Kynning
Country
Choose country:

„Það er skemmtilegra þegar maður veit að eitthvað er vel gert“

Skoðaðu möguleikana

InfoMentor kerfið er í mikilli þróun og við erum sífellt að koma með viðbætur og nýjar einingar sem miða að því að styðja skólana við innleiðingu á hæfninámi. Hér er listi af námskeiðum sem skólar geta nýtt sér til að hámarka möguleika InfoMentor kerfisins með það að markmiði að styðja við faglegt starf, minnka vinnuálag kennara og auka árangur í skólastarfi. 

Hvar viltu byrja?

Við bjóðum upp á margskonar námskeið fyrir stjórnendur, kennara og annað starfsfólk skóla. Þau eru ýmist haldin í skólunum eða hjá InfoMentor og geta verið frá klukkustundar kynningu upp í nokkra daga námskeið. Við mælum með ákveðnum leiðum fyrir skólana en viljum um leið að námskeiðið sé lagað að þörfum hvers skóla. Því er mikilvægt að við fáum upplýsingar frá skólanum um hverjar séu þeirra hugmyndir svo hægt sé að tengja efni námskeiðsins við þá vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólanum. Þannig nýtist námskeiðið þátttakendum betur og færni þeirra og öryggi til að halda áfram eykst.

Mentor sérfræðingur (fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara)

Mentor sérfræðingur (fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara)

Við bjóðum þeim sem vilja vera leiðandi í notkun nýja InfoMentors upp á sérstakt sérfræðinámskeið. Þar er farið yfir alla möguleika kerfisins með sérstakri áherslu á námslotur, verkefni, námsmat og samskipti við nemendur. Auk þess verður fjallað um tengingu við Google/Microsoft og aðrar spennandi einingar s.s. kannanir, rafræn próf og námsmöppu. Mentor sérfræðingar geta leikið lykilhlutverk í árangursríkri innleiðingu á kerfinu og verið öðrum kennurum til stuðnings og leiðsagnar.

Tími
Námskeiðin eru haldin reglulega. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er tólf og munu þátttakendur fá skírteini sem Mentor sérfræðingar að loknu námskeiði.

Þátttakendur
Námskeiðið er fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara í skólum. Mentor sérfræðingar fá staðfestingarskjal að loknu námskeiði og verða í framhaldi tengiliðir skólans við InfoMentor. Þeir munu fá námsefni og upplýsingar til að miðla áfram til síns skóla auk þess að fá reglulega fréttir af þróun og hvernig hægt er að nýta nýja kerfið til að auka árangur í skólastarfi.

Verð
Verð á einstakling er kr. 75.000.-

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

Kynning á Google Classroom samtengingu – fjarfundur

Kynning á Google Classroom samtengingu – fjarfundur

Á þessum fjarfundi verður farið yfir hvernig þessi samtenging virkar og leiðarnar innan þess sýndar.

En samþættingin býður kennurum tækifæri til að nýta sér eiginleika Google og Google Classroom lausna á einum stað. Má þarf nefna dagatal, Google Drive, Google Classroom, tölvupóst og single-sign-on (notandi þarf eingöngu að skrá sig inn einu sinni inn og hefur þá aðgang að Mentor og Google).

Samþættingin felur í sér aðgengi að eftirfarandi atriðum:

 • SSO (Single Sign On) þar sem aðgangurinn að Google nýtist sem aðgangur notanda að Mentor.
 • Tölvupóstur (Google) er aðgengilegur inni í Mentor. Skrá þarf Google netfang í Mentor í stað netfangsins sem fyrir ef það er ekki tengt Google.
 • Aðgangur að Google Drive í Mentor.
 • Tenging milli Google Classroom og Mentor m.a. aðgengi að lotum,verkefnum, námsmati.
 • Dagatölin samþættast á báðum stöðum.

Tenging við Google Classroom hentar mjög vel þeim skólum sem vinna nú þegar í Google umhverfinu eða stefna á það. Kosturinn við tenginguna er m.a. sá  að hún gerir kennurum kleift að færast með auðveldum hætti á milli kerfa sem sparar tíma og einfaldar vinnuna.

Kennarar búa til áfanga/hóp í Classroom og tengja við lotur úr Mentor. Þá eru öll verkefni sem búin eru til í Classroom og tengd eru við skráðar lotur sjálfkrafa tengd við námsmatið í Mentor.

Tími
Fjarfundur – miðvikudaginn 11. september kl. 14:30-15:30

Þátttakendur
Kennarar og aðrir sem leiða Google starf innan skóla. Fjöldi þátttakanda takmarkast við 15-20 manns

Verð

Frítt

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

Grunnnámskeið (fyrir kennara)

Grunnnámsskeið (fyrir kennara)

Skólastjórnendur geta óskað eftir námskeiði sem er sniðið að þörfum kennaranna í skólanum. Hægt er að leggja áherslu á ákveðna þætti sem þeir vilja taka fyrir og vinna þannig markvisst í því að fá alla kennara skólans til að nýta sér þá. Möguleiki er að flétta inn í námskeiðin umfjöllun um aðalnámskrá, rannsóknir á námsmati og öðru sem viðkemur skólastarfi. Stjórnendur þurfa að áætla tíma fyrir námskeiðið og gera grein fyrir sínum áherslum.

