InfoMentor Logo

Tilkynning vegna heimildarlausrar upplýsingasöfnunar

20 febrúar, 2019

Í lok dags fimmtudaginn 14. febrúar varð uppvíst um heimildarlausa upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor af hálfu skráðs notanda hér á landi. Tókst viðkomandi að safna kennitölum og forsíðumyndum 422 nemenda í 96 skólum í sveitarfélögum um allt land á Íslandi, vegna veikleika í Mentor kerfinu. Jafnskjótt og málið kom upp brugðust hugbúnaðarsérfræðingar Mentor við og hefur veikleikanum þegar verið eytt og öryggi kerfisins tryggt. Jafnframt hefur sveitarfélögum, persónuverndarfulltrúum sveitarfélaga og skólastjórum allra skóla hér á landi verið gerð grein fyrir upplýsingasöfnuninni, einnig skólum þeirra nemenda sem upplýsingum var ekki safnað um.

Engin lykilorð í hættu
Hjá Mentor er málið litið mjög alvarlegum augum enda eiga notendur að geta treyst því að allar upplýsingar í kerfinu séu öruggar. Hugbúnaðarsérfræðingar hafa því skoðað ofan í kjölinn hvernig hægt var að nálgast upplýsingarnar og gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi kerfisins enn frekar. Sannreynt hefur verið að ekki var um að ræða neinar aðrar upplýsingar en kennitölu og forsíðumynd viðkomandi nemenda. Ekki var hægt að nálgast neinar aðrar upplýsingar né heldur breyta upplýsingum og engin lykilorð voru í hættu.

Á þessu stigi hefur Mentor til skoðunar réttarstöðu sína í málinu.

Reykjavík 18. febrúar 2019.

Ef frekari upplýsinga er óskað má hafa samband við ráðgjafa Mentors í síma 5205310 eða með því að senda póst á netfangið radgjafar@infomentor.is

Facebook
InfoMentor IS️ 2 klukkustundir ago

Moli vikunnar: Nú er skólar í óða önn að útskrifa nemendur í 10. bekk og færa inn lokamat. Við minnum á að leiðbeiningar fyrir skólana er að finna í hjálpinni innan kerfisins. Lokaskil á einkunnum fyrir flutning yfir í umsóknarkerfi framhaldsskólans er kl 12:00 þann 7.júní en hægt er að hafa samband ef það er nauðsynlegt að gera lagfæringar eftir það. Annars óskum við hjá InfoMentor öllum nemendum sem eru að ljúka grunnskólagöngunni innilega til hamingju með þann áfanga og óskum þeim alls hins besta í því sem öll taka sér fyrir hendur í framhaldinu!

Fylgdu okkur
  • Nýleg innlegg

  • Merkingar

  • Hafa samband

    InfoMentor
    Höfðabakki 9
    110 Reykjavík

    Sími: 520 5310
    Netfang: info@infomentor.is

    Infomentor

    Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

    InfoMentor Logo White
    © InfoMentor
    2023
    locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right