Rafræn leyfisbréf

Nú geta skólar sem þess óska tekið upp þá nýjung að hafa rafræn leyfisbréf í kerfinu. Með rafrænum leyfisbréfum geta aðstandendur sótt um leyfi fyrir fleiri daga í gegnum appið og skólinn samþykkt sín megin og skráð leyfið. Leyfisbréfin vistast rafrænt hjá skólanum og aðstandendum. Ef skólinn þinn vill kynna sér málið frekar þá má hafa samband við ráðgjafa okkar með því að senda póst í netfangið radgjafar@infomentor.is

Nýr framkvæmdastjóri Mentor frá 1. mars

Brynja Baldursdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Mentor. Hún tekur við starfinu af Elfu Svanhildi Hermannsdóttur sem hefur verið framkvæmdastjóri frá 2019 en hún hefur verið ráðin forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar blindra og sjónskertra.
Brynja hefur starfað sem sérfræðingur hjá Mentor frá árinu 2018. Áður starfaði hún í tæp 20 ár við kennslu og stjórnun í grunnskólum í Reykjavík, lengst af í Hagaskóla og hefur yfirgripsmikla þekkingu á skólastarfi. Hún er með B.Ed gráðu í grunnskólakennslu og MA gráðu í Alþjóða samskiptum. Brynja hefur störf sem framkvæmdastjóri 1. mars nk.
Stjórn Mentor þakkar Elfu vel unnin störf og býður um leið Brynju velkomna í nýtt starf.

Þjónusta yfir hátíðarnar

Símaþjónusta Mentor er lokuð 23. desember og 28.-30 desember. Pósti verður svarað alla þessa daga. Gleðilega hátíð.

Áframhald um málröskun og málþroskaröskun með Dr. Valdísi Jónsdóttur

Lýsing: 

Mikilvægt er að þátttakendur skrái sig á fjarkynninguna. 

Í fyrirlestrinum fer Valdís yfir muninn á málröskun og málþroskaröskun.  Hún fjallar einnig um hvað það er í framsögn okkar sem getur valdið hlustandanum erfiðleikum og því torveldað skilning. Hvernig hægt er að varast misskilning. Hún bendir einnig á leiðir til að þjálfa einstaka þætti sem valda einstaklingum með málröskun erfiðleikum.

Tími:

25. janúar kl. 14-16 - FULLT

Endurtekið 28. janúar kl. 13.30-15.30

Námskeiðið er fjarnámskeið

Þátttakendur:

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að þekkja málþroskaröskun og eru að nota Mentor eða Karellen kerfin.

Kennari: Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

 

 

Leiðbeiningar fyrir notendur

Við bendum notendum á að á heimasíðu okkar er að finna leiðbeiningar að kerfinu fyrir ólíka notendahópa eins og aðstandendur og nemendur, kennara og starfsfólk og stjórnendur. Aðstandendur geta m.a. nálgast handbók fyrir aðstandendur sem PDF skjal á þessu svæði. Það er von okkar að aðstoðin nýtist notendum okkar sem allra best sjá; https://www.infomentor.is/adstod

Ráðgjafar Mentors

Sumarlokun skrifstofu Mentors og Karellen

Skrifstofa Mentor og Karellen verður lokuð vegna sumarfría frá og með mánudeginum 6. júlí til og með föstudagsins 24. júlí. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 27. júlí. Ef nauðsynlega þarf að ná í ráðgjafa er notendum bent á að senda tölvupóst á radgjafar@infomentor.is eða info@karellen.is þar sem vandanum er lýst og honum verður svarað eins fljótt og unnt er. Njótið sumarsins!

Kerfisstjóranámskeið fyrir ritara og skrifstofstjóra - framhaldsnámskeið

Kerfisstjóranámskeið fyrir skrifstofustjóra og ritara

Framhaldsnámskeið 7. ágúst

Námskeiðið er ætlað skrifstofustjórum, riturum og þeim sem sjá um uppsetningu á Mentor innan hvers skóla og hafa nokkra reynslu af kerfinu. Hámarksfjöldi þátttakenda er níu en námskeiðið verður aðeins haldið ef næg þátttaka næst.

