InfoMentor Logo

Janúar - fréttir frá InfoMentor

31 janúar, 2023

Við hjá InfoMentor leggjum áherslu á að vera í góðum samskiptum við viðskiptavini okkar og notendur. Þjónustuverið okkar tekur daglega við fyrirspurnum frá notendum varðandi ýmist mál sem tengjast Mentor og Karellen kerfinu og flestum fyrirspurnum er svarað samdægurs. Á síðasta ári héldum við reglulega fundi með skólastjórnendum í Karellen og nú í byrjun árs 2023 erum við að funda með skólastjórnendum í grunnskólum sem nota Mentor kerfið. Flestir fundirnir eru með fjarfundaformi enda allir orðnir mjög færir í þeirri tækni. Fundirnir eru gott tækifæri fyrir okkur of viðskiptavini til að fylgjast með því sem er á döfinni ásamt því að fá tækifæri til að spjalla. Við munum halda áfram á árinu 2023 að senda skólum mánaðarleg fréttabréf ásamt því að setja inn vikulegar ábendingar á FB síður Mentor og Karellen. Hjá Karellen hefur öflugur rýnihópur hist reglulega á fjarfundum og stefnt er að því að fara af stað með sambærilegan hóp fyrir Mentor kerfið mjög fljótlega. Upplýsingar um námskeið og kynningar er alltaf að finna á heimasíðu okkar ásamt því að frekari upplýsingar eru sendar í fréttabréfi. En nú er fimmti mánudagurinn í janúar að líða undir lok og við horfum til bjartari daga í febrúar með alls konar skemmtilegheitum eins og vetrarfríum, bolludegi og öskudegi.

Facebook
InfoMentor IS️ 16 klukkustundir ago

Moli vikunnar fjallar um kennaraappið sem er einstaklega þægileg leið fyrir kennara að merkja við mætingu nemenda. Appið er aðgengilegt fyrir bæði Android og iOS stýrikerfi og heitir InfoMentor starfsmenn eða staff.

Fylgdu okkur
  • Nýleg innlegg

  • Merkingar

  • Hafa samband

    InfoMentor
    Höfðabakki 9
    110 Reykjavík

    Sími: 520 5310
    Netfang: info@infomentor.is

    Infomentor

    Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

    InfoMentor Logo White
    © InfoMentor
    2023
    locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right