Mentor app

Nú kynnum við nýtt app fyrir nemendur og aðstandendur sem gefur þeim kost á að fá allar nýjar skráningar frá skólanum beint í símann sinn. Tilkynning kemur þegar skránig hefur farið fram og hægt er að smella á hana til að skoða hana frekar í Mentor. Appið má sækja á App Store og Google Play.

Mentor kynnir Socratess

Í dag kynnir Mentor Socratess - nýja lausn sem stendur öllum skólum til boða þeim að kostnaðarlausu. Socratess nýtist skólum til að meta stöðu sína við innleiðingu á hæfnimiðuðu námi. Socratess #socratessbyInfoMentor

Ný útgáfa

Ný útgáfa fór í loftið í vikunni en frekari upplýsingar um hana geta kennarar og skólastjórnendur lesið í skilaboðum sem þeir fengu frá okkur í gegnum InfoMentor.

Ný útgáfa - 7. september

Ný útgáfa af InfoMentor fór í loftið að kvöldi 7. september. Helstu atriðin sem fylgja henni tengjast Námslotum en nú er kennsluáætlun orðin sér liður í uppsetningu hverrar lotu en ekki partur af grunnskráningu eins og áður var. Þar að auki er öll uppsetning á námslotum orðin einfaldari og útprentunin gefur notendum kost á að velja hvaða þætti úr lotunni á að prenta út.

Ný útgáfa

Ný útgáfa af InfoMentor fór í loftið í kvöld. Hún inniheldur ýmsar áhugaverðar nýjungar en einnig lagfæringar sem miða að því að einfalda kerfið fyrir notendur.

Lokaeinkunn 10. bekkjar

Ný útgáfa af InfoMentor fór í loftið í vikunni sem innihélt aðallega þætti sem viðkoma nýju námsmati. Má þar nefna skráningu valgreina, stjörnumerktar einkunnir og nýtt vitnisburðarskírteini.

Nánari upplýsingar má lesa í fréttabréfinu okkar »