InfoMentor Logo

Undirbúningur fyrir komandi skólaár og sumarfrí

13 júní, 2023

Nú eru flestir grunnskólar almennt komnir í sumarfrí en þó eru stjórnendur hluti af starfsfólki enn við störf enda þarf að undirbúa komandi skólaár. Við viljum minna á að innan kerfisins eru leiðbeiningar um ýmislegt er varðar undirbúning komandi skólaárs en einnig er þjónustuverið okkar opið í allt sumar. Símaþjónustan lokar þó 3.-21.júlí en tölvupóstum verður svarað og hægt er að óska eftir samtali. Flestir leikskólar eru með sumarlokanir þegar kemur inn í júlí.

Á nýju skólaári bjóðum við nokkra skóla velkomna en það eru m.a. Öxarfjarðarskóli, Grundaskóli á Akranesi, Kóraskóli sem er nýr skóli í Kópavogi og Leikskólinn Tangi á Ísafirði sem er einnig nýr leikskóli. Það er okkar ánægja að taka á móti nýjum viðskiptavinum og fá tækifæri til að þjónusta þá sem allra best.

Við hjá InfoMentor viljum nota tækifærið og þakka öllum skólunum okkar fyrir samstarfið á skólaárinu og megið þið sem starfið í skólunum, nemendur og aðstandendur njóta sumarsins og frídaganna sem allra best.

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

InfoMentor Logo White
© InfoMentor
2024
locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right