Desember styrkur til Barnaheilla

Í desember styrkir InfoMentor Barnaheill á Íslandi en í stað þess að senda jóla- og áramótakveðju í pósti þá hafa undanfarin ár verið sendar rafrænar kveðjur en þess í stað styrkjum við góð málefni. Barnaheill er hluti af alþjóðlegu samtökunum Save the Children sem vinnur að málefnum og réttindum barna um allan heim.

https://www.barnaheill.is/

Jólakveðja frá InfoMentor

Við hjá InfoMentor og Karellen óskum öllum notendum kerfanna gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þjónustuver okkar er opið milli jóla- og nýárs þannig að það má senda fyrirspurnir á radgjafar@infomentor.is og info@karellen.is og við svörum um hæl.

Áskriftargjöld skóla verða ekki hækkuð 2023

Hjá InfoMentor á Íslandi hefur verið ákveðið að hækka ekki áskriftargjöld skóla sem nota Mentor og Karellen kerfin í grunn- og leikskólum. Þannig að gjöld skólanna munu standa í stað á milli ára og engin vísitöluhækkun verður gerð um áramót. Mörg sveitarfélög standa höllum fæti þessa stundina og með þessari ákvörðun viljum við leggja okkar að mörkum við að tryggja efnahagslegan stöðugleika.

Rafræn leyfisbréf

Nú geta skólar sem þess óska tekið upp þá nýjung að hafa rafræn leyfisbréf í kerfinu. Með rafrænum leyfisbréfum geta aðstandendur sótt um leyfi fyrir fleiri daga í gegnum appið og skólinn samþykkt sín megin og skráð leyfið. Leyfisbréfin vistast rafrænt hjá skólanum og aðstandendum. Ef skólinn þinn vill kynna sér málið frekar þá má hafa samband við ráðgjafa okkar með því að senda póst í netfangið radgjafar@infomentor.is