Miðvikudaginn 21.ágúst ætlum við að bjóða upp á þann möguleikar að nýir kennarar sem vilja koma til okkar á grunnnámskeið geta gert það. Þá verðum við í Brekkuskóla á Akureyri föstudaginn, 16.ágúst með námskeið þar sem lögð verður áhersla á Námslotur og fleira. Skráning er hafin.

Tími
Stjórnendur gefa upp hvaða dagur myndi henta og hversu mikinn tíma er hægt að áætla fyrir námskeiðið. Við mælum með minnst 2-3 tíma námskeiði þar sem kennarar geta fengið tækifæri til að vinna í kerfinu með leiðsögn.

Þátttakendur
Allir kennarar skólans. Einnig hægt að fá námskeið fyrir minni hópa kennara en gott getur verið að skipta hópum upp eftir stigum eða fögum.

Verð
Verð námskeiðsins fer eftir lengd þess og viðfangsefni.

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

Hæfnimiðað nám (fyrir deildarstjóra og kennara)

Nú bjóðum við nýtt námskeið þar sem farið er yfir hæfnimiðað nám og þau tækifæri sem gefast til að efla samskipti skóla við heimilin. Í aðalnámskrá er fjallað um það hvernig kennarar þurfa að gera nemendum sínum grein fyrir markmiðum náms og hvernig þeim miðar í átt að þeim. Samhliða því er mikil áhersla lögð á leiðsagnarmat en það felur í sér að kennari gefur nemendum reglulega endurgjöf og upplýsingar um hvernig hann geti bætt sig og náð tilteknum viðmiðum. Með þessu vinnulagi eykst ábyrgð nemenda á eigin námi og aðstandendur verða virkari þátttakendur í námi barnsins síns. Allir þeir möguleikarnir sem tengjast þessu í Mentor og styðja við hæfnimiðað nám verða teknir fyrir á námskeiðinu og um leið hvernig hægt er að miðla upplýsingum til heimilanna.

Tími
Námskeiðið er kl. 13:00-17:00

Staðsetning
Fellsmúli 26

Þátttakendur
Deildarstjórar og kennarar sem vilja efla þekkingu sína á hæfnimiðaðri kennslu og auknum samskiptum við heimilin.

Verð
Verð á einstakling: 21.900.-

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

Námskrárgerð

Námskrárgerð

Þetta námskeið hentar þeim sem vinna í námskrárvinnu skólans sem og fyrir sérkennara.

Á námskeiðinu verður m.a farið í hvernig námskráin er gerð í Mentor, farið verður í að gera einstaklingsnámskrár, viðmiðabanka sem nýtist í sérkennslu og valgreinanámskrá.

Staðsetning : Fjarnámskeið eða staðnámskeið, nánar auglýst síðar

Tími: Nánar auglýst síðar

Verð á einstakling 14.800.-

Skráning

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

Kerfisstjórn

Á þessu námskeiði er farið yfir alla almennar skráningar og uppsetningu á Mentor. Farið verður m.a. yfir uppsetningu á nýju skólaári, nýju hópatré, skráningu á stundatöflum og gerð vitnisburðarskírteina.

Tími:

Næsta námskeið verður miðvikudaginn 8. ágúst frá 9:00-12:00

Námskeiðið er í Fellsmúla 26, 5. hæð.

Þátttakendur:

Námskeiðið er fyrir skrifstofustjóra, ritara og þá sem sjá um uppsetningu á Mentor innan hvers skóla. Hámarksfjöldi þátttakenda er tólf en mögulega fellur námskeiðið niður ef ekki næst næg þátttaka.

Verð:

Verð á einstakling 15.800.-

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

Fjarnámskeið fyrir skólastjórnendur og Mentor sérfræðinga

Mentor býður upp á fjarnámskeið ætlað skólastjórnendum og Mentor sérfræðingum í skólum. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjú stök skipti, það fyrsta verður 3 klst og síðan verða tvö 1 og ½ klukkustunda námskeið sem dreifist á tvær vikur. Með því móti geta þátttakendur prófað sig áfram í kerfinu milli námskeiða og velt upp spurningum sem kunna að vakna.

Áherslan á námskeiðinu verður meðal annars á:

 • Skólastjórnendahlutinn/kerfisstjórn – (aðgangsstýring, fyrirsagnir, hópaumsjón, ástundun o.fl.)
 • Forsíða – möguleikar við uppsetningu hennar
 • Starfsmenn – starfsupplýsingar, vinnuskýrslur, gildistími, hagstofuskýrsla o.fl.
 • Hópatré – skráning nemenda, tilfærsla milli bekkja/hópa, að búa til bekki/hópa
 • Hæfnikort – mismunandi leiðir, val á matskvörðum, umsagnir, árgangar/stig o.fl.
 • Námskrá – skólanámskrár, einstaklingsnámskrár o.fl.
 • Stundatöflur
 • Hæfnikortaskýrslur
 • Vitnisburður – stiklað á stóru

Þátttakendur á fjarnámskeiði fá sendan hlekk þar sem þeir tengjast inn á fjarfundarbúnað. Mikilvægt er að þátttakendur hafi góð heyrnatól og hljóðnema.

Tími

19.ágúst kl. 9:00-12:30, 2. sept. kl. 14:30-16:00 og 26. sept. kl. 14:30-16:00

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Veldu námskeið*
Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

 

 

© InfoMentor 2019 / Vefsíða frá Bravissimo