Á þessu námskeiði er farið ítarlega yfir allar almennar skráningar og uppsetningu á Mentor. Það verður farið mun dýpra í alla þætti en á grunnnámskeiðinu. Farið verður m.a. í hvað þarf að hafa í huga fyrir skólabyrjun, afritun hópatrés og uppröðun, skráningu á stundatöflum, aðgangsstjórnun, skýrslur og gerð vitnisburðarskírteina.

Tími:

Næsta námskeið verður föstudaginn 7. ágúst kl 09-12.

Námskeiðið er í húsnæði Infomentor, Höfðabakka 9, bogahús, 5. hæð.

Verð:

Verð á einstakling 21.900.-

  Mentor sérfræðingur (fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara)

  11. og 12. ágúst - Mentor sérfræðingur (fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara)

  Við bjóðum þeim sem vilja vera leiðandi í notkun InfoMentors upp á sérstakt sérfræðinámskeið. Þar er farið yfir alla möguleika kerfisins með sérstakri áherslu á námslotur, verkefni, námsmat og samskipti við nemendur og aðstandendur. Mentor sérfræðingar geta leikið lykilhlutverk í árangursríkri innleiðingu á kerfinu og verið öðrum kennurum til stuðnings og leiðsagnar.

  Tími
  11. ágúst frá 9-16 og 12. ágúst frá 9-12.

  Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið eru 9.

  Námskeiðið er haldið hjá Infomentor á Höfðabakka 9, bogahús á 5. hæð.

  Þátttakendur
  Námskeiðið er fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og kennara í skólum. Mentor sérfræðingar fá staðfestingarskjal að loknu námskeiði og verða í framhaldi tengiliðir skólans við InfoMentor. Þeir munu fá námsefni og upplýsingar til að miðla áfram til síns skóla auk þess að fá reglulega fréttir af þróun og hvernig hægt er að nýta nýja kerfið til að auka árangur í skólastarfi.

  Verð
  Verð á einstakling er kr. 75.000.-

  Hér getur þú skráð þig!

  Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

   Tilkynning vegna heimildarlausrar upplýsingasöfnunar

   Í lok dags fimmtudaginn 14. febrúar varð uppvíst um heimildarlausa upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor af hálfu skráðs notanda hér á landi. Tókst viðkomandi að safna kennitölum og forsíðumyndum 422 nemenda í 96 skólum í sveitarfélögum um allt land á Íslandi, vegna veikleika í Mentor kerfinu. Jafnskjótt og málið kom upp brugðust hugbúnaðarsérfræðingar Mentor við og hefur veikleikanum þegar verið eytt og öryggi kerfisins tryggt. Jafnframt hefur sveitarfélögum, persónuverndarfulltrúum sveitarfélaga og skólastjórum allra skóla hér á landi verið gerð grein fyrir upplýsingasöfnuninni, einnig skólum þeirra nemenda sem upplýsingum var ekki safnað um.

   Engin lykilorð í hættu
   Hjá Mentor er málið litið mjög alvarlegum augum enda eiga notendur að geta treyst því að allar upplýsingar í kerfinu séu öruggar. Hugbúnaðarsérfræðingar hafa því skoðað ofan í kjölinn hvernig hægt var að nálgast upplýsingarnar og gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi kerfisins enn frekar. Sannreynt hefur verið að ekki var um að ræða neinar aðrar upplýsingar en kennitölu og forsíðumynd viðkomandi nemenda. Ekki var hægt að nálgast neinar aðrar upplýsingar né heldur breyta upplýsingum og engin lykilorð voru í hættu.

   Á þessu stigi hefur Mentor til skoðunar réttarstöðu sína í málinu.

   Reykjavík 18. febrúar 2019.

   Ef frekari upplýsinga er óskað má hafa samband við ráðgjafa Mentors í síma 5205310 eða með því að senda póst á netfangið radgjafar@infomentor.is