Nú geta skólar sem þess óska tekið upp þá nýjung að hafa rafræn leyfisbréf í kerfinu. Með rafrænum leyfisbréfum geta aðstandendur sótt um leyfi fyrir fleiri daga í gegnum appið og skólinn samþykkt sín megin og skráð leyfið. Leyfisbréfin vistast rafrænt hjá skólanum og aðstandendum. Ef skólinn þinn vill kynna sér málið frekar þá má hafa samband við ráðgjafa okkar með því að senda póst í netfangið radgjafar@infomentor.is
Handbók fyrir aðstandendur
Í handbók aðstandenda er farið yfir helstu þætti kerfisins og m.a. sýnt hvernig aðstandendur geta aðstoðað börnin við að útbúa lykilorð að kerfinu. Smelltu á hlekkinn til að opna handbókina: Handbók fyrir aðstandendur eða Parents Manual for Mentor sem er enska útgáfan.
Í handbók fyrir nemendur er fjallað um helstu þætti sem Minn Mentor býður upp á fyrir nemandann m.a. hvernig aðgangur er stofnaður. Smelltu á hlekkinn til að opna skjalið Handbók fyrir nemendur