Febrúar fréttir frá InfoMentor

Þá er febrúar senn á enda og flestir skólar hafa verið í vetrarfríum eða eru um það bil að ljúka þeim. Í febrúar hafa einnig verið skemmtilegir dagar eins og bolludagur, sprengidagur og öskudagur þar sem mikið er um gleði og skemmtun í skólunum. Hjá okkur hjá InfoMentor hefur mánuðurinn verið annasamur en í senn ánægjulegur. Í byrjun mánaðarins tókum við þátt í UTmessunni í Hörpu þar sem fjölmörg tæknifyrirtæki kynntu starfsemi sína og á laugardeginum var opið fyrir gesti og gangandi. Það var sérstaklega ánægjulegt þegar að börn stoppuðu við básinn okkar því þau þekktu til kerfanna okkar InfoMentor og Karellen og fengu sér góðgæti í leiðinni.

Snemma í febrúar var fyrsta útgáfa ársins en þá var kynnt til sögunnar að nota fréttir innan kerfisins fyrir starfsmannahópa og stutt er í að næsta útgáfa mæti á svæðið en hún er áætluð um mánaðamótin. Í næstu útgáfu verða nokkrar nýjungar eins og það að skólar geta stillt að t.d. umsjónarkennarar fái tilkynningar ef nemendur þeirra fara yfir ákveðið miklar fjarvistir. Einnig verða smávægilegar breytingar á námslotum og leyfisbeiðnum í kerfinu. Í næsta fréttabréfi sem sent verður út í byrjun mars til skólastjórnenda verða helstu nýjungar kynntar ásamt því að haldin verður fjarkynning snemma í mars á helstu nýjungum og skráningarform verður sett hér á heimsíðuna.

Nýjungar og fréttir frá InfoMentor

Í janúar kynntum við hjá InfoMentor þá nýjung að nota fréttir í kerfinu fyrir starfsmannahópa en leiðbeiningar varðandi það hafa verið sendar til allra skóla. Áður var fréttum beint að aðstandendum og nemendum en nú hafa starfsmannahópar bæst við. Fréttir í kerfinu hafa verið notaðar um nokkurt skeið og eru ein af samskiptaleiðunum sem skólar geta nýtt sér til að eiga samskipti við aðstandendur og nemendur og eru einstaklega heppileg leið til að senda t.d. vikupósta. Þegar að ný frétt er birt þá fær notandinn tilkynningu um nýja frétt og auðvelt er að hafa yfirsýn yfir allar virkar fréttir en tölvupóstar eiga það til að týnast í pósthólfum. Þannig að við mælum eindregið með að nota fréttir til samskipta.

Miðvikudaginn 31. janúar er boðið upp á kynningu á nýjungum og þá verður m.a. sýnt hvernig hægt er að nota fréttir fyrir starfsmannahópa. Um fjarkynningu er að ræða en nánari upplýsingar og skráning má finna hér https://www.infomentor.is/nyjungar2/

Stöðugt er verið að þróa kerfið og betrum bæta en t.d. er von á uppfærslu á foreldraviðtalseiningunni í kerfinu og ýmislegt fleira.

Þá viljum við benda á að við hjá InfoMentor tökum þátt í UT messunni sem haldin verður í Hörpunni 2. og 3. febrúar en laugardagurinn 3. febrúar er opinn öllum sem áhuga hafa. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Um leið og við sendum ykkur jólakveðju þá viljum við nefna að í ár rennur jólastyrkurinn okkar hjá InfoMentor og Karellen til Rauða krossins eða nánar tiltekið til Grindavíkursöfnunarinnar. Ákvörðun um hvert styrkurinn fer ár hvert er sameiginleg ákvörðun starfsmanna.

