Við hjá InfoMentor leggjum áherslu á að vera í góðum samskiptum við viðskiptavini okkar og notendur. Þjónustuverið okkar tekur daglega við fyrirspurnum frá notendum varðandi ýmist mál sem tengjast Mentor og Karellen kerfinu og flestum fyrirspurnum er svarað samdægurs. Á síðasta ári héldum við reglulega fundi með skólastjórnendum í Karellen og nú í byrjun árs 2023 erum við að funda með skólastjórnendum í grunnskólum sem nota Mentor kerfið. Flestir fundirnir eru með fjarfundaformi enda allir orðnir mjög færir í þeirri tækni. Fundirnir eru gott tækifæri fyrir okkur of viðskiptavini til að fylgjast með því sem er á döfinni ásamt því að fá tækifæri til að spjalla. Við munum halda áfram á árinu 2023 að senda skólum mánaðarleg fréttabréf ásamt því að setja inn vikulegar ábendingar á FB síður Mentor og Karellen. Hjá Karellen hefur öflugur rýnihópur hist reglulega á fjarfundum og stefnt er að því að fara af stað með sambærilegan hóp fyrir Mentor kerfið mjög fljótlega. Upplýsingar um námskeið og kynningar er alltaf að finna á heimasíðu okkar ásamt því að frekari upplýsingar eru sendar í fréttabréfi. En nú er fimmti mánudagurinn í janúar að líða undir lok og við horfum til bjartari daga í febrúar með alls konar skemmtilegheitum eins og vetrarfríum, bolludegi og öskudegi.
InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík
Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is
Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.