Kynning
Country

„Það er skemmtilegra þegar maður veit að eitthvað er vel gert“

Skoðaðu möguleikana

InfoMentor kerfið er í mikilli þróun og við erum sífellt að koma með viðbætur og nýjar einingar sem miða að því að styðja skólana við innleiðingu á hæfninámi. Hér er listi af námskeiðum sem skólar geta nýtt sér til að hámarka möguleika InfoMentor kerfisins með það að markmiði að styðja við faglegt starf, minnka vinnuálag kennara og auka árangur í skólastarfi. 

Hvar viltu byrja?

Við bjóðum upp á margskonar námskeið fyrir stjórnendur, kennara og annað starfsfólk skóla. Þau eru ýmist haldin í skólunum eða hjá InfoMentor og geta verið frá klukkustundar kynningu upp í nokkra daga námskeið. Við mælum með ákveðnum leiðum fyrir skólana en viljum um leið að námskeiðið sé lagað að þörfum hvers skóla. Því er mikilvægt að við fáum upplýsingar frá skólanum um hverjar séu þeirra hugmyndir svo hægt sé að tengja efni námskeiðsins við þá vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólanum. Þannig nýtist námskeiðið þátttakendum betur og færni þeirra og öryggi til að halda áfram eykst.

Einkamál: Hver eru einkenni málþroskaröskunar hjá börnum? -hvað er til ráða? – endurtekið

Lýsing: 

Þar sem síðasta kynning varð fjölmennari en gert hafði verið ráð fyrir þá er kynningin endurtekin. Mikilvægt er að þátttakendur skrái sig á fjarkynninguna. 

Erindið fjallar um helstu einkenni málþroskaröskunar og hvernig má vinna með börnunum í að byggja upp úrvinnsluminni, skilning á málinu, orðaforða og vinnsluminni. Skoðað verður hvernig röng hljóðskynjun og skortur á rökhugun koma í veg fyrir að þau byggi upp málgetu. Jafnframt hvernig getum við sem fagmenn getum áttað okkur á okkar tjáningarmáta, hvað er það í okkar málfari sem getur orðið þessum börnum verst. Hvað getum við sem fagmenn gert til að börnin skilji!

Tími:

23. nóvember kl. 14-16.

Námskeiðið er fjarnámskeið

Þátttakendur:

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að þekkja málþroskaröskun.

Kennari: Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Hér getur þú skráð þig! SKRÁNINGU ER LOKIÐ

Námskrágerð -fjárnámskeið 24. nóvember

Námskrárgerð í Mentorkerfinu:

Námskeiðið er ætlað kennurum, sérkennurum og stjórnendum sem vinna við námskrágerð í sínum skóla. Hámarksfjöldi þátttakenda er tíu en námskeiðið verður aðeins haldið ef næg þátttaka næst.

Á þessu námskeiði er farið yfir ýmsar tegundir námskráa og uppsetningu á þeim. Hvernig tengingar eru við námskrár annars staðar í kerfinu og hvernig þær nýtast í daglegu starfi kennarans.

Tími:

Þriðjudaginn, 24. nóvember  kl. 14:00-16:00. Þátttakendur fá sendan námskeiðslink.

Verð:

Verð á einstakling 15.900.-

  Veldu námskeið*
  Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

  Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

  Námslotur – fjarnámskeið

  Lýsing:

  Á þessu námskeiði verður farið í hvernig á að búa til námslotur og/eða afrita frá fyrra ári. Farið verður í helstu þætti sem gagnast kennaranum eins og skipulag námslotu, tengsl við viðmið út námskrám, tengsl við verkefni og námsmat. Ef þú vilt auka þekkingu þína og færni í að nota námslotur fyrir næstu önn er þetta heppilegt námskeið til að byrja undirbúning.

  Tími:

  Námskeiðið er u.þ.b. 2 klst fjarnámskeið sem verður miðvikudaginn 9. desember kl. 14-16.

  Hlekkur verður sendur í tölvupósti fyrir fjarfundinn.

  Verð:

  15.900 krónur

  Skráning:

   Veldu námskeið*
   Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

   Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

   © InfoMentor 2020 / Vefsíða frá Bravissimo