Hvernig getum við bætt hlustun nemenda - fjarnámskeið 16. nóvember

Dr. Valdís Jónsdóttir, talmeinafræðingur, fjallar um hvað kennarar geta gert til að hlúa að málþroska barna. 

Tími:

Þriðjudaginn 16. nóvember  kl. 15:00-16:00

Námskeiðið er fjarnámskeið og þátttakendum að kostnarlausu.

Þátttakendur:

Allir þeir er starfa með börnum. 

 

 

 

Kynning á nýjungum í Mentor mars 2022 - skráning hafin

Við höfum nú sett inn kynningu sem fyrirhuguð er í mars á nýjungum í Mentor. Hér er um að ræða fjarkynningu sem verður haldin 18. mars klukkan 10:30. Á kynningunni verður farið í helstu nýjungar í næstu útgáfu á Mentor. Helsta nýjungin þar er eining sem skólar geta óskað eftir og felur í sér rafræn leyfisbréf sem vistast í kerfinu. Þeir stjórnendur sem áhuga hafa á kynningunni geta skráð sig í gegnum heimasíðu Mentors.

Búið er að opna fyrir skráningu. Skólar geta einnig pantað kynningu hjá okkur ef þörf er á en þá er best að senda póst á netfangið radgjafar@infomentor.is

Kveðja frá ráðgjöfum Mentors

Námskeið og kynningar í maí 2021

Í maí hafa verið auglýst tvö námskeið annað í gerð vitnisburðar í kerfinu og hitt í gerð námskráa. Námskeiðslýsingar og skráningu er að finna á heimasíðunni undir flipanum Námskeið.

Þá verður einnig boðið upp á kynningu á nýjungum í Mentor en fyrsta útgáfa ársins er í lok apríl. Kynningin er ætluð skólastjórnendum og áhugasamir skrá sig í gegnum heimasíðuna undir flipanum Námskeið. Kynningin er skólastjórnendum að kostnaðarlausu.

Þessi námskeið og kynning eru fjarnámskeið.

Námskeið á næstunni

Næsta auglýsta námskeið hjá InfoMentor er Kerfisstjóranámskeið sem kennst er sem fjarnámskeið og verður haldið 15. apríl. Skráning fer fram í gegnum heimasíðuna. Við hvetjum skóla sem vilja bóka hjá okkur námskeið fyrir haustið að gera það tímanlega. Þá verða haustnámskeiðin auglýst fljótlega en öll námskeið eru auglýst á heimasíðunni. Kveðja, ráðgjafar Mentors

Nordtech Group er nýir eigendur að InfoMentor

Nordtech Group AB í Svíþjóð hefur keypt allt hlutafé í InfoMentor ehf.  Hvorki verður breyting á starfsemi fyrirtækisins  hér á landi né rekstri og þjónustu við  Mentor og Karellen kerfin. Fjárfesting Nordech mun styrkja starfsemi InfoMentor ehf til langs tíma. Áfram verður lagður metnaður í þróun kerfisins, að þjónusta skóla og sveitarfélög og halda góðum og virkum tengslum við notendur.

Náum þreytu úr radd- og talfærum - Bætum raddheilsuna - fjarnámskeið

Náum þreytu úr radd- og talfærum - Bætum raddheilsuna

Raddheilsa margra kennara stenst ekki það raddálag sem fylgir starfinu, enda sýna rannsóknir að upp undir helmingur kennara þjáist af álagseinkennum í raddfærum.

Ástæðurnar má rekja til ýmissa þátta m.a. óvistvænna umhverfisáhrifa eins og að þurfa að tala í hávaða, í lélegri hljóðvist, eða í slæmum kringumstæðum eins og utandyra. Langalgengustu raddveilurnar eru raktar til rangrar raddbeitingar sem veldur vöðvaspennu í öllum þeim vöðvum sem stýra raddfærum eins og barka.

Dr. Valdís Jónsdóttir heldur fjarnámskeið um bætta raddheilsu en námskeiðið verður haldið í tvö skipti fyrir sama hóp í klukkutíma í senn. Fyrri hluti verður mánudaginn 8.mars milli 14-15 og seinni hluti 15.mars kl. 14-15.

Á námskeiðinu verður farið í hvaða vöðvar í radd – og talkerfi gefa sig og hvernig hægt er að snúa þróuninni til betri vegar. Farið verður í æfingar sem eiga að ná þreytu úr tal- og raddfæravöðvum. Takist það verður léttara að tala, röddin endist betur og líkamleg þreyta verður minni.

Verið með spegil hjá ykkur við tölvuskjáinn.

Skráning á námskeiðið er á heimsíðu Mentor og er um frítt námskeið að ræða. Þátttakendur eru þó beðnir um að skrá sig tímanlega.

 

Mentor app í Android útgáfum 10 og 11

Notendur sem eru með Mentor appið uppsett í Android símum, útgáfum 10 og 11, gætu þurft að setja appið upp á nýjan leik vegna uppfærslu í Google Play store. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Fjarnámskeið fyrir stjórnendur

Fjarnámskeið fyrir skólastjórnendur

Á þessu námskeiði er farið yfir þá þætti sem skólastjórnendur þurfa að hafa í huga fyrir skólabyrjun. Farið verður í:

Tími

6. ágúst kl. 13.30-15.30. Þátttakendur fá sent fjarfundarboð.

Verð

15.900-

    Mentor kerfið fyrir nýja kennara -fjarnámskeið

    Mentor fyrir nýja kennara

    Við bjóðum nýjum kennurum í starfi upp á námskeið í Mentor kerfinu.  Farið verður í helstu grunnþætti sem gagnast kennaranum sem best t.d. forsíðuskipulag, ástundun, heimavinnuskráningar og samskipti við heimilin og fleira. Þá verða námslotur og verkefni kynnt stuttlega.

    Tími

    Þriðjudagur 18.ágúst kl. 13:00-15:00 -linkur með fjarfundarboði verður sendur.

    Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað þeim kennurum sem hafa ekki notað Mentorkerfið í skólastarfi eða þá sem vilja rifja upp grunnatriðin.

    Verð

    15.900-

      Fjarnámskeið um vitnisburð 7. maí

      Mentor býður upp á stutt námskeið fyrir þá sem setja upp vitnisburðarskírteini í skólum. Farið verður í hvernig vitnisburður er settur upp fyrir 1.-9. bekk og einnig hvernig staðið er að vitnisburði við útskrift 10.bekkjar. Námskeiðið er klukkustundar fjarnámskeið.

      Tími:

      Næsta námskeið verður fimmtudaginn 7. maí kl. -15:00-16:00.

      Þátttakendur:

      Námskeiðið er fyrir skrifstofustjóra, ritara og og skólastjórnendur sem sjá um uppsetningu á vitnisburði.

      Þátttakendur fá sendan námskeiðslink í forritinu gotomeeting.

      Verð:

      Verð á einstakling 7.500-

      Skráning