InfoMentor Logo

Stelpur og tækni 2015

29 apríl, 2015

Þriðjudaginn 28. apríl var um hundrað stelpum úr 9. bekk nokkurra grunnskóla boðið í Háskólann í Reykjavík og í fjögur tæknifyrirtæki í tilefni “Girls in ICT Day”. Markmiðið var að kynna fyrir stelpunum og vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum. Að verkefninu standa Háskólinn í Reykjavík, Ský og Samtök iðnaðarins en verkefnið hefur hlotið styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála.

Stelpunar komu úr Breiðholti og Árbæ
Skólarnir sem tóku þátt í ár voru Fellaskóli, Hólabrekkuskóli, Ölduselsskóli og Árbæjarskóli.
Stelpurnar völdu sjálfar vinnusmiðju eftir áhugasviði en takmarkaður fjöldi var í hverjum hópi. Allar stelpur fóru í eina vinnustofu og eitt fyrirtæki.

„Girls in ICT Day“ er haldinn víða um Evrópu þann 24. apríl hvert ár og er styrktur af ITU (International Telecommunication Union) og Evrópusambandinu í tengslum við Digital Agenda-áætlunina. Þetta er í annað skiptið sem Ísland tekur þátt í þessum alþjóðlega degi.

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

© InfoMentor 2022
locklaptopearthmagnifiercrossmenuchevron-downarrow-right