Kynning á nýjungum í Mentor mars 2022 - skráning hafin

Við höfum nú sett inn kynningu sem fyrirhuguð er í mars á nýjungum í Mentor. Hér er um að ræða fjarkynningu sem verður haldin 18. mars klukkan 10:30. Á kynningunni verður farið í helstu nýjungar í næstu útgáfu á Mentor. Helsta nýjungin þar er eining sem skólar geta óskað eftir og felur í sér rafræn leyfisbréf sem vistast í kerfinu. Þeir stjórnendur sem áhuga hafa á kynningunni geta skráð sig í gegnum heimasíðu Mentors.

Búið er að opna fyrir skráningu. Skólar geta einnig pantað kynningu hjá okkur ef þörf er á en þá er best að senda póst á netfangið radgjafar@infomentor.is

Kveðja frá ráðgjöfum Mentors

Kynningarfundur fyrir leikskóla

Við bjóðum alla velkomna á kynningu á nýju leikskólakerfi sem hannað hefur verið með þarfir leikskólans í fyrirrúmi. Kerfið býður upp á fjölbreytta möguleika, auðveldar skráningu og yfirsýn kennara og stjórnenda. Samhliða því er góð upplýsingamiðlun á meðal starfsmanna og til heimilanna.

Kynningarfundurinn verður haldinn í húsakynnum Mentors að Fellsmúla 26 þann 31. mars kl. 15:00.

Upptökur af kynningarfundinum

Upptökur af kynningarfundinum sem haldinn var í Árbæjarskóla þann 14. janúar.
Um er að ræða þrjár upptökur:
I. hluti - Þorsteinn Sæberg skólastjóri og Sigurlaug Jensey Skúladóttir verkefnastjóri kynna hvernig Árbæjarskóli er að innleiða nýja námsmatið og hvernig þau nýta InfoMentor »
II. hluti - Vilborg Einarsdóttir fer yfir þá möguleika sem gefast með nýrri kynslóð af InfoMentor »
III hluti - Umræður sem fóru fram í lok fundar »

Kynningarfundur verður tekinn upp

Kynningarfundur um námsmat sem haldinn verður fimmtudaginn 14. janúar kl. 14:00-16:00 verður tekinn upp. Því geta þeir sem eiga erfitt með að mæta nálgast upptökuna af honum á heimasíðunni okkar í kjölfarið.

Fundurinn verður haldinn í Árbæjarskóla og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kynningarfundur um nýtt námsmat

Fimmtudaginn 14. janúar 2016 frá kl. 14 – 16 verður haldinn kynningarfundur um nýtt námsmat í grunnskólum.

Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri InfoMentors mun í byrjun kynna hvernig hæfniviðmið og matsviðmið eru sett fram í InfoMentor og hvernig þau nýtast í daglegu skólastarfi. Í kjölfarið kynna Þorsteinn Sæberg skólastjóri og Sigurlaug Jensey Skúladóttir verkefnastjóri hvernig Árbæjarskóli er að innleiða nýja námsmatið hjá sér og hvaða tækifæri felast í því. Að lokum mun Auðunn Ragnarsson þróunarstjóri hjá InfoMentor segja frá samþættingu Google og Microsoft við Mentor en það eru áhugaverðir möguleikar sem hver og einn skóli ætti að kynna sér.

Fundurinn verður haldinn í Árbæjarskóla og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kynningarfundur á fimmtudag

Microsoft á Íslandi, InfoMentor og Ölduselsskóli bjóða til kynningarfundar sem haldinn verður fimmtudaginn, 12. nóvember kl. 16:00 í Ölduselsskóla. Þar verða til umfjöllunar tækifærin sem gefast með nýtingu tækinnar í skólastarfi.

Dagskrá fundarins: