InfoMentor Logo

Kynningarfundur um nýtt námsmat

7 janúar, 2016

Fimmtudaginn 14. janúar 2016 frá kl. 14 – 16 verður haldinn kynningarfundur um nýtt námsmat í grunnskólum.

Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri InfoMentors mun í byrjun kynna hvernig hæfniviðmið og matsviðmið eru sett fram í InfoMentor og hvernig þau nýtast í daglegu skólastarfi. Í kjölfarið kynna Þorsteinn Sæberg skólastjóri og Sigurlaug Jensey Skúladóttir verkefnastjóri hvernig Árbæjarskóli er að innleiða nýja námsmatið hjá sér og hvaða tækifæri felast í því. Að lokum mun Auðunn Ragnarsson þróunarstjóri hjá InfoMentor segja frá samþættingu Google og Microsoft við Mentor en það eru áhugaverðir möguleikar sem hver og einn skóli ætti að kynna sér.

Fundurinn verður haldinn í Árbæjarskóla og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

© InfoMentor 2022
locklaptopearthmagnifiercrossmenuchevron-downarrow-right