Kynning
Country
Choose country:

„Dýrmætt að geta fylgst með og stutt barnið sitt“

Stuðningur við faglegt starf

InfoMentor fyrir leikskóla er heildstætt upplýsingakerfi sem er hannað fyrir íslenska og sænska leikskóla. Kerfið býður upp á fjölbreytta möguleika og er megináherslan á tímasparnað stjórnenda, stuðning við faglegt starf og samskipti við foreldra. Kennurum gefst kostur á að skipuleggja faglegt starf og gera áætlanir sem hægt er að  tengja við aðalnámskrá leikskóla og/eða námskrá leikskólans. 

Fjölmörg verkfæri eru í kerfinu og má þar meðal annars nefna myndræna viðveruskráningu, tímalínu, dagatal og persónumöppu þar sem hægt er að setja inn myndir, myndbönd og skjöl tengd barninu. Þá geta kennarar sett upp námslotur fyrir barn eða hóp barna sem hægt er að tengja við einstaklingsmarkmið, aðalnámskrá leikskóla og/eða skólanámskrá. Einnig er hægt á að skrá framvindu og vörður í þroska barnsins og námstengdan árangur.

Aðgangur foreldra að upplýsingum

Foreldrar hafa aðgang að upplýsingum í gegnum InfoMentor og kerfið býður upp á fjölbreytta möguleika í samskiptum. Áhersla hefur verið lögð á að auðvelda upplýsingamiðlun til heimilanna. Þegar skráðar eru upplýsingar er ekki aukin vinna að birta þær foreldrum og með reglulegum skráningum verða samskipti á milli skóla og heimila betri.

Í gegnum námslotur fá foreldrar allar upplýsingar um markmið og annað sem skólinn hefur sett börnunum og verða þannig enn meiri þátttakendur í leikskólanámi barna sinna. Lögð hefur verið áhersla á að hafa kerfið einfalt og aðgengilegt í hvaða tæki sem er.

© Sjunnesson Photography

© InfoMentor 2019 / Vefsíða frá Bravissimo