Starfsdagur 24. október 2022
Mánudaginn 24. október verður starfsdagur hjá starfsfólki InfoMentor og Karellen. Símtölum verður ekki svarað þann dag en hægt er að senda tölvupóst á netföngin radgjafar@infomentor.is og info@karellen.is og verður brugðist við þeim póstum sem berast eins fljótt og auðið er.
Starfsfólk InfoMentor og Karellen
Handbók fyrir aðstandendur
Í handbók aðstandenda er farið yfir helstu þætti kerfisins og m.a. sýnt hvernig aðstandendur geta aðstoðað börnin við að útbúa lykilorð að kerfinu. Smelltu á hlekkinn til að opna handbókina: Handbók fyrir aðstandendur eða Parents Manual for Mentor sem er enska útgáfan.
Í handbók fyrir nemendur er fjallað um helstu þætti sem Minn Mentor býður upp á fyrir nemandann m.a. hvernig aðgangur er stofnaður. Smelltu á hlekkinn til að opna skjalið Handbók fyrir nemendur
Hvernig getum við bætt hlustun nemenda - fjarnámskeið 16. nóvember
Dr. Valdís Jónsdóttir, talmeinafræðingur, fjallar um hvað kennarar geta gert til að hlúa að málþroska barna.
Tími:
Þriðjudaginn 16. nóvember kl. 15:00-16:00
Námskeiðið er fjarnámskeið og þátttakendum að kostnarlausu.
Þátttakendur:
Allir þeir er starfa með börnum.
Kynning á nýjungum í Mentor mars 2022 - skráning hafin
Við höfum nú sett inn kynningu sem fyrirhuguð er í mars á nýjungum í Mentor. Hér er um að ræða fjarkynningu sem verður haldin 18. mars klukkan 10:30. Á kynningunni verður farið í helstu nýjungar í næstu útgáfu á Mentor. Helsta nýjungin þar er eining sem skólar geta óskað eftir og felur í sér rafræn leyfisbréf sem vistast í kerfinu. Þeir stjórnendur sem áhuga hafa á kynningunni geta skráð sig í gegnum heimasíðu Mentors.
Búið er að opna fyrir skráningu. Skólar geta einnig pantað kynningu hjá okkur ef þörf er á en þá er best að senda póst á netfangið radgjafar@infomentor.is
Kveðja frá ráðgjöfum Mentors
Námskeið og kynningar í maí 2021
Í maí hafa verið auglýst tvö námskeið annað í gerð vitnisburðar í kerfinu og hitt í gerð námskráa. Námskeiðslýsingar og skráningu er að finna á heimasíðunni undir flipanum Námskeið.
Þá verður einnig boðið upp á kynningu á nýjungum í Mentor en fyrsta útgáfa ársins er í lok apríl. Kynningin er ætluð skólastjórnendum og áhugasamir skrá sig í gegnum heimasíðuna undir flipanum Námskeið. Kynningin er skólastjórnendum að kostnaðarlausu.
Þessi námskeið og kynning eru fjarnámskeið.
Næsta auglýsta námskeið hjá InfoMentor er Kerfisstjóranámskeið sem kennst er sem fjarnámskeið og verður haldið 15. apríl. Skráning fer fram í gegnum heimasíðuna. Við hvetjum skóla sem vilja bóka hjá okkur námskeið fyrir haustið að gera það tímanlega. Þá verða haustnámskeiðin auglýst fljótlega en öll námskeið eru auglýst á heimasíðunni. Kveðja, ráðgjafar Mentors
Nordtech Group er nýir eigendur að InfoMentor
Nordtech Group AB í Svíþjóð hefur keypt allt hlutafé í InfoMentor ehf. Hvorki verður breyting á starfsemi fyrirtækisins hér á landi né rekstri og þjónustu við Mentor og Karellen kerfin. Fjárfesting Nordech mun styrkja starfsemi InfoMentor ehf til langs tíma. Áfram verður lagður metnaður í þróun kerfisins, að þjónusta skóla og sveitarfélög og halda góðum og virkum tengslum við notendur.
Náum þreytu úr radd- og talfærum - Bætum raddheilsuna - fjarnámskeið
Náum þreytu úr radd- og talfærum - Bætum raddheilsuna
Raddheilsa margra kennara stenst ekki það raddálag sem fylgir starfinu, enda sýna rannsóknir að upp undir helmingur kennara þjáist af álagseinkennum í raddfærum.
Ástæðurnar má rekja til ýmissa þátta m.a. óvistvænna umhverfisáhrifa eins og að þurfa að tala í hávaða, í lélegri hljóðvist, eða í slæmum kringumstæðum eins og utandyra. Langalgengustu raddveilurnar eru raktar til rangrar raddbeitingar sem veldur vöðvaspennu í öllum þeim vöðvum sem stýra raddfærum eins og barka.
Dr. Valdís Jónsdóttir heldur fjarnámskeið um bætta raddheilsu en námskeiðið verður haldið í tvö skipti fyrir sama hóp í klukkutíma í senn. Fyrri hluti verður mánudaginn 8.mars milli 14-15 og seinni hluti 15.mars kl. 14-15.
Á námskeiðinu verður farið í hvaða vöðvar í radd – og talkerfi gefa sig og hvernig hægt er að snúa þróuninni til betri vegar. Farið verður í æfingar sem eiga að ná þreytu úr tal- og raddfæravöðvum. Takist það verður léttara að tala, röddin endist betur og líkamleg þreyta verður minni.
Verið með spegil hjá ykkur við tölvuskjáinn.
Skráning á námskeiðið er á heimsíðu Mentor og er um frítt námskeið að ræða. Þátttakendur eru þó beðnir um að skrá sig tímanlega.
Mentor app í Android útgáfum 10 og 11
Notendur sem eru með Mentor appið uppsett í Android símum, útgáfum 10 og 11, gætu þurft að setja appið upp á nýjan leik vegna uppfærslu í Google Play store. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.