InfoMentor Logo

Nýr framkvæmdastjóri Mentor frá 1. mars

27 janúar, 2021

Brynja Baldursdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Mentor. Hún tekur við starfinu af Elfu Svanhildi Hermannsdóttur sem hefur verið framkvæmdastjóri frá 2019 en hún hefur verið ráðin forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar blindra og sjónskertra.
Brynja hefur starfað sem sérfræðingur hjá Mentor frá árinu 2018. Áður starfaði hún í tæp 20 ár við kennslu og stjórnun í grunnskólum í Reykjavík, lengst af í Hagaskóla og hefur yfirgripsmikla þekkingu á skólastarfi. Hún er með B.Ed gráðu í grunnskólakennslu og MA gráðu í Alþjóða samskiptum. Brynja hefur störf sem framkvæmdastjóri 1. mars nk.
Stjórn Mentor þakkar Elfu vel unnin störf og býður um leið Brynju velkomna í nýtt starf.

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

InfoMentor Logo White
© InfoMentor
2023
locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right