InfoMentor Logo

Mentor tilnefnt til BETT verðlauna 2016

13 janúar, 2016

infomentor-bett-awards-2016Mentor hefur verið tilnefnt annað árið í röð til BETT verðlauna í flokki þeirra fyrirtækja sem bjóða veflausnir fyrir skólasamfélagið. BETT er árleg sýning á sviði menntunar sem haldin er í ExCel í London. Í ár munu 830 aðilar kynna vöru sína en þetta er ein stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Á síðasta ári heimsóttu 35.000 kennarar sýninguna og fengu þeir eflaust margar góðar hugmyndir til að efla sitt starf.
 
BETT verðlaunin er mjög eftirsóknarverð meðal fyrirtækja sem starfa í skólasamfélaginu og tilnefning til þeirra er mikill heiður fyrir Mentor. Það er ánægjulegt að það sé tekið eftir því sem Mentor er að gera og við bíðum spennt eftir niðurstöðum sem verða kynntar á sýningunni eða nánar tiltekið þann 21. janúar.

Við hvetjum alla til að heimsækja okkur á BETT – við erum á B:200 »

Tilnefningar til BETT verðlauna 2016 »

Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

© InfoMentor 2022
locklaptopearthmagnifiercrossmenuchevron-downarrow-right