InfoMentor Logo

Fréttir frá Mentor

1 mars, 2023

Endur við Tjörnina - mynd birt með leyfi Peter Callaghan

Í gær 28. febrúar var síðasti starfsdagur hennar Andreu okkar hér hjá InfoMentor en hún heldur nú á annan starfsvettvang. Viðskiptavinir okkar þekkja Andreu vel enda hefur hún starfað hér í 15 ár og fylgt kerfinu í gegnum alls konar breytingar. Við starfmenn InfoMentor þökkum henni innilega fyrir samstarfið, gleðina og jákvæðnina í gegnum árin og óskum henni alls hins besta á nýjum vettvangi.

Í janúar og febrúar hafa staðir yfir stuttir fjarfundir með skólastjórnendum í sveitarfélögum um allt land sem nota Mentor kerfið. Nú er hringnum lokað og við þökkum þátttakendum fyrir að mæta, góðar samræður og ábendingar. Boðið verður upp á einn opinn fund síðar í mars fyrir þá sem ekki gátu mætt en hann verður auglýstur í fréttabréfi fyrir marsmánuð sem sent verður á skólastjórnendur í næstu viku.

Við héldum sambærilega fundi með leikskólastjórnendum sem nota Karellen kerfið á síðasta ári og lauk þeirri umferð í janúar. Við þökkum þeim einnig fyrir þátttökuna og skemmtilegar umræður.

Facebook
InfoMentor IS️ 16 klukkustundir ago

Moli vikunnar fjallar um kennaraappið sem er einstaklega þægileg leið fyrir kennara að merkja við mætingu nemenda. Appið er aðgengilegt fyrir bæði Android og iOS stýrikerfi og heitir InfoMentor starfsmenn eða staff.

Fylgdu okkur
  • Nýleg innlegg

  • Merkingar

  • Hafa samband

    InfoMentor
    Höfðabakki 9
    110 Reykjavík

    Sími: 520 5310
    Netfang: info@infomentor.is

    Infomentor

    Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

    InfoMentor Logo White
    © InfoMentor
    2023
    locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right