Fréttir frá InfoMentor

Í nóvember hefur ýmislegt verið í gangi hjá okkur hjá InfoMentor á Íslandi. Eins og undanfarin ár þá sendum við út notendakönnun í nóvember til viðskiptavina sem nota Mentor kerfið í grunnskóla og Karellen kerfið í leikskóla. Niðurstöður þeirrar könnunnar eru okkur mikilvægur leiðarvísir í samskiptum okkar við viðskiptavini og við þróun kerfanna. Vikulega eru settar inn stuttar upplýsingar eða leiðbeiningar inn á Facebook síðurnar okkar fyrir InfoMentor og Karellen og við hvetjum þá sem vilja fylgjast með miðvikudagsmolunum okkar að fylgja okkur á Facebook.

Nóvember hefur einnig einkennst af námskeiðshaldi, kynningum og fundum með viðskiptavinum en það er alltaf ánægjulegt að hitta fólk og spjalla. Í haust kynntum við nýjung í Mentor kerfinu sem við köllum starfshópa og á næstunni munum við kynna aðra nýjung sem snýr að möguleikanum að beina fréttum að starfsfólki. Þá eru alltaf einhverjar endurbætur og nýjungar í gangi í báðum kerfum. Margir Karellen leikskólar hafa verið að bæta við sig gjaldakerfinu en sú viðbót sparar mikla vinnu í meðalstórum og stórum leikskólum við að reikna út og útfæra leikskólagjöld mánaðarlega. Þá erum við einnig að bjóða nýja skóla velkomna.

Eins og aðrir í þjóðfélaginu þá höfum við fylgst með dugnaði og krafti fólksins okkar í Grindavík og höfum átt í góðu samsamtarfi við skólana okkar þar. Það er aðdáunarvert að fylgjast með skólafólki þar koma skólastarfinu af stað í þeim kringumstæðum sem nú ríkja og því æðruleysi sem skín í gegn í allri framkomu og vinnu. Við hjá InfoMentor segjum því bara: Áfram Grindavík!

Haustfréttir frá InfoMentor

Haustið hefur farið vel af stað hjá InfoMentor en það er ánægjulegt að segja frá því að margir skólar hafa valið að taka upp nýjungar eins og rafrænar leyfisbeiðnir og rafrænar samþykktir til að halda utan um upplýsingar á einum stað. Fyrstu rýnihópafundir fyrir Mentorkerfið og Karellenkerfið voru haldnir í september en rýnihópafundir eru haldnir 4-5 sinnum yfir skólaárið en hægt er að skrá sig í rýnihóp í gegnum vefsíðuna. Þá er ýmislegt nýtt sem hefur verið kynnt eins og t.d. starfshópar á tengiliðalista og í dagatali, litlar lagfæringar á vinnuskýrslum í Mentorkerfinu og fleira. Á næstunni verða kynntar fréttir fyrir starfsfólk í Mentorkerfinu og verið er að vinna að nýrri uppfærslu af foreldraviðtölum. Í Karellen er ekki langt að bíða að val fyrir nemendur komist í gagnið ásamt því að verið er að einfalda leiðir fyrir notandann að vinna í gjaldakerfinu svo eitthvað sé nefnt. 

Í haust kom í ljós að InfoMentor í Svíþjóð vann útboð fyrir leikskólakerfi og framhaldsskólakerfi í Stokkhólmi sem er stærsta sveitarfélagið þar í landi. Það þýðir að frá og með haustinu 2024 munu skólar í Stokkhólmi nota InfoMentor skólakerfi fyrir leik- grunn- og framhaldsskólann. Þannig að það eru vissulega spennandi tímar framundan hjá InfoMentor.

Námskrá í fjármálafræðslu

Nú í haust var sett inn námskrá í fjármálafræðslu fyrir unglingastig grunnskóla inn í Mentor kerfið sem öllum er frjálst að nota. Námskráin er sett inn í samvinnu við Samtök Fjármálafyrirtækja sem hafa stutt við öfluga fjármálafræðslu í grunnskólum um árabil.

