Kynning
Country
Choose country:

„Dýrmætt að geta fylgst með og stutt barnið sitt“

Stuðningur við faglegt starf

Karellen fyrir leikskóla er heildstætt upplýsingakerfi sem er hannað fyrir íslenska leikskóla. Kerfið býður upp á fjölbreytta möguleika og er megináherslan á tímasparnað stjórnenda, stuðning við faglegt starf og samskipti við foreldra. 

Á vinnusvæði starfsmanna er samansafn flýtiaðgerða og upplýsingareita sem á fljótlega hátt veita yfirsýn og auðvelda algengustu aðgerðir í kerfinu og appinu. Á vinnusvæðinu er listi yfir nemendahópa auk skráningarsvæðis til að merkja við mætingu, brottför, veikindi og fjarvistir. Þar er einnig að finna matseðil skólans og viðburðardagatal. 

 

Aðgangur foreldra að upplýsingum

Foreldrar hafa aðgang að upplýsingum bæði í gegnum app og vef. Kerfið býður upp á fjölbreytta möguleika í samskiptum. Áhersla hefur verið lögð á að auðvelda upplýsingamiðlun milli heimili og skóla. Lögð hefur verið áhersla á að hafa kerfið einfalt og aðgengilegt í hvaða tæki sem er.

 

 

Karellen APP

Framtíðin felst í tækninni og er Karellen appið bylting í samskiptum á milli skóla og heimilis.

Appið nýtist starfsmönnum sem flýtileið í öllum helstu daglegu skráningu. Foreldrar fá aðgang að helstu upplýsingum um barnið sitt og nýjustu myndir í gegnum appið.

 

Fyrir frekari upplýsingar um kerfið smellið HÉR

 

© InfoMentor 2022 / Vefsíða frá Bravissimo