeiðin eru haldin reglulega. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er tólf og munu þátttakendur fá skírteini sem Mentor sérfræðingar að loknu námskeiði.

Þátttakendur
Námskeiðið er fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara í skólum. Mentor sérfræðingar fá staðfestingarskjal að loknu námskeiði og verða í framhaldi tengiliðir skólans við InfoMentor. Þeir munu fá námsefni og upplýsingar til að miðla áfram til síns skóla auk þess að fá reglulega fréttir af þróun og hvernig hægt er að nýta nýja kerfið til að auka árangur í skólastarfi.

Verð
Verð á einstakling er kr. 75.000.-

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Að leiða breytingar (fyrir skólastjórnendur)

Að leiða breytingar (fyrir skólastjórnendur)

Breytingar verða aldrei að veruleika nema tilgangur þeirra og ávinningur sé skýr. Innleiðing aðalnámskrár er mjög veigamikið verk enda fylgja henni breytingar sem þarf að leiða með opnum hug og veita áhrifum og aðstæðum athygli. Farið er í lykilatriði breytingastjórnunar s.s. innleiðingu, helstu hindranir, tímaáætlun og aðstoð við kennara. Þá verður einnig farið í gegnum grundvallarþætti hvað varðar leiðandi skóla sem byggðar eru á nýjum rannsóknum um nám sem kallar á ný vinnubrögð í skólastofunni.

Tími
Námskeiðið er kennt á tveimur dögum, 3 klukkustundir í hvort sinn. Hafa skal samband InfoMentor til að finna dagsetningar sem henta skólanum.

Þátttakendur
Skólastjórnendur og innleiðingarteymi frá einum skóla. Áætlaður fjöldi er 4-7 aðilar frá skóla.

Verð
95.000.- fyrir skóla eða sveitarfélag.

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Grunnnámskeið (fyrir kennara)

Grunnnámsskeið (fyrir kennara)

Skólastjórnendur geta óskað eftir námskeiði sem er sniðið að þörfum kennaranna í skólanum. Hægt er að leggja áherslu á ákveðna þætti sem þeir vilja taka fyrir og vinna þannig markvisst í því að fá alla kennara skólans til að nýta sér þá. Möguleiki er að flétta inn í námskeiðin umfjöllun um aðalnámskrá, rannsóknir á námsmati og öðru sem viðkemur skólastarfi. Stjórnendur þurfa að áætla tíma fyrir námskeiðið og gera grein fyrir sínum áherslum.

Tími
Stjórnendur gefa upp hvaða dagur myndi henta og hversu mikinn tíma er hægt að áætla fyrir námskeiðið. Við mælum með minnst 2-3 tíma námskeiði þar sem kennarar geta fengið tækifæri til að vinna í kerfinu með leiðsögn.

Þátttakendur
Allir kennarar skólans. Einnig hægt að fá námskeið fyrir minni hópa kennara en gott getur verið að skipta hópum upp eftir stigum eða fögum.

Verð
Verð námskeiðsins fer eftir lengd þess og viðfangsefni.

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri

Hæfnimiðað nám (fyrir deildarstjóra og kennara)

Nú bjóðum við nýtt námskeið þar sem farið er yfir hæfnimiðað nám og þau tækifæri sem gefast til að efla samskipti skóla við heimilin. Í aðalnámskrá er fjallað um það hvernig kennarar þurfa að gera nemendum sínum grein fyrir markmiðum náms og hvernig þeim miðar í átt að þeim. Samhliða því er mikil áhersla lögð á leiðsagnarmat en það felur í sér að kennari gefur nemendum reglulega endurgjöf og upplýsingar um hvernig hann geti bætt sig og náð tilteknum viðmiðum. Með þessu vinnulagi eykst ábyrgð nemenda á eigin námi og aðstandendur verða virkari þátttakendur í námi barnsins síns. Allir þeir möguleikarnir sem tengjast þessu í Mentor og styðja við hæfnimiðað nám verða teknir fyrir á námskeiðinu og um leið hvernig hægt er að miðla upplýsingum til heimilanna.

Tími
Námskeiðið er kl. 13:00-17:00

Staðsetning
Fellsmúli 26

Þátttakendur
Deildarstjórar og kennarar sem vilja efla þekkingu sína á hæfnimiðaðri kennslu og auknum samskiptum við heimilin.

Verð
Verð á einstakling: 21.900.-

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Persónuvernd

Ný Evrópureglugerð um persónuvernd kemur til framkvæmda í maí 2018 sem mun hafa áhrif á skólakerfið sem vinnur daglega með persónupplýsingar. Mjög mikilvægt er að skólar séu í stakk búnir til að standast kröfur hinnar nýju löggjafar, aðlagi starfsemi sína að settum reglum og tryggi að rétt sé unnið með persónuupplýsingar í skólakerfinu.

Mentor mun fara af stað með námskeið til að aðstoða skóla við innleiðingu á nýrri löggjöf með lög um grunnskóla til hliðsjónar.

Á námskeiðinu verður fjallað almennt um persónuvernd og nýja löggjöf.

Farið verður yfir helstu breytingar, skilgreiningar, markmið, meginreglur og gildissvið.

Skoðuð verða helstu hugtök og skilgreiningar á hlutverkum ábyrgðaraðila og vinnsluaðila, réttindi einstaklingsins og varðveislu gagna.

Þá verður einnig farið yfir innleiðingu á persónuvernd í skólum og yfir þær lagaheimildir sem grunnskólar hafa.

 Ávinningur skóla:

  • Almennur skilningur á tilgangi, markmiðum og inntaki nýrrar persónuverndarlöggjafar.
  • Þekking á vinnslu persónuupplýsingum, meginreglum og meðferð þeirra.
  • Greinagóð yfirferð með lög um grunnskóla til hliðsjónar.
  • Góð gögn sem gagnast við áframhaldandi vinnu skóla með innleiðingu á nýrri löggjöf.

Tími:

Námskeiðin eru haldin reglulega og er hvert námskeið 4 klukkustundir. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið eru tólf og munu þátttakendur fá skírteini um að þeir hafa lokið námskeiðinu.

Þátttakendur:

Námskeiðið er fyrir stjórnendur, verkefnastjóra, verðandi persónuverndarfulltrúa og aðra áhugasama. Þátttakendur fá námsefni og upplýsingar til að miðla áfram til síns skóla auk þess að fá regluleg fréttabréf  um þætti sem snúa að skólastarfi og persónuvernd.

Verð:

Verð á einstakling 38.900.-

© InfoMentor 2018 / Vefsíða frá Bravissimo