Nýjungar í kerfinu

Við hjá InfoMentor höfum kynnt til sögunnar nokkrar nýjungar nú í skólabyrjun. Meðal nýjunga má nefna samþykktir í kerfinu en með þeirri einingu geta skólar sent ýmsar samþykktir er varða skólagönguna til aðstandenda. Þá höfum við kynnt til sögunnar að skólastjórnendur geta sett upp starfshópa sem hægt er að birta á tengiliðalista á Minn Mentor svæði aðstandenda sem getur auðveldað samskipti við kennarateymi. Þá má nefna að þeir sem vinna við að skipaleggja námskrár geta nú fest leitarorðin í síu sem ekki var hægt áður. Við höfum haldið kynningar á nýjungum fyrir skólafólk og munum halda næstu kynningu snemma í október.

Skólabyrjun

Nú er skólaárið hafið og að mörgu er að hyggja shjá skólastjórendum, kennurum, nemendum og aðstandendum. Við hjá InfoMentor kynntum nú í haust nýjungar eins og samþykktir innan kerfisins en þeir skóla sem kjósa að nota þær geta þá sent ýmis form til aðstandenda til samþykktar. Aðrar nýjungar eru rafrænar leyfisbeiðnir sem auðvelda skólum að halda utan um óskir um lengri leyfi frá skóla.

Aðstandendum viljum við banda sérstaklega á að undir Aðstoð hér á heimasíðunni eru handbók og algengar spurningar og svör. Handbókin er einnig á ensku.

Stjórnendur og kennarar geta einnig fengið svör við algengum spurningum undir Aðstoðinni en þessir notendahópar geta einnig opnað ítarlegri handbók innan kerfis. Hún er opnuð með því að smella á spurningamerkið í hægra horninu þegar að notandi er innskráður í kerfið.

Við hjá InfoMentor vonum að skólaárið verði gott og ánægjulegt fyrir alla.

Undirbúningur fyrir komandi skólaár og sumarfrí

Nú eru flestir grunnskólar almennt komnir í sumarfrí en þó eru stjórnendur hluti af starfsfólki enn við störf enda þarf að undirbúa komandi skólaár. Við viljum minna á að innan kerfisins eru leiðbeiningar um ýmislegt er varðar undirbúning komandi skólaárs en einnig er þjónustuverið okkar opið í allt sumar. Símaþjónustan lokar þó 3.-21.júlí en tölvupóstum verður svarað og hægt er að óska eftir samtali. Flestir leikskólar eru með sumarlokanir þegar kemur inn í júlí.

Á nýju skólaári bjóðum við nokkra skóla velkomna en það eru m.a. Öxarfjarðarskóli, Grundaskóli á Akranesi, Kóraskóli sem er nýr skóli í Kópavogi og Leikskólinn Tangi á Ísafirði sem er einnig nýr leikskóli. Það er okkar ánægja að taka á móti nýjum viðskiptavinum og fá tækifæri til að þjónusta þá sem allra best.

Við hjá InfoMentor viljum nota tækifærið og þakka öllum skólunum okkar fyrir samstarfið á skólaárinu og megið þið sem starfið í skólunum, nemendur og aðstandendur njóta sumarsins og frídaganna sem allra best.

Símaþjónusta InfoMentors er lokuð 10.-12.maí

Næstu 3 daga verður símaþjónustan okkar lokuð vegna starfsdaga hjá InfoMentor. Við hverfum þó ekki af tölvupóstsvaktinni og fylgjumst með þeim póstum sem koma og svörum eins fljótt og auðið er. Við vonum að þessi stutta þjónustuskerðing komi ekki að sök fyrir notendur en við munum svara símanum hress og kát í næstu viku.

En einnig viljum við minna á að það er handbók innan Mentor kerfisins fyrir skólana ásamt því að það er aðstoð að finna á heimasíðunni. Fyrir Karellen kerfið er hjálpina að finna á hjalp.karellen.is.